Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 11

Stígandi - 01.04.1945, Blaðsíða 11
INDRIÐI EINARSSON Eftir BRYNLEIF TOBIASSON Erindi, flutt á fundi í st. Verðandi nr. 9. í Rvík á minningarkveldi uni I. E. 30. apríl 1943.1) FYRIR 92 árum íæddist hjónunum á Húsabakka í Skagafirði sveinn, skömmu eftir sumarmálin. Hann var vatni ausinn nokkrum dögum síðar, og hlaut í skírninni nafnið Indriði. Móðir lians hét Euphemía, dóttir Gísla Konráðssonar, mikilvirkasta sagnaritara í bændastétt á íslandi á 19. öld, og fyrri konu hans Euphemíu llenediktsdóttur, en hún var dótturdóttir Jóns pró- fasts Jónssonar á Hjaltastöðum í Skagafirði, ins lærðasta manns. Faðir Indriða var Einar bóndi á Húsabakka, sonur Magnúsar Magnússonar, prests í Glaumbæ, og seinni konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur Vídalín, klausturlialdara á Reynistað. Húsabakki stendur við vestari kvísl Héraðsvatna, alveg fram á vatnabakkanum. Það er einkennileg jörð að því leyti, að þar er ekkert tún, en heyskapur allur í mjög grasgefnum flóa fyrir vestan bæinn og á vatnabökkunum. Húsabakkaflói er Safamýri Skaga- fjarðar. Það er og var algengt, að meðal-sláttumaður slægi þar 70 hesta á dag með or.fi og ljá. í vorflóðum er erfitt að verja bæ og peningshús fyrir vatninu. Þá er stundum hægt að róa á pramma yfir þvert eylendi Skagai jarðar. A þessunr bæ ólst Indriði Einarsson upp fyrstu æviárin, en flest æskuár sín átti hann heima í Krossanesi í Vallhólmi, því að þangað fluttust foreldrar hans, er hann var enn á unga aldri. — Þar er sama sléttan allt urn kring sem á Húsabakka, en þó stendur bær- inn þar hærra en á Húsabakka. — Krossanes stendur skammt frá Svartá (Húseyjarkvísl), en nokkur spilda af landi jarðarinnar liggur að vestari kvísl Héraðsvatna (Söndunum). Steinn verður ekki fundinn í landareign þessara jarða. Smalarnir frá báðunr þess- um bæjuin eru á hestbaki. Sléttir bakkarnir eru öndvegis-skeið- vellir, og það er meira dauðyflið, sem lætur ekki hestinn sinn spretta úr spori þar á bökkunum. Enginn liáls eða hæð er til í landareigninni. Fjöllin blasa við í nokkurri fjarlægð í austri, suðri 1) Á þessutn fundi talaði einn um hann sem templar, annar um hann sem höfUnd og þriðji iim manninn I. E., og það gerði ég. — B. T.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.