Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 76

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 76
170 BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL STÍGANDI ilisfangi, og hafði það aldrei áður verið gert. Hefir mestur hluti þess varðveitzt og er nú að verða lokið prentun þess. Afskriftar- hrafl þess, að því er tók til Þingeyjarsýslu, barst mér í hendur frá Jóhanni ættfræðingi úr Leirhöfn skömmu eftir að það kom í leit- irnar og löngu áður en útgáfa þess hófst. Við athugun þess kemnr margt í ljós um menn hér í sýslu, ættir þeirra og afstöðu, sem áður var í myrkrunum hulið. Er þó synd að segja, að þáverandi sýslu- maður vor Þingeyinga, Halldór Einarsson, hafi gert mannfræði og ættvísi hátt undir höfði, er liann gekk frá sniðum manntalsins fyrir sína sýslu. Samt sem áður er stórmikið á því að græða um þau efni. Þar sést það, að Helgi Illugason er enn á lífi hjá Pétri, syni sínum, á Fjalli, 87 ára gamall; eru þá 3 menn eldri en hann í Þingeyjarsýslu og einn jafngamall. Samkvæmt þessu vitni er Helgi fæddur um 1616, og hafði ég því farið ekki allfjarri í áætlun minni áður um fæðingarár hans. Hins vegar veitir manntalið enga beina fræðslu um aldur Elínar, konu hans, þ\ í að hún er þá undir lok Iiðin. En af tilgreindum aldri barna þeirra Helga má þó nokkuð ráða. Þau eru nú a. m. k. 4 á lífi: Pétur, hreppstjóri á Fjalli, 44 ára, Illugi í Skörðum, 45 ára, Málfríður, húsfreyja á Syðra-Fjalli, 45 ára, og Helga, húsfreyja á Isólfsstöðum, 49 ára. Eru þau því fædd á árunum 1654—1659. Af þessu er ljóst, að Elín getur í fyrsta lagi verið fædd urn 1615 eða um svipað leyti og Helgi, maður hennar, en hún gæti verið nokkru yngri, fædd 1625—1630. Ef litazt er um á Sandi manntalsárið 1703, þá virðist þar við fyrstu yfirsýn vera fremur eyðilegt. Þó kemur maður þar ekki að tómum kofunum, eins og bráðum mun sýnt. En Iiafi rnanni dott- ið í hug að hitta Arnþór bónda heima, þá verður engum kápan úr því klæðinu. Hann er genginn úr leik eins og gamla húsfreyj- an á Fjalli, systir hans, og manntalið veitir enga beina fræðslu um ætterni þeirra og aldur. Það orkar ekki að leysa úr þeirri spurn- ingu, hvers börn þau systkinin voru, Arnþór og Elín, eða hvort þau áttu sameiginlegan föður. En samt veitir það nokkra fræðslu. Annars er heimilisfólk á Sandi „í aprilis 1703“ sem hér segir: Þórður Helgason, bóndi................... 44 ára Steinunn Erlendsdóttir, húsfreyja .... 48 — Vilborg Þórðardóttir, barn............... 12 — Gunnvör Ólafsdóttir, þjónar............. 64 — Guðrún Olafsdóttir, þjónar.............. 34 — Ólöf Ólafsdóttir, þjónar................ 34 — Ásdís Höskuldsdóttir, þjónar............. 38 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.