Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 88
UMRÆÐA & FRETTIR / IÐORÐAPISTILL 153
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johaimhj@landspitali.is
í 150. pistli (Lbl 2002; 88: 935) var rætt um vitundar-
vakningu sem vekur athygli á einkennum eða áhættu-
þáttum tiltekins sjúkdóms. Með vitundarvakningu
eru menn gjarnan fræddir um ýmsar breytingar sem
gera má á mataræði eða lífsstíl til að draga úr sjúk-
dómsáhættu. Sömuleiðis er vakin athygli á ýmsum
líkamlegum einkennum sem gætu bent til sjúkdóms á
byrjunarstigi og ættu að leiða fólk til læknis, þannig
að nákvæm greining fari fram og meðferð geti hafist
á fyrstu stigunum í ferli sjúkdóms. í tengslum við
vitundarvakningu má einnig gera sérstaka leit að
áhættuþáttum, vægum einkennum eða beinum sjúk-
dómsmerkjum.
Skimun
Tilefni fyrri umræðu var fyrirspurn um hvenær nota
ætti heitið skimun. Undirritaður leggur til að enska heit-
ið screening verði þýtt með íslenska orðinu skimun.
Góðar lýsingar á hugtakinu er að finna í læknisfræði-
orðabókum Dorlands: rannsókn eða prófun á hópi
einstaklinga til að aðgreina þá sem eru heilbrigðir frá
þeim sem eru með ógreindan sjúkdóm eða galla eða
eru í mikilli áhœttu, og Stedmans: skoðun á hópi ein-
staklinga, sem oftast eru einkennalausir, venjulega með
því að beita ódýru greiningarprófi til að greina þá sem
hafa miklar líkur á að vera með tiltekinn sjúkdóm.
Augljóst virðist af þessu að skimunin er almenn
leit að vægum einkennum eða áhættuþáttum en ekki
sértæk greining. Áherslan er á að aðgreina hópa
manna, en ekki að greina einstaka sjúklinga nákvæm-
lega. Skimuninni skal hins vegar fylgt eftir með sér-
stökum greiningaraðgerðum hjá þeim einstaklingum
sem lenda í tilteknum áhættuhópum. Minnt er á að
sögnin að skima merkti upphaflega að líta í kringum
sig, skyggnast um, horfa.
Kembileit
Verði þessi breyting gerð þarf að endurskoða aðrar
færslur í íðorðasafni lækna. Þar á meðal er heitið
kembileit, sem undirritaður vill láta nota um ná-
kvæma sjúkdómsleit, til dæmis krabbameinsleit, sem
gerð er hjá öllum einstaklingum á tilteknum aldri
með því að beita viðeigandi rannsóknaraðferð. Pessi
tillaga er grundvölluð á þeirri tilfinningu undirritaðs,
sem ekki verður studd með óyggjandi tilvitnunum í
orðabækur, að sögnin að kemba feli í sér ítarlegri
verknað en sögnin að skima. Auðvitað getur stundum
verið erfitt að ákvarða í hvorn flokkinn tiltekin
læknisfræðileg leit skuli falla, flokk kembiieita eða
flokk skimunaraðgerða, og skal ekki gert lítið úr
þeirri ákvörðun. Hugmyndin snýst um það að þörf sé
fyrir heiti sem aðgreina almennar yfirlitsaðgerðir frá
þeim sem eru ítarlegar og sértækar. Með vel aðgreind-
um heitum má gefa til kynna, bæði fyrir almenningi
og heilbrigðisstarfsmönnum, hvers eðlis tiltekin leit
er, hvort hún felur í sér almenna skimun eða fín-
kembingu.
Skönnun
Sömuleiðis þarf að breyta þýðingu Iðorðasafnsins á
ensku heitunum scan, scanner og scunning. en við
þýðingar á þeim urðu til íslensku orðin skima, skim-
ari og skimun. Óhætt er að horfast í augu við það að
sögnin að skanna hefur náð fótfestu í íslensku lækna-
máli í þeim tilvikum þar sem sögin to scan er notuð á
ensku. í Islenskri orðabók Eddu frá 2002 má finna
nafnorðið skanni: tæki til að skanna og sögnina
skanna: 1. láta tæki lesa textasíður og myndir og um-
breyta þeim á tölvutœkt form 2. óforml. renna augun-
um hratt yfir (e-ð). I Ensk-íslenskri orðabók Arnar
og Örlygs má sömuleiðis finna ítarlegar útskýringar á
fyrrgreindum heitum þar sem íslensku orðin skanna
(s.), skanni (n.) og skönnun (n.) koma fyrir og virðast
fyllilega viðurkennd.
Lagt er því til að umræddar færslur íðorðasafnsins
verði þannig: 1 scan so. skanna, scanner no. skanni.
scanning no. skönnun. Pá er eftir nafnorðið scan.
Samkvæmt læknisfræðiorðabók Dorlands er það notað
um gögnin eða myndina sem verður til við skönnun á
tilteknu líffæri, svo sem brain scan, kidney scan og
thyroid scan. Læknisfræðiorðabók Stedmans tekur í
sama streng, en vísar eingöngu í tæknina sem beitt er:
CT scan, radionuclide scan og ultrasound scan. Að
teknu tilliti til beggja sjónarmiða gætu færslur íðorða-
safnsins orðið þannig: 2. scan no. skannamynd,
skannagögn. Mynd eða gögn sem verða til við notkun
skanna. 3. scan no. skönnunarmynd, skönnunargögn.
Mynd eða gögn sem verða til við skönnun.
Eftirlit
Við umræður um skimun og kembileit vakti Ásgeir
Theodórs, læknir, einnig athygli á að þýðingu vantaði
á orðinu surveillance, sem hann vildi fá inn í íðorða-
safn lækna. Þar er eingöngu birt nafnorðið survey
sem þýtt er með íslenska orðinu könnun. Ensk-ís-
lensk orðabók Arnar og Örlygs gefur fleiri þýðingar-
möguleika: 1. athugun, skoðun, rannsókn, könnun.
2. yfirlit, yfirsýn. 3. formleg könnun. 4. landmœlingar.
5. uppdráttur, kort (yfir e-ð); landmœlingakort. Sur-
veillance er hins vegar þýtt sem 1. eftirlit. 2. umsjón,
forrœði. Ásgeir notar þetta enska heiti um það að
fylgjast með sjúkdómseinkennum eða þáttum sem
hafa áhrif á tiltekinn sjúkdóm, til dæmis við eftirlit hjá
fólki sem hefur ættarsögu um sjúkdóminn. Læknis-
264 Læknablaðið 2003/89