Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 105

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 105
105MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 „Það er einhver góðlátleg kímni og væntumþykja fólgin í bókum Jules Verne, tónn sem minnir á afa og ömmu eða sagnaskemmtun fyrri tíma. Höfundurinn fræðir lesand- ann og skemmtir honum um leið, tvinnar saman gagn og gaman svo vísað sé til grundvallarrits lestrar- kunnáttu minnar kynslóðar. Raun- ar hefðu orðin gagn og gaman allt eins getað verið einkunnarorð Ver- nes sem rithöfundar, því segja má að þau séu fagurfræði verka hans í hnotskurn.“ Þannig hefst eftirmáli Friðriks Rafnssonar að skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne (1828-1905) - „Ferðin að miðju jarðar.“ Bókin hefur nú komið út í nýrri þýðingu Friðriks. Þar þýð- ir hann þetta þekkta verk óstytt og óbreytt beint úr franska frummál- inu. Þekkt verk með áhuga- verða skírskotun Líklega hefur engin heimsfrægari skáldsaga en þessi átt upphaf sitt á Vesturlandi. Snæfellsjökull er vafa- lítið eitt þekktasta kennileiti Vest- urlands. Hann er réttilega gam- alt eldfjall. Það hlýtur að teljast skemmtilegt að þó gígur Snæfells- jökuls sé hulinn íshettu þá er í dag hellir við rætur hans sem vissulega liggur niður í iður jarðar. Það er Vatnshellir við Purkhól í Þjóðgarð- inum Snæfellsjökli, djúpur hraun- hellir sem hefur notið mikilla vin- sælda ferðamanna eftir að hann var opnaður fyrir fáeinum misserum síðan. Tilvist þessa nýja náttúru- undurs ætti að auka ánægju margra yfir því að þessi sígilda saga Jules Verne skuli komin út að nýju. „Ferðin að miðju jarðar“ hefur löngum verið þekkt skáldverk hér á landi. Bæði hefur sagan komið út í styttri útgáfum og kvikmyndir eftir henni hafa komið fyrir sjónir landsmanna. Það þarf ekki að koma á óvart því bókin fjallar um ferð of- urhuga sem fara niður í iður jarðar um gíg Snæfellsjökuls. Skrautlegur sérvitringur leggur í þetta ferðalag með frænda sínum. Upphafið er að þeir finna gamalt skjal sem grein- ir frá því að íslenski fræðimaðurinn Arne Saknussemm (Árni Magnús- son) hafi að öllum líkindum lagt í ferð inn að miðju jarðar fyrir margt löngu. Félagarnir leggja af stað til Íslands og hitta þar einn eyjar- skeggja, Hans að nafni. Það með hefst svaðilförin niður um gíg hins kulnaða eldfjalls Snæfellsjökuls og það verður upphafið á hriklegum ævintýrum sem hafa heillað les- endur allar götur síðan bókin kom fyrst út í Frakklandi fyrir 164 árum síðan, árið 1864. Skemmtisaga með fræðsluívafi Bókin er örðum þræði ævintýra- saga og vísindaskáldsaga. „ Það ætlunarverk Vernes að skemmta lesand- anum og uppfræða hann um leið gengur eins og rauður þráð- ur í gegnum þær hartnær sjötíu bæk- ur sem hann skrif- aði á lífsleiðinni, auk allmargra leikrita og smásagna. Það tókst honum svo sannar- lega, því hann hef- ur fyrir löngu öðl- ast alþýðuhylli um heim all- an og varanlegan sess í heimsbók- menntunum. Verk hans eru með- al þeirra vinsælustu og mest þýddu í veröldinni (aðeins verk Agöthu Christie eru þýdd á fleiri tungu- mál) og þau hafa margoft ver- ið gefin út í styttum útgáfum fyr- ir börn og fullorðna, með eða án mynda, og notuð sem efniviður í fjölmargrar kvikmyndir, sjónvarps- þætti, leikrit, tónverk og tölvuleiki. Þar hefur tekist misvel til eins og gengur, en eftir standa sjálf verkin óhögguð eins og höfundurinn gekk frá þeim, menningargersemar sem teljast nú sígildar,“ skrifar Friðrik Rafnsson. Þýðandinn segir einnig í eft- ir mála sínum: „Sú manneskja sem fer með opnum huga inn í undra- verönd Jules Verne kemur þaðan út ívið stærri og margs vísari um mannlífið og veröldina, rétt eins og allar þær stórskemmtilegu og lit- ríku persónur sem hann bjó til. Það er því einlæg von mín að Íslend- ingar hafi nokkurt gagn og tals- vert gaman af því að geta nú lesið þessa sögu óstytta á móður- málinu, þýdda úr frummál- inu, frönsku, eftir uppruna- legu útgáfunni.“ Vigdís skrifar for- mála Formáli bókarinnar er skrif- aður af Vigdísi Finnbogadótt- ur. Þar skrifar hún meðal ann- ars: „Óhjákvæmilegt er að velta fyrir sér hvers vegna Ís- land verður einmitt sögusvið í svo snemmborinni franskri vís- indaskáldsögu. Er það vegna þess að Frakkar þekktu bet- ur til Íslands en aðrar þjóðir á meginlandinu á þeim árum sem „Ferðin að miðju jarðar“ er skrifuð, vegna Gaimard-leið- angursins og franskra skútu- siglinga og fiskveiða við Ísland? Og hvers vegna Snæfellsjökull? Á því getur varla leikið vafi að Snæfellsjökull hefur í allri sinni ísdýrð fyrr á tímum verið viti fyrir sjófarendur, sem þurftu að elta þorsk í öllum veðrum vestur af landinu,“ skrifar Vigdís Finn- bogadóttir fyrrum forseti meðal annars í inngangsorðum sínum. mþh Sígild skáldsaga um leyndardóma Snæfellsjökuls endurútgefin í nýrri þýðingu Gengið niður í gíg Snæfellsjökuls. Bókina prýða teikningar franska listamannsins Édouard Riou. Þessar sömu myndir voru í verkinu þegar það kom fyrst út í endanlegri bókarútgáfu í Frakklandi árið 1867. Kápumynd bókarinnar. Höfundurinn Jules Verne sem gerði Snæfellsjökul heimsfrægan í sígildri skáldsögu sinni. Skopmyndateiknari: Bjarni Þór Bjarnason Höfundur: Dagbjartur Dagbjartsson Bráðsmellin bók sem passar ótrúlega vel í jólapappír! Fæst í betri bókaverslunum og hjá útgefanda. www.skessuhorn.is Jólabók vísnaáhugafólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.