Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 52
146
FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR
STÍGANDI
átta fjallanna, sviphrein og hljóð, sem ég þráði að kynnast. Yfir
lífi gangnamannanna hvíldi í mínurn augum einliver sérstæður
svipur, ævintýralegur og þróttmikill.
Það varð snemma einn af æskudraumum mínum að verða dug-
legur og góður gangnamaður, helzt svo, að ég gæti orðið gangna-
foringi, þegar ég yrði stór, og farið í eftirleitir suður að jöklum,
jafnvel eftir að vetur væri genginn í garð, en slíkt var þá tæpast
talið á færi annarra en frískra nranna og gagnkunnugra, því að þá
var dagurinn orðinn stuttur og illra veðra von. — Það mundi og
ánægjulegt, að bjargá fé frá harðrétti öræfanna eða hungurdauða.
En draumur þessi rættist ekki nema að nokkru leyti. Ég varð
aldrei gangnaforingi. En það kom að Jrví, að ég fór í göngur, og
að síðustu í eftirleitir.
Það voru skemmtilegir dagar, og Jreir höfðu furðumargt að
bjóða.
Það var undarlegt fyrst í stað að vera staddur inniviðreginjökla.
Kynlegar hugsanir sóttu að manni. Þarna var auðnin í almætti
sínu. Hér er bezt að hafa hljótt, því að „hér er rnargt að ugga“. —
Það var einkennilega friðsælt og rólegt yfir hinum frumstæðu
náttbólum gangnamannanna, meðan kvöldskuggar liaustsins nálg-
uðust og fólu að lokum allt í örmum sínum. En lundin var létt.
Það var gaman að sjá, hvernig fjárhóparnir stækkuðu, hlóðu utan
á sig, eftir því sem kom nær byggðinni. í fararbroddi voru venju-
iega rosknar, liarðgerðar og Jmakkareistar dilkær, sem áttu sín
sumarlönd lengst inn á heiðurn. Tryggðin við Jiær stöðvar var
Jreirra blóðborinn móðurarfur. Þær vissu af reynslu undanfarinna
ára, hvaðan veðrið stóð, þegar gangnamennirnir komu á haustin
og röskuðu ró Jreirra og sumarlöngu freisi.
Vera má og, að lítils háttar metnaður hafi verið hér að verki.
Ég vissi, að reglur mæltu svo fyrir, að aðeins fullgilda menn og
sem jafnframt hefðu 'náð vissum aldri mátti senda í göngur. En
þegar ég var kominn í gangnaröðina löngu fyrr en ég haf'ði náð
Jressu fyrirskipaða aldurstakmarki og hafði verið trúað fyrir að
leita ekki mjórri spildu en aðrir, Jrá þóttist ég heldur en ekki
maður með mönnum.. Að vísu bar ég fyrstu haustin aðeins heitið
„lieimalandssmaii". En í göngum var ég sarnt, lifði og starfaði
eins og aðrir gangnamenn. Það var enginn munur á mér og þeim
— að mér fannst — nema vöxturinn, og ég hlaut sömu móttökur
og aðrir, þegar kom til bæja.
Mér fannst ég koma heim úr liverjum göngum meiri maður og