Stígandi - 01.04.1945, Page 11

Stígandi - 01.04.1945, Page 11
INDRIÐI EINARSSON Eftir BRYNLEIF TOBIASSON Erindi, flutt á fundi í st. Verðandi nr. 9. í Rvík á minningarkveldi uni I. E. 30. apríl 1943.1) FYRIR 92 árum íæddist hjónunum á Húsabakka í Skagafirði sveinn, skömmu eftir sumarmálin. Hann var vatni ausinn nokkrum dögum síðar, og hlaut í skírninni nafnið Indriði. Móðir lians hét Euphemía, dóttir Gísla Konráðssonar, mikilvirkasta sagnaritara í bændastétt á íslandi á 19. öld, og fyrri konu hans Euphemíu llenediktsdóttur, en hún var dótturdóttir Jóns pró- fasts Jónssonar á Hjaltastöðum í Skagafirði, ins lærðasta manns. Faðir Indriða var Einar bóndi á Húsabakka, sonur Magnúsar Magnússonar, prests í Glaumbæ, og seinni konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur Vídalín, klausturlialdara á Reynistað. Húsabakki stendur við vestari kvísl Héraðsvatna, alveg fram á vatnabakkanum. Það er einkennileg jörð að því leyti, að þar er ekkert tún, en heyskapur allur í mjög grasgefnum flóa fyrir vestan bæinn og á vatnabökkunum. Húsabakkaflói er Safamýri Skaga- fjarðar. Það er og var algengt, að meðal-sláttumaður slægi þar 70 hesta á dag með or.fi og ljá. í vorflóðum er erfitt að verja bæ og peningshús fyrir vatninu. Þá er stundum hægt að róa á pramma yfir þvert eylendi Skagai jarðar. A þessunr bæ ólst Indriði Einarsson upp fyrstu æviárin, en flest æskuár sín átti hann heima í Krossanesi í Vallhólmi, því að þangað fluttust foreldrar hans, er hann var enn á unga aldri. — Þar er sama sléttan allt urn kring sem á Húsabakka, en þó stendur bær- inn þar hærra en á Húsabakka. — Krossanes stendur skammt frá Svartá (Húseyjarkvísl), en nokkur spilda af landi jarðarinnar liggur að vestari kvísl Héraðsvatna (Söndunum). Steinn verður ekki fundinn í landareign þessara jarða. Smalarnir frá báðunr þess- um bæjuin eru á hestbaki. Sléttir bakkarnir eru öndvegis-skeið- vellir, og það er meira dauðyflið, sem lætur ekki hestinn sinn spretta úr spori þar á bökkunum. Enginn liáls eða hæð er til í landareigninni. Fjöllin blasa við í nokkurri fjarlægð í austri, suðri 1) Á þessutn fundi talaði einn um hann sem templar, annar um hann sem höfUnd og þriðji iim manninn I. E., og það gerði ég. — B. T.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.