Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 81
STÍGANDI
UM BÆKUR
175
bók, hlýtur það fyrst og fremst að vekja
athygli, hve vel höfundur kann að fara
með bundið mál, hvað ytri búning
snertir. Líking eða orðanotkun er mjóg
sjaldan hæpin cða smekklaus, þó að ei-
laust megi finna, t. d. virðist hæpið að
segja „úr myrkri og sorta skín*) svana-
flug“ (í Úlfdölum) eða tala unr briin-
grátt* (Þjófadalir), þó að verst lítist
manni á „ylskin*) elskaðs inunns"
(Svefnrof). En allt eru þetta smámunir.
Ahrifa frá innlendum skáldum virð-
ist lítið sem ekki gæta í kvæðum
Snorra og gerir það bókina nýstárlegri
sem byrjandaverk. Á einum stað rakst
ég þó á ljóðlínur, sem ósjálfrátt köll-
uðu fram aðrar eftir annað skáld:
— til hafs, í ölduföngin kvik og glji,
fer már með hvítum, hægum
vængjatogum,
hugar míns fleyga vökudreymna þrá.
Svo kveður Snorri í Hvítum vængjum.
— ,.Á eirðarlausum flótta um auða
hafsins vegi
á undan nýjnm degi
fer stakur már um miðja vetrarnótt,"
segir Tómas Guðmundsson í Haustnótt.
Meðal beztu ljóðanna í Kvæðum, vil
ég nefna: Haustið er komið, Sumarnótt
og Þjóðlag, en það er eina kvæðið, sem
segja mætti um „að dansi upp í fang"
lcsandans. Einnig má nefna kvæðið í
Úlfdölum, sem er eins konar einkunnar-
kvæði allrar bókarinnar: orðfagurt og
nýstárlegt, cn lætur þó ekki liafa hendur
á sér, svo að lesandinn spyr eftir þriðja
eða fjórða lestur: Hvað er á bak við
þetla? Skortir skáldið tilfinningahita,
eða skortir það reynslu? Tekst því ekki
að tjá það, sem það ætlar sér, eða et
það óvenjulega dulúðugt? Er þetta að-
eins listiðnaður, vantar í kvæðin neist-
ann, listareldinn? En hvað um það, les-
endum leikttr vafalaust forvitni á að
*) Leturbr. mfn. Br. S.
sjá næstu bók höf., mun hún færa
þeim heim sanninn um, að hann sé
þróttugt og djúpúðugt skáld, sem gæðir
kvæði sín lifsfyllingu auk fagurs bún-
ings og kann að slá á marga strengi?
Halldór Kiljan Laxness: Hið ljósa
man. Helgafell. Rvík 1944.
Svo kynlega virðist komið um rit-
höfundinn Halldór Kiljan Laxness, að
hann sé hjá suinum hafinn yfir alla
gagnrýni, en hjá öðrum fyrir neðan.
alla. Það er undantekning, að sjá „rit-
dóm“ um sögu eftir Kiljan, sem ekki er
annað hvort háalof eða skefjalaust last.
Þctta kemur líka allmjög fram í dómum
venjulegra, grcindra lesenda, sem liaía
sitt álit á bókum, þótt ekki skrifi þeír
ritdóma. Annað hvort finnst þeim flest-
um Kiljan dásamlegur eða viðbjóðsleg-
ur. Oft liefir mér verið skemmtan að
því að lasta hann við þá, sem ekki sjá
„sólina fyrir honum", en hæla lionum
við hina, sem geta ekkert séð í bókum
hans nema „lús og mórauð hundkvik-
indi", svo furðulegur munur getur verið
á mati manna á skáldskap hans. Ekki er
mér grunlaust um, að Kiljan hafi um
skeið vísvitandi stuðlað að því að cspa
þetta misræmi, „af hagkvæmnisökum'
eins og hann breytti heiti þessarar bókar
frá titli hennar í handriti.
En nú er svo komið skáldfrægð hans,
að þess vegna mætti hann leggja allar
„tiktúrur" niður, bækur hans mundu
öðlast óskipta athygli samt, þótt p.er
hneyksluðu ekki „heiðvirða" lesendttr.
En kannske kærði enginn sig uin það,
sumir gætu þá ekki lcngur notið þess að
hneykslast, en aðrir misstu þess, „h/að
liann Halldór getur verið neyðarlegm “
Annars er það fljótsagt, að Hið ljósa
man cr athyglisverð bók. Persónulýsing-
ar eru mjög skýrar og höf. tekst snilldar-
lega að láta persónurnar tjá sig sjálfar
í orðum og gcrðum. Ég tel vafasamt, að
við eigttm margar kvenlýsingar snjallati
í bókmenntum okkar en mynd þá, sem