Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 10

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 10
104 ,HUGR EINN ÞAT VEIT' STÍGANDI vestra, hitti ég hann aftur í Reykjavík. Hann hafði gengið að hey- skap um sumarið og var himinlifandi yfir allri dvölinni hér heima. Fimm ára dvöl meðal landa minna í Vatnabyggðum í Kanada og nokkur kynni af íslendingum annars staðar vestra gerðu mér ógleymanlegt, hve heit og vakandi ástin til íslands t'ar í þeirra hópi. „Ástavísur til íslands“ eftir Stephan G. vitna ekki aðeins um það, sem skáldinu sjálfu bjó í brjósti, heldur og um hugarþel langflestra í fylking þeirra, sem áttu bernsku sína, æsku eða eitt- hvað af fullorðinsárum lieima á íslandi, áður en þeir hurfu vestur um haf. Hitt var mér aftur á móti ný vitneskja, sem ég fékk ekki fyrr en ég kom lieim, að í hinum fámenna flokki, sem köldu and- aði frá til gamla landsins, væru líka til menn, sem þráðu það sí og æ og ef til vill öllurn öðrum fremur. Eg hafði ekki gert mér nógu vel grein fyrir staðreynd, sem er eflaust jafngömul viðleitni manna að stjórna huga sínum og tilfinningum og eiga sitt í leyni. Ég á við það, að harðyrði manna og háð um einhvern eða eitthvað eru stundum eins konar gaddavírsgirðing, sem sett er umhverfis lind, sem enginn má sjá. Á HVAÐA ORÐUM MEGA MÁLSGREINAR BYRJA? Maður hélt því fram, vel ritfær, að aldrei ætti bráðabirgðafrumlagið það að standa í byrjun málsgreinar og neitunaratviksorðið e k k i færi þar jafnan illa. Er þetta rétt eða meinlaus skoðun? Nei, hún er hvorugt. Til sönnunar því mætti lil dærnis minna á hundruð vel gerðra vísna, sem lryrja á annan hvorn þennan veg. Fornmenn forðuðust þetta alls ekki. Því kveður Egill í Arinbjarnarkviðu: „Það er órétt, ef orpið hefur á máskeið mörgu gagni .... vellvönuður." — „Það allsheri að undri gefst, hve yrþjóð —" o. s. frv. Og hinn forni höfundur Málsháttakvæðis yrkir um Harald hárfagra og Snæ- fríði hina finnsku: Ekki var það forðum farald. Finnan gat þó ærðan Harald. Honum þótti sólbjört sú. Slíks dæmi verður mörgum nú. HLAUPAKVILLAR Farsóttir hlaupa mann frá manni. Þess vegna fá þær nöfn eins og hlaupafar- aldur, hlaupasótt, íhlaup, íhlaupaveiki, skyndikvilli, hlaupabóla, það hleypur á mann. — Rciði og fljótfærni þykja nokkuð í ætt við þetta. Þess vegna er sagt, að maður hlaupi á sig, þótt ekki sé svo alvarlegt, að hann hlaupi af sér tærnar eða hornin. Ef maður hleypur á sig, er hætt við að honíim verði fótaskortur. Af því mun það orðtak dregið, þótt myndin sé ekki ljós. í fornmáli er oft sagt, að reiðin Maupi: „er skjótt æði eða reiði hljóp á hann." B. S. Y s X j C)"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.