Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 39
STÍGANDI
VEÐMÁLIÐ
133
Hvort hann hefir nokkru sinni farið eftir þessari ráðleggingu
minni, get ég ekkert fullyrt um. En það eitt er víst, að ekki
breytti liann eftir henni. Nei, liann Níels er ekki þannig gerður
maður, að liann haldi einu fram í dag og öðru á morgun. Um tíma
vildi hann helzt ekki sjá eða tala við nokkurn mann, en nú er
það orðið öfugt, nú finnst honum, að hann nái aldrei til nógu
margra til þess að segja þeinr sannleikann.
* En örlögin, eða hvað á að kalla það, hafa hagað því svo til, að
áheyrendahópur hans er ekki stór, sem betur fer vil ég segja. Og
því fer líka betur, að skilningur þeirra á boðskap hans er miklum
takmörkum háður.
Það er að verða nokkuð langt, síðan ég hefi séð Níels og talað
við hann, og hálft í hvoru er ég íeginn, þó að mér renni alltaf
til rifja, þegar mér dettur hann í hug og þetta bölvaða veðmál,
sem ég þó vann. Engan hundrað kallinn hefi ég þó fengið enn þá,
og ég mun ekki gera mér ferð til Níelsar til þess að ganga eftir
honum. Fjarri því.
Ég hefi samt stundum verið að velta því fyrir mér, livort ég
ætti ekki að heimsækja hann, en ég hefi alltaf kiknað á því. Hver
veit, nema honum kynni að detta í hug að vilja liafa mig út í
annað veðmál um eitthvað enn þá fjarstæðukenndara en veðmálið
góða um sannleikann í þjónustu lífsins. Það kvað líka vera dálítið
erfitt að umgangast hann. Hann er núna í órólegu deildinni á
Kleppi.