Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 8

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 8
102 ,HUGR EINN ÞAT VEIT‘ STÍGANDI hjá öðrum né sjálfum mér. Við vitunr ekki, lrvað átt höfum fyrr en misst höfum. Og óslitin sambúð er oftastnær tap. Ofurást á hinu eða þessu hefir venjulega í för með sér ofmat allra kosta þess, sem unnað er, en vanmat galla. Föðurlandsást sumra Vestur-íslendinga er þann veg farið, einkum þó gamla fólksins. Hjartað og ímyndunaraflið liafa glæst blessað gamla landið þeirra um tugi ara, þangað til gallarnir eru afmáðir, en kostirnir, auknir og endurbættir, breiðast yfir allt. Meira að segja grenjandi stórhríðar verða gullroðnar í ljóma þessarar ástar. Gamla fólkið var öðrum opinskárra, eins og eðlilegt var. En alloft hitti ég miðaldra menn, sem liertir voru í erfiðleikum og þrautum og ótamt að láta tilfinningar sínar uppi, en gátu þó ekki varizt því, að þeim vöknaði um augu hvað eftir annað, þegar ís- land og endurminningar þaðan bárust í tal. Hlýjan til íslands er miklu meiri og almennari vestan liafs en þorri manna hér heima hefir hugmynd unt. Undantekningar eru þó til, eins og áður var drepið á. Þrjá menn hitti ég vestra, sem virtist kalt til íslands og Austur-íslend- inga og fóru lítilsvirðingarorðum um hvort tveggja. Tveir þeirra höfðu í æsku verið á hrakningi hér heima og sætt illri meðferð og ómannúðlegri. Það sat í þeim og er sízt að undra. Hinn þriðji þótti mér illvígastur þeirra. Gat það þó stafað at' því, að ég hitti liann oftar en hina og talaði þess vegna meir við hann. Hann mun liafa átt við sæmileg kjör að búa hér heima og var stálpaður, er hann fór af landi burt, en þó innan við tvítugt að mig minnir. Hann var prýðilega greindur og vel að sér, venjulega heldur þung- búinn, frernur þurr á manninn og nokkuð hæðinn. Það var ekki laust við, að heldur væri fátt með okkur, og hefir það þó líklega verið meir á nrína hlið en hans. Ástæðan til þeirra fáleika var sú, að mér virtist liann sjaldan setja sig úr færi með það, að varpa kulda- eða hæðnisorðum að ættlandi sínu, þjóð sinni og flestöllu, sem íslenzkt var. Þetta gat ég ekki þolað. Það lenti í orðakasti milli okkar og stundum var ekki laust við, að brigzlyrði færu á milli, áður talinu sleit. Hann var þekktur í ís- lendingabyggðinni að þessari afstöðu, sem margir aðrir en ég áttu erfitt með að þola. Það varð ekki annað séð en hann bæri þungan hug til íslands og Austur-íslendinga. En — „Hugr einn þat veit, es býr hjarta nær, einn es hann sér of sefa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.