Stígandi - 01.04.1945, Page 34

Stígandi - 01.04.1945, Page 34
128 VEÐMÁLIÐ STÍGANDI Ég var svo önnum kafinn, að ég gaf mér ekki tíma til þess að hugsa nokkuð um þetta heimskulega veðmál okkar. En svo var það kvöld eitt um miðja vikuna næstu á eftir, að ég mætti Bínu á götunni. Mér virtist hún ætla að sniðganga mig, en ég kom í veg lyrir það og tók hana tali. Hvar geymirðu kærastann núna? spurði ég. Hvernig ætti ég að vita um Iiann? svaraði liún stutt. Svar hennar var þannig, að ég fór að virða hana betur fyrir mér. Ég sá strax, að Iienni var óvenju-mikið brugðið. Eg hefi ekki séð Níels í marga daga, sagði ég og lagði niður alla gamansemi. En nú þarf ég endilega að tala við hann. Eigum við ekki að ganga heim til hans? Ekki ég, anz.aði Bína. Hún gekk svo hratt, að ég átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Er hann ekki heima? Veit það ekki. Jú, hann var heima fyrir stuttu síðan. Líklega er hann heima enn. Illur grunur fór að skjóta upp höfðinu í huga mínum. Það var eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Jakobína var ekki lík því, sem hún var vön að vera. Mig langar til þess að leggja fyrir þig nokkuð nærgöngula spurningu, sagði ég. En ég ætla að taka það fram, að þú þarft ekki að svara henni frekar en þér sýnist. — Hefir eitthvað óþægilegt komið fyrir á nrilli ykkar Níelsar? Eitthvað verulega slæmt? Hún svaraði ekki fyrr en eftir góða stund, en á meðan héldum við áfram. Víst hefir eitthvað komið fyrir, byrjaði hún, og ég heyrði, að hún barðist við grátinn. En ég veit bara ekki, hvað það er, sem hefir komið fyrir. En það er eitthvað slæmt. Við — við Níels erum ekki trúlofuð lengur. Viltu trúa mér fyrir því, hvernig þetta hefir atvikazt? spurði ég. Þú veizt, að ég er bezti vinur Níelsar, og þinn líka. Ekki hér, anzaði hún. Ekki úti á götu. Við erum komin nærri heim til mín, sagði ég. Komdu inn og segðu mér allt af létta. Hún samþykkti það með þögn. Við fórum heirn, og ég sá um, að það færi vel um hana í bezta stólnum. Hún var mjög stúrin á svipinn, en þó kannske minna en vænta mátti. Segðu mér nú allt af létta, sagði ég. Ég hefi ekkert skilið í honum Níelsi undanfarna daga, byrjaði

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.