Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 34

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 34
128 VEÐMÁLIÐ STÍGANDI Ég var svo önnum kafinn, að ég gaf mér ekki tíma til þess að hugsa nokkuð um þetta heimskulega veðmál okkar. En svo var það kvöld eitt um miðja vikuna næstu á eftir, að ég mætti Bínu á götunni. Mér virtist hún ætla að sniðganga mig, en ég kom í veg lyrir það og tók hana tali. Hvar geymirðu kærastann núna? spurði ég. Hvernig ætti ég að vita um Iiann? svaraði liún stutt. Svar hennar var þannig, að ég fór að virða hana betur fyrir mér. Ég sá strax, að Iienni var óvenju-mikið brugðið. Eg hefi ekki séð Níels í marga daga, sagði ég og lagði niður alla gamansemi. En nú þarf ég endilega að tala við hann. Eigum við ekki að ganga heim til hans? Ekki ég, anz.aði Bína. Hún gekk svo hratt, að ég átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Er hann ekki heima? Veit það ekki. Jú, hann var heima fyrir stuttu síðan. Líklega er hann heima enn. Illur grunur fór að skjóta upp höfðinu í huga mínum. Það var eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Jakobína var ekki lík því, sem hún var vön að vera. Mig langar til þess að leggja fyrir þig nokkuð nærgöngula spurningu, sagði ég. En ég ætla að taka það fram, að þú þarft ekki að svara henni frekar en þér sýnist. — Hefir eitthvað óþægilegt komið fyrir á nrilli ykkar Níelsar? Eitthvað verulega slæmt? Hún svaraði ekki fyrr en eftir góða stund, en á meðan héldum við áfram. Víst hefir eitthvað komið fyrir, byrjaði hún, og ég heyrði, að hún barðist við grátinn. En ég veit bara ekki, hvað það er, sem hefir komið fyrir. En það er eitthvað slæmt. Við — við Níels erum ekki trúlofuð lengur. Viltu trúa mér fyrir því, hvernig þetta hefir atvikazt? spurði ég. Þú veizt, að ég er bezti vinur Níelsar, og þinn líka. Ekki hér, anzaði hún. Ekki úti á götu. Við erum komin nærri heim til mín, sagði ég. Komdu inn og segðu mér allt af létta. Hún samþykkti það með þögn. Við fórum heirn, og ég sá um, að það færi vel um hana í bezta stólnum. Hún var mjög stúrin á svipinn, en þó kannske minna en vænta mátti. Segðu mér nú allt af létta, sagði ég. Ég hefi ekkert skilið í honum Níelsi undanfarna daga, byrjaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.