Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 70

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 70
164 VEGIR ÖRLAGANNA STÍGANDI „Ef þér viljið borða með mér,“ sagði herra Bril, „og þér takið þetta ekki of nærri yður, skal ég útskýra þetta betur.“ „Nei,“ sagði skáldið, „ég verð að flýta mér lieim og hugsa um kindurnar mínar.“ Hann þrammaði sömu leið og hann liafði komið heim til Ver- noy með kvæðin sín undir hendinni. Þegar hann var kominn inn í þorpið, fór iiann inn í fornsölu, en hana átti Zeigler nokkur, Gyðingur frá Armeníu, er seldi allt, sem liann gat náð í. „Vinur minn,“ mælti Davíð, „úlfarnir í skóginum ásækja kind- urnar rnínar í brekkunum. Eg þarf að fá byssu til að verja þær. Hvernig byssur liefir þú?“ „Þetta er óhappadagur fyrir mig, Davíð vinur,“ sagði Zeigler, „því að ég sé, að ég verð að selja þér byssu, sem ég verð að láta fyrir minna en tíunda hluta þess, sem hún raunverulega kostar. í vikunni sent leið keypti ég af umferðasala lieilt vagnhlass af ýms- um munum, sem liann hafði keypt á uppboði hjá erindreka krún- unnar. Það var boðin upp liöll og allar eignir einhvers tigins manns, senr liafði verið rekinn í útlegð fyrir samsæri gegn kon- unginum. Hér eru margar valdar byssur. Þessi skammbyssa — ó, þetta vopn mundi enginn konungssonur þurfa að skammast sín fyrir — ég skal iáta þig Iiafa hana á aðeins fjörutíu franka, þó að ég stórtapi á sölunni. En ef til vill er einhver önnur —“ „Þessi mun duga,“ sagði Davíð og henti peningunum á búðar- borðið. „Er hún hlaðin?“ „Eg skal hlaða hana,“ sagði Zeigler. „Og ef þú bætir tíu frönk- um við, skal ég láta þig liafa púður og kúlur í viðbót." Davíð stakk skammbyssunni á sig og gekk síðan heim til sín. Yvonne var ekki heima. Upp á síðkastið hafði hún alltaf verið að slæpast hjá nágrönnunum. En það logaði eldur í ofninum í eld- húsinu. Davíð opnaði ofnhurðina og stakk kvæðunum í eldinn. Þegar þau blossuðu upp, heyrðist snarkandi, óþýðlegt hljóð í ofn- pípunni. „Sörigur hrafnsins!“ sagði skáldið. Hann fór upp í loftherbergið sitt og lokaði dyrunum. Það var svo hljótt í þorpinu, að fjöldi fólks heyrði skotlivellinn úr stóru skammbyssunni. Það þyrptist þangað heim og upp stigann, því að það varð strax vart við reykinn, sem lagði þaðan. Mennirnir lögðu lík skáldsins í rúmið hans og hagræddu því til að reyna að hylja sundurtættu fjaðrirnar á aumingja svarta hrafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.