Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 70

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 70
308 Á FLEKA NIÐUR WAINDINAÁNA STÍGANDI stöngina svo hart niður í botninn, að hún brotnaði um miðju, og varð nú ekki annað sýnna en straumþunginn fleygði flekan- um á næsta augnabliki á klettinn, en Narnbua fatast ekki, þó að þetta slys vilji til. Skjótur sem elding grípur hann varastöng, sem liggur við fætur hans, og á síðasta augnabliki tekst honum að sveigja flekann út í strauminn, svo að hann slapp óskaddaður fram lijá að öðru leyti en því, að önnur brún lians urgaðist lítið eitt við klettinn. Mesta hættan er liðin hjá, og við berumst hratt áfram með straumnum. Nú eru ekki eftir nema fáeinar smá- flúðir, sem Nambua og Kalokalo eru ekki í vandræðum með að komast yfir. Samanborið við það, sem á undan er gengið, er það leikur einn. Nambua stendur sigri hrósandi í stafni með stýris- stöngina hátt á lofti og brosir út að eyrum. Hættulegasti kafli leiðarinnar er að baki, og nú erum við um tvö þúsund fetum lægra yfir sjávarmál en er við lögðurn af stað um morguninn. Dalurinn breikkar og verður að víðáttumikilli sléttu, þegar fjöllin enda. Nambua bendir aftur fyrir sig til fjall- anna, sem gnæfa hátt við himinlind. I>ar uppi, í nánd við bláma himinsins, er Namosi. Það virðist í fljótu bragði vera ótrúlegt, að ekki skuli vera nema hálfur dagur síðan, að við ýttum þar frá landi. Nú liðast áin lygn og breið á rnilli lágra bakka, sem ýmist eru vaxnir háu grasi eða sykurreyr. Með litlu millibili eru smáþorp á bökkunum, og hópar af brúnum, alstrípuðum börnum þyrpast út úr sefinu og horfa á eftir okkur forvitnisaugum, þar til við hverfum fyrir næsta nes. Oftar en einu sinni siglum við rétt hjá eyrum, þar sem hópar af kvenfólki eru við fiskiveiðar. Þær vaða út í ána, unz vatnið tekur þeinr í mitti, með háfa, sem fiskurinn festist í. Þær veifa til okkar með veiðinni og kalla til okkar, livaðan við komum og hvert við ætlum. Það er skipzt á spurn- ingum og svörum, á meðan verið er í kallfæri. Seinni part dagsins líður tírninn hægt og þyngslalega, eins og áin, sem við siglum eftir. Nambua og Kalokalo bæra stýrissteng- urnar ofurhægt, eins og í svefni, en ég dotta í sæti mínu undir nýjum, stórum bananablöðum, sem Nambua var svo hugulsamur að taka með, þar sem við lögðum síðast frá landi. Klukkustundu fyrir sólarlag náurn við þangað, sem Waindina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.