Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 75

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 75
STÍGANDI BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL 169 Þetta, að hann væri ekkert annað en venjulegur, mennskur mað- ur, livorki hálfguð né hálftröll, en að vísu svolítið frábrugðinn því allra hversdagslegasta, veitti mér hugdirfð að ganga nær hon- um, þrátt fyrir ofbirtuna, sem um hann lék. Enda fóru mér nú smám saman að berast gögn í hendur um þennan einstaka mann, og með athugun þeirra og samanburði ávannst sitt af hverju. Arnþór á Sandi á samkvæmt fornri ættartölugrein að liafa verið bróðir Elínar, konu Helga á Fjalli, Illugasonar. En þau voru for- eldrar Péturs á Fjalli, föður Vigfúss, föður Þórkels, föður Guðrún- ar húsfreyju á Sílalæk.1 2) Þetta var fyrsta vitneskjan urn ætterni Arnþórs, og hún var mikilsverð, það sem hún náði. Nú getur þess á einum eina.sta stað, svo að vitað sé, að Elín væri Ólafsdóttir. Þar með var ekki sagt, að Arnþór væri Ólafsson, því að þau Elín gátu verið hálfsystkini aðeins og þá sannnæðra. En væri þessi sögn tekin gild, að þau Arnþór á Sandi og Elín á Fjalli væru systkin, þá var spor stigið í þá átt að ákveða aldur Arnþórs og livenær hann hefði uppi verið. Þegar það er athugað, að Helgi á Fjalli, maður Elínar Ólafsdóttur, var sonur séra Illuga Helgasonar prests á Stað í Kinn 1608—1654, þá er líklegt, að hann sé fæddur um 1620 eða jafnvel heldur fyrr. Þegar þess er og gætt, að Helgi virðist ekki liafa átt aðra konu en Elíni, og þau áttu allmörg börn saman, þá varð að álíta, að nær væri um aldur þeirra hjóna, og gera ráð fyrir, að þau væri fædd á áruntun 1615—1625. Og því þá ekki að telja Arnþór á svipuðu reki, gera ráð fyrir, að þau væri alsystkini án verulegs aldursmunar, úr því að engin fleiri systkini eru talin? Þegar þessi líkindi voru fengin, kom til skjalanna Halldór heitinn Þorgrímsson.-) Honum sagði smádreng í Garði í Aðaldal Jón Árnason, móðurfaðir hans, þá vel níræður, eftir Þorláki bónda á Sandi, móðurbróður og fósturföður Jóns, er hreif piltinn úr heljargreipum móðuhallærisins 6—7 vetra að aldri og ól upp síðan, að milli sín og Arnþórs hefði búið á Sandi langa ævi tveir Þórðar. Þessi sögn hefir ekki farið margra á milli og var því senni- leg. Þetta var gott spor í þá átt að kreppa að Arnþóri. Nú kemur manntal þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns til sögunnar titi í Kaupmannahöfn nálægt aldamótunum, það er menn hugðu löngu glatað. Það var gert á útmánuðum 1703. Voru þar allir landsmenn skráðir með fullu nafni, aldri, stöðu og heim- 1) Guðrún á Sílalæk var amraa þeirra Guðraundar og Indriða. — I. I. 2) Halldór var lengi bóndi í Hraunkoti í Aðaldal, f. 1861. — I. I.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.