Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 79

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 79
UM BÆKUR Langt út í löndin. Úrval íslenzkra utanfarasagna. Bjarni Vilhjálms- son valdi. M. F. A. gaf út. Reykja- vík 1944. Af þeim fjölda bóka, sem á bókamark- aðinn komu um jólin, er Langt út í löndin ein sú nýstárlegasta. Er hún alU í senn fróðleg, skemmtileg og fjölbreytt að efni, enda hafa 29 höfundar orðið þar. Flestir eru þeir úr flokki mennta- manna, svo sem Þorsteinn Erlingsson, Matthías Jochumsson og Steingrímur sonur lians, Sigurður Nordal, Jakob Kristinsson, Guðm. Finnbogason, Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson, Helgi Pét- urss, Halldór Kiljan Laxness og Guðm. Hagalín, svo að fáeinir séu nefndir. En vel standa þeir í ístaðinu á móti, sem unnu fyrir sér um dagana hörðum höndum: Eiríkur gamli á Brúnum, Jón Indíafari, Snæbjörn í Hergilsey, að ó- gleymdum Sveinbirni Egilson, en Ferða- minningar hans munu með vinsælli bókum, sem hér hafa komið út, og lesnar af ungum og gömlum. Það væri ofmælt að segja, að allir væru þessir þættir jafnskemmtilegir. Því fer fjarri. En sökum mikillar tilbreytni má búast við, að margir finni þar eitt- livað við sitt hæfi. Sumar sagnirnar líkj- ast meir smásögum en ferðasögubrotum, t. d. Til selja í Harðangri eftir Hagalín. Ósjálfrátt hefir lesandinn það á tilfinn- ingunni, að höfundurinn ráði þar ekki við skáldið í sjálfum sér, en ekki verður þátturinn leiðinlegri fyrir það. Þeim, sem þetta ritar, þykir þó einna skemmtilegastur hlutur þeirra Eiríks á Brúnum og Snæbjarnar í Hergilsey i bók þessari. Þar sem ferðasaga Eiríks er, hefir þekkingarskorturinn annars vegar, en meðfædd greind og skörp at- hyglisgáfa hins vegar alið af sér kynleg- an kvist, sem mörgum hefir orðið star- sýnt á og mun lengi verða. í þætti Snæ- bjarnar fer allt saman: hröð frásögn og þó glögg, hressilegur stíll og mál krydd- að glettni víkingsins og hraustmennis- ins, sem kann þá list að beita sér af alefli í hildarleiknum og skemmta sér þó sem áhorfandi. Guðmundur Thoroddsen, yfirlæknir, ritar stuttan formála : 5 bókinni. AIl- margar myndir prýða hana og allur frá- gangur er smekkvís. Guðmundur Böðvarsson: Undir óttunnar himni. Heimskringla h.f. Reykjavík 1944. Guðmundur Böðvarsson mun enn ungur maður, en hefir þó þegar sent frá sér fjórar ljóðabækur, sem eru hver annarri alhyglisverðari. Sú síðasta er Undir óttunnar himni, sem kom út í lok fyrra árs í mjög smekklegum bún- ingi, eins og yfirleitt er á bókum Heims- kringlu. — Því er haldið fram af suntum, að þessi síðasta ljóðabók Guðm. auki engu við skáldheiður hans, hún beri i engu af fyrri bókum hans nema síður sé. Um það skal ekkert fullyrt, en hitt er efalaust, að skarð hefði verið fyrir skildi á ljóðabókamarkaðinum, hefði bókin ekki komið út. Sá, er þetta ritar, telur vafasamt, að Islendingar eigi nú snjall- ara skáld meðal yngri kynslóðarinnar en Guðmund Biiðvarsson. Hann er mjög smekkvfs á val hátta og orða og kvæði hans bera vott um næmleik og djúpan skilning á því lífi, sem hann er í full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.