Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 63

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 63
STÍGANDI VEGIR ÖRLAGANNA 157 til og ætluðu að grípa hann, en aftur höfðu kenniorðin sama mátt og áður. Einn þeirra steig nokkur skref áfram og byrjaði: „Lát- um liann hremma —“ en allt í einu varð uppi fótur og fit meðal varðmannanna, svo að sjá mátti, að ekki var allt með felldu. Hvasseygur og hermannlegur maður tróð sér í gegnum þröngina og þreif bréfið, sem Davíð liélt á í ltendinni. „Komið með mér,“ sagði hann við Davíð og gekk á undan honum fyrir dyrnar. Þar reif hann upp bréfið og las það. Hann benti manni í liðsforingja- búningi, sem var að fara fram hjá þeim, að bíða. „Tetreau höf- uðsmaður, látið taka fasta alla verðina við suðurdyrnar og suður- liliðið. Setjið aðra verði, sem við vitum að má treysta, í þeirra stað.“ Við Davíð sagði liann: „Komið með mér.“ Hann leiddi ltann eftir göngum og gegnum forsal inn í stóra stofu. Þar sat jtunglyndislegur, dökkklæddur maður í stórum leðurstól. Við þenna mann sagði fylgdarmaður Davíðs: „Herra, ég hefi margoft sagt yður, að í höllinni eru eins margir svikarar og njósnarar og rotturnar í lokræsunum. Þér hafið haldið, herra, að þetta væri aðeins hugarburður minn. Þessi maður komst alla leið að dyrum yðar með þeirra samþykki. Hann var með bréf, sem ég sá um, að ekki komst til skila. Eg kom með hann hingað, svo að yðar hátign geti séð, að grunur minn var á rökum byggður." „Ég ætla að yfirheyra liann,“ mælti konungurinn. Hann leit á Davíð með hálfluktum augum, en yfir þeim hvíldi dreymandi móða. Skáldið beygði kné sín. „Hvaðan eruð þér?“ spurði konungurinn. „Frá þorpinu Vernoy í Eure-et-Loirhéraðinu, herra.“ „Hvað eruð þér að gera í París?“ „Ég — ég ætla að verða skáld, herra.“ „Hvað gerðuð þér í Vernoy?“ „Ég gætti fjár föður míns.“ Nú hreyfði konungurinn sig og augun skírðust. ,,Ó, úti í haganum!" „Já, herra.“ „Þér voruð úti í haganum. Þér fóruð út í morgunsvalanum og lögðust í grasið undir limgirðingunum. Fjárhópurinn dreifði sér í brekkunum. Þér drukkuð úr tærum lækjunum, átuð brauð yðar í skugga trjánna, og hlustuðuð eflaust á svartþrastasönginn í lundinum. Er þetta ekki rétt, fjárhirðir?" „Það er alveg rétt, lierra," svaraði Davíð og andvarpaði. „Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.