Stígandi - 01.04.1945, Side 76

Stígandi - 01.04.1945, Side 76
170 BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL STÍGANDI ilisfangi, og hafði það aldrei áður verið gert. Hefir mestur hluti þess varðveitzt og er nú að verða lokið prentun þess. Afskriftar- hrafl þess, að því er tók til Þingeyjarsýslu, barst mér í hendur frá Jóhanni ættfræðingi úr Leirhöfn skömmu eftir að það kom í leit- irnar og löngu áður en útgáfa þess hófst. Við athugun þess kemnr margt í ljós um menn hér í sýslu, ættir þeirra og afstöðu, sem áður var í myrkrunum hulið. Er þó synd að segja, að þáverandi sýslu- maður vor Þingeyinga, Halldór Einarsson, hafi gert mannfræði og ættvísi hátt undir höfði, er liann gekk frá sniðum manntalsins fyrir sína sýslu. Samt sem áður er stórmikið á því að græða um þau efni. Þar sést það, að Helgi Illugason er enn á lífi hjá Pétri, syni sínum, á Fjalli, 87 ára gamall; eru þá 3 menn eldri en hann í Þingeyjarsýslu og einn jafngamall. Samkvæmt þessu vitni er Helgi fæddur um 1616, og hafði ég því farið ekki allfjarri í áætlun minni áður um fæðingarár hans. Hins vegar veitir manntalið enga beina fræðslu um aldur Elínar, konu hans, þ\ í að hún er þá undir lok Iiðin. En af tilgreindum aldri barna þeirra Helga má þó nokkuð ráða. Þau eru nú a. m. k. 4 á lífi: Pétur, hreppstjóri á Fjalli, 44 ára, Illugi í Skörðum, 45 ára, Málfríður, húsfreyja á Syðra-Fjalli, 45 ára, og Helga, húsfreyja á Isólfsstöðum, 49 ára. Eru þau því fædd á árunum 1654—1659. Af þessu er ljóst, að Elín getur í fyrsta lagi verið fædd urn 1615 eða um svipað leyti og Helgi, maður hennar, en hún gæti verið nokkru yngri, fædd 1625—1630. Ef litazt er um á Sandi manntalsárið 1703, þá virðist þar við fyrstu yfirsýn vera fremur eyðilegt. Þó kemur maður þar ekki að tómum kofunum, eins og bráðum mun sýnt. En Iiafi rnanni dott- ið í hug að hitta Arnþór bónda heima, þá verður engum kápan úr því klæðinu. Hann er genginn úr leik eins og gamla húsfreyj- an á Fjalli, systir hans, og manntalið veitir enga beina fræðslu um ætterni þeirra og aldur. Það orkar ekki að leysa úr þeirri spurn- ingu, hvers börn þau systkinin voru, Arnþór og Elín, eða hvort þau áttu sameiginlegan föður. En samt veitir það nokkra fræðslu. Annars er heimilisfólk á Sandi „í aprilis 1703“ sem hér segir: Þórður Helgason, bóndi................... 44 ára Steinunn Erlendsdóttir, húsfreyja .... 48 — Vilborg Þórðardóttir, barn............... 12 — Gunnvör Ólafsdóttir, þjónar............. 64 — Guðrún Olafsdóttir, þjónar.............. 34 — Ólöf Ólafsdóttir, þjónar................ 34 — Ásdís Höskuldsdóttir, þjónar............. 38 —

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.