Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 62

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 62
300 BALDVINA BALDVINSDÓTTIR STÍGANDI vina horfði á þessar máðu málmplötur, þegar hún rétti þær frarn til sýnis í velktum lófa sínum. Mannamun gerði Baldvina sér, er hún sá fólk í fyrsta skipti, sneiddi hjá sumum, en tók aðra tali, blessaði yfir þá og dáðist að þeim. Mjög tók hún eftir klæðnaði kvenna og leit þá oft niður á svarta vaðmálskjólinn sinn. Ekki er hægt að hugsa sér fátæklegri búning en þann, sem hún bar öll sín hrakningsár. Þess vegna varð hún svo óumræðilega glöð, ef hún eignaðist skræpóttan skýluklút eða svuntubleðil. Stundum var hún döpur og raulaði þá fyrir munni sér. Oftast var Jrað sama vísan. Enginn kannaðist við að hal'a lreyrt hana fyrr, og hugsuðu margir, að Baldvina væri höf- undur hennar, því að hún kastaði stundum fram vísupörtum, að minnsta kosti var auðséð og heyrt, að liún gerði orð vísunnar að sínum eigin orðum. Kvað hún hana jafnan með grátklökkri rödd: Margt er það, sem beygir brjóst, brattan geng eg raunastig. Kristur, sem á krossi dóst, kenndu nú í brjósti um mig. Væri þá talað hlýlega til hennar, birti yfir svip hennar og hún fór að segja frá því, þegar hún var lítil og mesta efnisbarn. Þá var hún hjá afa og ömmu. Þegar hún var á fjórða árinu, kunni hún að lesa og gat lesið á sunnudögum í Jónsbók fyrir afa, sem var að verða blindnr. Þá veiktist luin svo mikið. að allir hugsuðu, að hún mundi deyja, og svo komu flogin. „Og sæl hefði ég verið að deyja þá. Nú er ég flogaveikur aumingi og get ekki unnið.“ Þannig endaði hún jafnan frásögu sína. Enginn efaðist um, að hún segði satt, að hún hefði verið óvenjulegt barn og að fyrstu árin hefðu verið vel notuð. Ávallt hélt hún þeim sið, sem henni hefur verið kenndur í bernsku, að lesa borðbæn á undan og eftir hverri máltíð, þótt enginn annar gerði Jrað á þeim dögum. Það var sama, hve lítil- fjörlegur málsverðurinn var, Jrá tók hún við honum brosandi, en bragðaði ekki á neinu fyrr en hún hafði lokið sinni venjulegu Jrakkargerð. Baldvina var í meðallagi há, en fékk aldrei vöxt eða útlit þrosk- aðrar konu. Hún var dökkhærð og dökkbrýnd, svipurinn mikill. Ennið meðalhátt en breitt og markað djúpum línum. Augun voru djúpblá og stór. Þóttust fáir liafa séð augu tala skýrara máli skjótra og sterkra skapbrigða en þau. Þjáningadrættir kringunr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.