Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 80

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 80
174 UM BÆKUR STÍGANDI kominni snertingu við. Hins vegar virð- ist hann en bresta þrek til að valda langsóttari yrkisefnum, þ. e. a. s. þeim, sem hann leitar eingöngu af hugsun, en skynjar ekki jafnframt gegnum sólvinda sveitar sinnar, angan gróðursins og rödd liins daglega lífs. Hins vegar tekst hon- um oft snilldarlega að hlusta fram í kvæði sín þann undirleik mannlegs lífs, sem næm eyru heyra alls staðar, og laða þannig lesandann til að skynja hið al- menna gegnum það sérstaka, eða eins og Guðmundur orðar það sjálfur svo fagur- lega í kvæðinu Hörpuskel: Ég, Róbínson Krúsó, sem heyrði hafdjúpin niða í hörpuskel. í ljóðabókinni Undir óttunnar himni eru 21 kvæði. Nær öll hafa þau þann góða kost, að þau virðast betri við ann- an lestur cn fyrsta og enn betri við þriðja. Skulu hér nefnd nokkur kvæð anna, sem mér þykja hezt. Fyrsta kvæðið lieilir í vor, prýðilegt kvæði og hefst á þessari gullfallegu vísu: í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar, dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. Tilbrigði við kvæði eftir Púskín er mjög vel gert kvæði. I>á má nefna Ættjörð, vcl gert kvæði um margt, en stuðlun ekki alls staðar lýtalaus; Hin efstu grös, sérstætt 17. júní kvæði; f liátíðasal, ágætt kvæði, þar sem skáldið grípur undir á strengjum glettninnar, en það er því annars ekki tamt; Skógur íslands, Föstusálmur, Sjávarhamrar (að sumu leyti) Hörpuskel, gallað kvæði en um margt gullfagurt; og loks 1943, sem ef til vill er mesta kvæðið i þessari bók. Kvæðið Jólakort frá 1910 er einnig gott kvæði, og ekki er það annað en brosleg vitleysa, að það sé blátt áfram stæling á Myndasaumi eftir Olaf Bull. Hér er ekki rúm til að koma með mörg sýnishorn úr þessari bók Guðm. I'ó get ég ekki stillt mig um að taka vísu úr Sjávarhömrum, sem mér finnst bera fagurskynjun og fagurtúlkun Guðm. skýran vott: Kn upp um myrka hamraveggi uxu tunglskinsblóm og yndislegur hljómur barst á land, er lítil unnvörp stigu á léttum silfurskóm á ljósan fjörusand.*) Guðm. er af flestum talinn rímhagur vel. Þetta virðist stundum bregða til beggja vona. Einna ónotalegast kemur hann við brageyra manns i tveim vís- um Hörpuskeljar, 4. og 6. vísunni, 2. vísuorði beggja vísnanna. Eru það stór lýti á annars svo prýðilegu kvæði. Guðm Böðvarsson er bóndi. Viðhoif hans til lífsins er fyrst og fremst mótað af tengslum hans við móður Jörð. Hann er enginn bardaganiaður að eðlisfa’.i og bregði hann sér inn á þær götur í ljóðum sínum, skortir þau inntak. En þegar hann yrkir um „angan af regn- votum blöðum", sem „andvarinn ber eftir kvöldloftsins sólgylltu tröðum" eða „bláar, dúnmjúkar skúrir", sent „liðu yfir engin í nótt“, þá hygg ég að fáurn dyljist, sem íslenzk Ijóð lesa, að þar grípur listamaður á strengjum. Innileiki og látlaus en hrífandi fegurð slíkra ljóða eru skýrustu höfundarein- kenni Guðm. — Snorri Hjartarson: Kvæði. Heims- kringla h.f. Rvík 1944. Kvæði er fyrsta bók Snorra Hjartar- sonar, og lesi maður liana sem byrjanda- ') Leturbreyting mín. Br. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.