Stígandi - 01.04.1945, Side 8

Stígandi - 01.04.1945, Side 8
102 ,HUGR EINN ÞAT VEIT‘ STÍGANDI hjá öðrum né sjálfum mér. Við vitunr ekki, lrvað átt höfum fyrr en misst höfum. Og óslitin sambúð er oftastnær tap. Ofurást á hinu eða þessu hefir venjulega í för með sér ofmat allra kosta þess, sem unnað er, en vanmat galla. Föðurlandsást sumra Vestur-íslendinga er þann veg farið, einkum þó gamla fólksins. Hjartað og ímyndunaraflið liafa glæst blessað gamla landið þeirra um tugi ara, þangað til gallarnir eru afmáðir, en kostirnir, auknir og endurbættir, breiðast yfir allt. Meira að segja grenjandi stórhríðar verða gullroðnar í ljóma þessarar ástar. Gamla fólkið var öðrum opinskárra, eins og eðlilegt var. En alloft hitti ég miðaldra menn, sem liertir voru í erfiðleikum og þrautum og ótamt að láta tilfinningar sínar uppi, en gátu þó ekki varizt því, að þeim vöknaði um augu hvað eftir annað, þegar ís- land og endurminningar þaðan bárust í tal. Hlýjan til íslands er miklu meiri og almennari vestan liafs en þorri manna hér heima hefir hugmynd unt. Undantekningar eru þó til, eins og áður var drepið á. Þrjá menn hitti ég vestra, sem virtist kalt til íslands og Austur-íslend- inga og fóru lítilsvirðingarorðum um hvort tveggja. Tveir þeirra höfðu í æsku verið á hrakningi hér heima og sætt illri meðferð og ómannúðlegri. Það sat í þeim og er sízt að undra. Hinn þriðji þótti mér illvígastur þeirra. Gat það þó stafað at' því, að ég hitti liann oftar en hina og talaði þess vegna meir við hann. Hann mun liafa átt við sæmileg kjör að búa hér heima og var stálpaður, er hann fór af landi burt, en þó innan við tvítugt að mig minnir. Hann var prýðilega greindur og vel að sér, venjulega heldur þung- búinn, frernur þurr á manninn og nokkuð hæðinn. Það var ekki laust við, að heldur væri fátt með okkur, og hefir það þó líklega verið meir á nrína hlið en hans. Ástæðan til þeirra fáleika var sú, að mér virtist liann sjaldan setja sig úr færi með það, að varpa kulda- eða hæðnisorðum að ættlandi sínu, þjóð sinni og flestöllu, sem íslenzkt var. Þetta gat ég ekki þolað. Það lenti í orðakasti milli okkar og stundum var ekki laust við, að brigzlyrði færu á milli, áður talinu sleit. Hann var þekktur í ís- lendingabyggðinni að þessari afstöðu, sem margir aðrir en ég áttu erfitt með að þola. Það varð ekki annað séð en hann bæri þungan hug til íslands og Austur-íslendinga. En — „Hugr einn þat veit, es býr hjarta nær, einn es hann sér of sefa."

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.