Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 52

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 52
146 FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR STÍGANDI átta fjallanna, sviphrein og hljóð, sem ég þráði að kynnast. Yfir lífi gangnamannanna hvíldi í mínurn augum einliver sérstæður svipur, ævintýralegur og þróttmikill. Það varð snemma einn af æskudraumum mínum að verða dug- legur og góður gangnamaður, helzt svo, að ég gæti orðið gangna- foringi, þegar ég yrði stór, og farið í eftirleitir suður að jöklum, jafnvel eftir að vetur væri genginn í garð, en slíkt var þá tæpast talið á færi annarra en frískra nranna og gagnkunnugra, því að þá var dagurinn orðinn stuttur og illra veðra von. — Það mundi og ánægjulegt, að bjargá fé frá harðrétti öræfanna eða hungurdauða. En draumur þessi rættist ekki nema að nokkru leyti. Ég varð aldrei gangnaforingi. En það kom að Jrví, að ég fór í göngur, og að síðustu í eftirleitir. Það voru skemmtilegir dagar, og Jreir höfðu furðumargt að bjóða. Það var undarlegt fyrst í stað að vera staddur inniviðreginjökla. Kynlegar hugsanir sóttu að manni. Þarna var auðnin í almætti sínu. Hér er bezt að hafa hljótt, því að „hér er rnargt að ugga“. — Það var einkennilega friðsælt og rólegt yfir hinum frumstæðu náttbólum gangnamannanna, meðan kvöldskuggar liaustsins nálg- uðust og fólu að lokum allt í örmum sínum. En lundin var létt. Það var gaman að sjá, hvernig fjárhóparnir stækkuðu, hlóðu utan á sig, eftir því sem kom nær byggðinni. í fararbroddi voru venju- iega rosknar, liarðgerðar og Jmakkareistar dilkær, sem áttu sín sumarlönd lengst inn á heiðurn. Tryggðin við Jiær stöðvar var Jreirra blóðborinn móðurarfur. Þær vissu af reynslu undanfarinna ára, hvaðan veðrið stóð, þegar gangnamennirnir komu á haustin og röskuðu ró Jreirra og sumarlöngu freisi. Vera má og, að lítils háttar metnaður hafi verið hér að verki. Ég vissi, að reglur mæltu svo fyrir, að aðeins fullgilda menn og sem jafnframt hefðu 'náð vissum aldri mátti senda í göngur. En þegar ég var kominn í gangnaröðina löngu fyrr en ég haf'ði náð Jressu fyrirskipaða aldurstakmarki og hafði verið trúað fyrir að leita ekki mjórri spildu en aðrir, Jrá þóttist ég heldur en ekki maður með mönnum.. Að vísu bar ég fyrstu haustin aðeins heitið „lieimalandssmaii". En í göngum var ég sarnt, lifði og starfaði eins og aðrir gangnamenn. Það var enginn munur á mér og þeim — að mér fannst — nema vöxturinn, og ég hlaut sömu móttökur og aðrir, þegar kom til bæja. Mér fannst ég koma heim úr liverjum göngum meiri maður og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.