Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 66

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ Bjarni Jónasson skrifar Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfsíma 564 4106 eða á netfang: bjarni.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Ein myndanna á sýning- unni Hláturgas sem hangir uppi á Landspítalanum. Texti: - Aldur? Áttu við núna eða þegar við komum? Nýr pistill - nýr vettvangur Eitt af pví uúfasta sem ég veit er að heyra „einn góðan“. Ég get ekki neitað því að mér þótti það nokkuð fyndið, þegar Birna og Þröstur fóru þess á leit við mig að taka þátt í að ýta úr vör pistli um læknaskop í Læknablaðinu. Því ekki, maður hefur hvort eð er svo lítið fyrir stafni þessa dagana! Ætlunin er að skapa hér vettvang fyrir lækna og jafnvel aðra lesendur Læknablaðsins til að birta efni sem tengist læknum, starfsumhverfi þeirra, samstarfsfólki og bara heilbrigðiskerfinu yfirleitt. Það sem kemur mönnum hér fyrir sjónir á helst að vera skemmtilegt og vekja jákvæðar til- finningar. Það má aldrei vera særandi eða mein- legt. Efnið getur verið margs konar, til dæmis gam- ansögur, brandarar, ljósmyndir, teikningar, kveð- skapur og síðast en ekki síst smellinn texti. Við er- urn að tala um læknaskop (á erlendum málum „medical humour“ og „medisinsk hurnor"). Eftir áratuga starf sem læknir get ég vitnað um það, að fáar ef nokkrar starfsgreinar geta státað af jafn mörgum og jafn miklum húmoristum og læknar. Ég get fullyrt, að eftir öll árin í starfi hef ég aldrei hitt leiðinlegan kollega. Dagsatt! Þeir geta hins vegar verið misskemmtilegir, en það er allt annar handleggur! Efniviðurinn ætti því að vera nægur til að halda úti pistli í þessum anda. Af stað höld- um við, ágætu kollegar, undir merkjum léttleika og bjartsýni. Ég treysti á ykkur að senda efni í Broshornið, því án ykkar aðstoðar er ég hræddur um að þetta geti orðið þunnur þrettándi. Hláturgas - læknaskop frá vöggu til grafar í byrjun janúar var öllum læknum á Islandi send vegleg bók upp á 76 blaðsíður með þessum titli. GlaxoWellcome er aðalstyrktaraðili við útgáfuna og íslenska menningarsamsteypan Art.is framleiðandi. Þá er varaforseti Nordisk Selskap for Medisinsk Humor ráðgjafi um efnisval. Aðaluppistaðan er teiknaðar skopmyndir með texta eftir fjölmarga lista- menn, bæði erlenda og innlenda. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynnast ákveðinni tegund læknaskops. Þegar þetta er ritað er ekki Ijóst hvaða viðtökur bók- in hefur fengið, en hauspokinn er hafður við hend- ina! Hláturgas 2000 Rúmlega 60 myndir úr bókinni Hláturgas - lœkna- skop frá vöggtt til grafar hafa verið valdar til stækkun- ar og eru uppistaðan í sýningunni Hláturgas 2000, sem opnuð var á Landspítalanum 14. janúar síðastlið- inn að viðstöddum fulltrúum úr Heilbrigðisráðuneyt- inu og öðrum meginstoðum heilbrigðisþjónustunnar á íslandi. Ráðherra gat því miður ekki verið við opn- unina og var sárt saknað. Hún á hrós skilið fyrir það hve jákvæð hún hefur verið í garð læknaskops, enda góður húmoristi sjálf. Ahugi heilbrigðisyfirvalda á mikilvægi þess að nota skopið innan heilbrigðisgeir- ans er lofsverður og ber vott um víðsýni. Á tímabilinu 14. janúar til 16. desember 2000 mun sýningin Hlátur- gas 2000 verða hengd upp á 10 sjúkrastofnunum um allt land. Þá mun starfsfólki og öllum þeim sem heim- sækja þessar stofnanir gefast færi á að njóta teikni- myndahetjunnar Hermanns og félaga. Enginn verður svikinn af því. Mús í munninum Kona nokkur hringdi í öngum sínum til læknisins og bar sig illa. „Þú verður að hjálpa mér, læknir,“ æpti hún í símann. „Maðurinn minn sofnaði, fór svo að hrjóta og þá skaust mús upp í munninn á honum.“ „Vertu róleg," sagði læknirinn, „skerðu bara vænan bita af osti og haltu honum fyrir vitum bóndans. Það ætti að duga.“ „Alll í lagi,“ sagði konan, „en ég held ég reyni nú með fiskbita fyrst.“ „Það held ég að dugi nú skammt, því ég er hræddur um að músin líti ekki við fiskinum." „Ég er svo sent alveg sammála því,“ sagði konan, „en ég held að músin hreyfi sig alls ekki, ef við náum ekki kettinum út fýrst.“ 138 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.