Stígandi - 01.10.1944, Page 39

Stígandi - 01.10.1944, Page 39
STIGANDI 277 FJÖL ÚR AUÐUNAR STOFU I'eril liennar, frá því hún var rifin úr stofunni og þangað til hún barst honum í hendur, getur hann rakið nákvæmlega. Skal nú frá því skýrt eftir frásögn Gísla. Jón hét maður, svarfdælskur, og var Halldórsson. Hann var einkennilegur maður, drykkfelldur fram úr hófi, hneigður fyrir dulræn efni og sá fyrir óorðna hluti. Hann var hagleiksmaður bæði á tré og járn, og var.lengi til í Svarfaðardal sægur af út- skornum rúmfjölum og skápbríkum eftir hann. Á æskuárum hafði Jón dvalið á Hólum við smíðar og trúlofaðist þá Kristínu, dóttur Þorláks Höskiddssonar, bónda á Hólum. Önnur dóttir Þorláks var Þorbjörg, kona Stefáns bónda Sigurðssonar í Kefla- vík, og voru þau foreldrar Stefáns Stefánssonar á Heiði, föður Stefáns skólameistara og þeirra systkina. Þau Jón og Kristín bjuggu fyrst á Klaufabrekkum í Svarfaðardal 1825—1'36, þá á Atlastöðum 1836—'44 og loks á Syðra-Hvarfi 1844—’67. Þá brugðu þau búi og gerðust lnishjón á Syðra-Hvarfi hjá foreldrum Gísla á Hofi, enda \ar þá Jón blindur orðinn og lá seinustu ár sín í kör. Hann lézt 1880 og 1881 flutti Kristín að Klængshóli til Önnu, dóttur sinnar, og dó þar. Þegar hún fór frá Syðra-Hvarfi gaf hún Gísla, sem þá var drengur, sparlaksslána frá rúminu sínu og sagði, að spækja þessi væri úr Auðunarstofu, og hefði Þorkell stiftpró- lastur Ólafsson gefið sér, þegar hún hefði verið ung stúlka eða telpa á Hólum. Séra Þorkell var kominn á áttræðisaldur, þegar Auðunarstofa var rifin, og k\aðst Kristín glöggt muna, hve sár og reiður hann hefði verið út af rifi hennar. Fjölina gaf hann henni til minja. Hún er 1,75 m. á lengd og 0,095 m. á breidd, fallega hefluð með strikhefli, bersýnilega dyralisti (geregti). Hún hefir verið máluð græn og rauð, eins konar marmaramálningu, sem nú er mjög máð. Það er nú ekki sennilegt, að dyralisti þessi sé frá dögunr Auð- unar biskups, því að þá hafa smiðir varla átt þá hefla, sem þurfti til að smíða slíka lista. En þó getur hann vel verið úr Auðunar- stofu, Jrví að vitanlega hafa verið gerðar á henni margar minni háttar breytingar allan Jrann tíma, sem hún stóð, enda stendur í Ævisögu Jóns Þorkelssonar, að hún hafi staðið ,,að allri um- grindinni” síðan 1317. Og sagan um fjölina virðist mjög áreiðan- leg, enda hefir hún ekki farið margra á milli. Auðunarstofa var rifin 1810 (en ekki 1826, eins og stendur í mörgum ritum, sem nefna hana), og þá hefir Kristín Þorláksdóttir verið unglings- stúlka á Hólum. Lýsing hennar á séra Þorkeli ber mjög vel saman

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.