Stígandi - 01.10.1944, Side 22

Stígandi - 01.10.1944, Side 22
260 BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM STÍGANDI að hún hefði litlar sannanir að styðjast við, myndi heldur ekki vera mönnunum eins nauðsynleg og talið væri. Á meðan þeir væru ungir, langaði þá að vísu til að lifa eilíflega, en gerðu sér annars flestir lítil heilabrot um það og myndu enn síður gera, ef jarðlífið væri bætt svo sem líkur mætti telja til að yrði. Þegar til ellidaganna kæmi, myndu flestir verða „saddir lífdaga" — eins og sumir gömlu mennirnir, sem biblían segir frá — og draumlausum hvíldarsvefni fegnir. Nokkur breyting ætla ég að hafi orðið á þessari hugsun hans á síðari árum. En fyrst og fremst var lífstrú ltans lífstrú vísinda nútímans, trú á þróunarkenningu 19. aldar, trú á þróunarvilja mannsins og máttugleika til sífelldra framfara mannkynsheildarinnar. — Hann hafði bráðskarpa skilningsgáfu og aðra námshælileika í ríkum mæli, en var ekki frumlegur lrugs- uður að sama skapi, og ætla ég, að hann hafi fundið það sjálfur og það lamað sjálfstraust hans og þátttöku í opinberum málum. Ég sat á opinberunr fundum með honum um kaupfélagsmál o. fl. um fjörutíu ára skeið, og voru fundirnir töluvert fleiri en árin. En ekki minnist ég þess að hafa heyrt hann halda fundarræðu oft- ar en tvisvar sinnum og í hvort tveggja skiptið upplýsingalegs eðlis. Hugsanir hans komu aðallega fram í fámenni og voru þá venjulega ljósar og sannfærandi. Á yfirborði voru áhrif hans sjaldan mikil. En á hugsunarhátt almennings hér í sýslu hafði hann meiri áhrif en nokkur samherja hans. Fróðleikur hans var marghliða og jafnan á takteinum. Á bak við hann fólst mikil sam- úð — og stundum mikil gremja yfir rangindum, sem uppi vaða í mannlegu lífi. En yfir hvoru tveggja sveif leitandi hugur, er stefndi æ hærra og hærra til göfugra og betra lífs.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.