Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 53

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 53
S M A S J A I N Einhleypir og fráskildir notfæra sér heilbrigðisþjónustuna síst Ungt fólk hefur sjaldnar en aðrir ald- urshópar heimilislækni sem það þekkir, fólk á miðjum aldri á erfiðast með að kom- ast frá verkefnum sínum ef leita þarf læknis, aðgangur að heilbrigðisþjónustu er lakastur meðal einhleypra og fráskilinna og íbúar dreifbýlis mæta verulegum hindrunum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta er meðal nið- urstaðna í rannsókn Háskóla íslands og landlæknisembættisins frá haustinu 1998 en henni stjórnaði Rúnar Vilhjálmsson pró- fessor. Rannsóknin byggist á úrtaki 1.924 íbúa um land allt á aldrinum 18 til 75 ára. Stuðst var við erlendar og innlendar við- miðanir sérfræðinga og mat svarenda sjálfra á þörf fyrir þjónustu við mat á því hvort notkun á heilbrigðisþjónustu sam- ræmdist þjónustuþörf einstaklinga og hópa. Aætluð vannotkun læknisþjónustu í veikindum er mest hjá yngsta aldurs- hópnum, 18-24 ára, og áætluð vannotkun fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu er einnig mest hjá þeim hópi. Þá hafa ein- staklingar í yngsta hópnum oftar en aðrir (32%) frestað eða fellt niður heimsókn til læknis sem þeir telja þörf fyrir og segjast 13% þeirra hafa frestað læknisheimsókn af kostnaðarástæðum. Sé litið á kynin hafa fleiri konur en karlar heimilislækni sem þær þekkja með nafni, einhleypir eru sjaldnast með heim- ilislækni og fráskildir telja sig eiga erfið- ast með að komast til læknis. Aætluð van- notkun læknisþjónustu í veikindum er mest meðal einhleypra og fráskilinna. Mestar gloppur í blóðþrýstingseftirliti og leghálsskoðunum er að finna meðal ein- hleypra en ekkjur fara sjaldnast í brjósta- skoðanir. Þá eru fráskildir líklegastir allra hjúkskaparstétta til að fresta eða fella niður heimsókn til læknis en einhleypir koma næst á eftir. Má því segja að ein- hleypir og fráskildir nýti sér síst heil- brigðisþjónustuna. Fólk á vinnumarkaði og barnaforeldr- ar hafa lakara aðgengi að heilbrigðis- þjónustunni og nota hana síður í veikind- um en fólk sem ekki er á vinnumarkaði og fólk sem ekki hefur fyrir börnum að sjá. Lítill munur er á aðgengi eftir mennt- un en niðurstöðurnar sýna að lágtekju- fólk hefur lakara aðgengi að heilbrigðis- þjónustu. í skýrslu um niðurstöðurnar kemur fram að margar ástæður geta verið fyrir þessum mun á aðgengi að heilbrigðis- þjónustu, sumar tengist viðhorfum og fjölskylduaðstæðum, aðrar veikindarétt- indum og enn aðrar tengist heilbrigðis- þjónustunni. í tillögum til úrbóta eru færð rök að því að árangursríkustu leið- irnar séu þær að bæta sjúkratryggingar og styrkja heilsugæslukerfið meðal annars til að tryggja að allir hafi heimilislækni. Þá geti aukin almenningsfræðsla um heilsu- far og þjónustu í heilsugæslunni einnig skipt máli. Einar Thoroddsen stjórnar handauppréttingum ú Lœknadögum. Fjölmenni á Læknadögum ■ Læknadagar stóðu vikuna 17. til 21. janúar og lauk þeim með ráð- stefnu Samtaka um krabbameins- rannsóknir á íslandi. Fóru fundir fram bæði að Hlíðasmára og á Hótel Loftleiðum. Auk erinda á málþingum var lyfja- og áhaldasýning lyfjafyrir- tækja. Fjölmörg efni voru tekin fyrir á málþingum læknadaga og má nefna tengsl skurðlækninga við vefja-, meina- og sýklafræðina, nýjungar í meðferð á æðasjúkdómum, kosti og galla sýklalyfjameðferðar, með- ferð illkynja blóðsjúkdóma, nýj- ungar í ofnæmis- og ónæmisað- gerðum, stöðu og árangur líffæra- flutninga, nýjungar í húðlækning- um og nýjungar og framtíðarhorfur í kvenlækningum. Samtök um krabbameinsrannsóknir héldu sér- stakt málþing á síðasta degi lækna- daga sem hélt síðan áfram á laugar- deginum í húsnæði Krabbameins- félagsins. Var þar rætt um fjölmarg- ar hliðar á rannsóknum á hinum ýmsu krabbameinum og fulltrúar líftæknifyrirtækjanna Urðar, Verð- andi, Skuldar og Islenskrar erfða- greiningar gerðu grein fyrir hlut- verki fyrirtækjanna í krabbameins- rannsóknum. I framkvæmdanefnd læknadaga sitja Stefán B. Matthíasson, for- maður Fræðslustofnunar lækna, Hannes Petersen, framkvæmda- stjóri framhaldsmenntunarráðs læknadeildar Háskóla íslands, og Ari Jóhannesson, stjórnarmaður í Fræðslustofnun. Margrét Aðal- steinsdóttir er ritari nefndarinnar. Góð aðsókn var að læknadögum og þykir mönnum tímasetning þeirra hentug en nefna má að árshátíð LR var haldin í beinu framhaldi. Læknablaðið 2000/86 127 L

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.