Stígandi - 01.04.1945, Side 66

Stígandi - 01.04.1945, Side 66
160 VEGIR ÖRLAGANNA STÍGANDI tuttugu hermenn albúna að ráðast á samsærismennina, þegar þeir kæmu. En einhverra hluta vegna virtust svikararnir hafa breytt ákvörðunum sínum lítillega. Þegar hinn konunglegi vagn var kominn að Kristófersgötunni, sem er nokkru nær höllinni en Esplanadegatan, kom Desrolles með hóp manna á móti honum, og þeir réðust þegar að vagninum. Varðmennirnir á vagninum höfðu ekki átt von á árásinni svona snemma, svo að þetta kom dálítið flatt upp á þá. Samt stukku þeir niður af vagninum og börðust hraustlega. Hávaðinn og vopnabrakið dró að sér atliygli Tetreaus höfuðsmanns og manna lians, og þeir komu þjótandi niður götuna til hjálpar. En á meðan liafði hinn æðisgengni Desrolles rifið upp hurðina á konungsvagninum, miðað byssu sinni á dökklædda manninn, sem í honum sat, og hleypt af. Nú þegar þessi konungholli liðstyrkur var kominn á vettvang, endurómaði gatan af köllum og stálaglamri, en hestarnir fældust og stukku af stað. Á svæflunum í vagninum lá líkið af aumingja falskonunginum og skáldinu, föllnu fyrir kúlu úr skammbyssu markgreifans af Beaupertuys. AÐALVEGURINN Þrjár raslir lá vegurinn þráðbeint, en þá fór að vandast málið. Þar kom Davið að vegamótum, þvi að annar og miklu breiðari vegur kotn þar saman við liinn, svo að þeir mynduðu rétt horn. Davið stóð nokkra stund óráðinn og settist svo á vegbrúnina til að lwila sig. Hann vissi ekki, livert þessir vegir lágu. Báðir virtust liggja út í heiminn, fullan af hættum. Og meðan liann sat þarna varð honum litið á skæra stjörnu, sem liann og Yvonne höfðu eignað sér. Hún minnti hann á Yvonne og hann fór að velta því fyrir sér, livort liann hefði nú ekki verið helzt til fljótur á sér. Hvers vegna ætti liann að vera að yfirgefa hana og heimili sitt, þótt nokkur beiskyrði færu þeirra á milli? Var ástin þá brothætt eins og gler, svo að afbrýðissemin, sjálfur prófsteinn hennar, gæti molað liana? Morgunstundin læknaði oftast nær hugarangur kvöldsins. Enn jrá hafði hann nægan tírna til að snúa við heim, án þess að nokkur í Jjorjiinu Vernoy vissi. Hann elskaði Yvonne. Þar sem liann hafði alltaf átt heima, gat hann skrifað kvæðin sín og orðið hamingju aðnjótandi.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.