Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 31
STÍGANDI
VEÐMÁLIÐ
125
Ja, það er eftir því, livernig á það er litið, svaraði Níels og
klóraði sér á hökunni. Þú þekkir mig illa, ef þú heldur, að ég
fari að biðja hana eða aðra fyrirgefningar á því að segja sann-
leikann. Nei, það læt ég öðrum eftir. Ég lýsti því aðeins yfir, að
ég bæri engan persónulegan kala til hennar, en ég hefði ekki
getað annað en sagt henni sannleikann um hana sjálfa af þeirri
einföldu ástæðu, að hún krafðist þess af mér. En um þá hlið
málsins, hvernig hann liefði verið, gæti hún engum öðrum kennt
en sjálfri sér.
Gerði kaupmaðurinn sig ánægðan fyrir liennar hönd með þessa
skýringu?
Hann varð að gera það, því að liann vissi mætavel, þó að liann
segði það ekki berum orðum, að ég hafði ekki sagt annað en sann-
leikann. Og þó að Alla Dúlla uni illa hlut sínum í bráðina, hefir
hún áreiðanlega gott af þessu.
Var svo öllu lokið með þessu?
Öllu lokið? Nei, ónei, Þetta var aðeins byrjunin. Á eftir áttum
við tal saman húsbóndinn og ég um önnur efni, ýmislegt, sem
kom verzluninni við og rekstri hennar. En þá tók satt að segja
ekki betra við.
Og hvernig lauk því?
Það endaði með því, að hann rauk upp bálvondur. Sagði mér
að halda kjafti og snáfa til vinnunnar.
Þú hefir látið þér það að kenningu verða.
Já, það var svo sem ekki nema sjálfsagt.
Þetta liefir strax rokið úr honum?
Já, þetta, ef til vill. En svo kom ýmislegt smávegis fyrir, sem
fór í skapið á honum.
Þetta endar með því, að liann rekur þig úr vistinni, sagði ég.
Þú skalt liætta þessum fjanda, áður en það verður of seint fyrir
þig-
Reka mig úr vistinni fyrir að segja sannleikann? Ertu vitlaus?
Ekki á meðan ég annast mín verk eins og ég hefi gert hingað til.
En hvað var þetta annað, sem fór í skapið á honum?
Þú veizt það sjálfur, livað það er erfitt að gera sumum viðskipta-
vinum til hæfis. Þeir spyrja mann spjörunum úr, og auðvitað
verður maður að svara sannleikanum samkvæmt, annað væri ó-
heiðarlegt. En Steinn Ólafsson kaupmaður hefir dálítið aðrar
skoðanir um heiðarleik í viðskiptum en ég. Hann bar það upp á