Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 8

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 8
RITSTJÓ RNARGREINAR fram á að hagkvæmara væri að flytja meðferðina til íslands að því gefnu að fjöldi sjúklinga á ári færi yfir ákveðin mörk. Heilbrigðisráðherra tók svo af skarið í maí 2003 og veitti leyfi fyrir því að Tryggingastofnun ríkisins og LSH gerðu með sér samning um þetta efni. A spítalanum var strax farið í undirbúning þessa verkefnis. Tvær einingar hafa borið hitann og þung- ann af verkefninu en það eru blóðlækningadeild og Blóðbankinn. í byrjun var lögð áhersla á að ákveða hvaða ábend- ingar væru fyrir meðferðinni og hefur þar verið fyrst og fremst verið stuðst við þær línur sem Evrópusam- tökin um blóð- og beinmergflutning hafa sett (Euro- pean Blood and Marrow Transplantation, EBMT). Einnig var farið mjög ítarlega yfir öll öryggisatriði bæði er varðar meðhöndlun græðlingsins og ekki síst sjúklinganna sjálfra. Jafnframt hefur verið unnið að fræðslu starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Nú hefur tekist að safna stofnfrumum úr sjö sjúk- lingum. Hjá einum sjúklingi til viðbótar var reynd söfnun sem tókst ekki þar sem stofnfrumur reyndust fáar í blóði. Alls hafa fjórir sjúklingar fengið há- skammtameðferð og sínar eigin stofnfrumur til baka. Þeir eru allir útskrifaðir við ágæta heilsu. Meðferðin hefur gengið vel og án allra óvæntra fylgikvilla. Það er ánægjulegt að háskammtameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu skuli hafa farið vel af stað hér á íslandi. Mikilvægt er að þessi þróun haldi áfram og tryggt sé að gæði meðferðarinnar séu eins og best verður á kosið. Landspítali tekur þátt í samstarfi EBMT í þessu efni. Ahersla er lögð á að fylgja þeim ábendingum, viðmiðum og gæðastöðlum sem þar eru sett. Þannig á að vera hægt hér á landi að framkvæma meðferðina með sambærilegum árangri og gerist í löndunum í kringum okkur. Þetta verkefni er lyfti- stöng í meðferð illkynja blóðsjúkdóma á Landspítala en síðast en ekki síst kemur það íslenskum sjúkling- um og aðstandendum þeirra til góða í erfiðri baráttu við illvíga sjúkdóma. Heimildir 1. Blume KG, Forman SJ, Appelbaum FR. Thomas' Hemato- poietic Cell Transplantation. Blackwell Publishing 2004: 11. 2. Statistical Summary of EBMT Database March 2004. EBMT, The European Group for Blood and Marrow Transplantation. www.EBMT.org 3. Newsletter, Summary Slide Edition. Report on State of the Art in Blood and Marrow Transplantation - Part 1 of the IBMTR/ ABMTR Summary Slides with Guide. www.IBMTR.org 4. Jensdóttir M, Haraldsdóttir V, Bjömsdóttir J, Jónmundsson GK, Reykdal S. Mergskipti og eigin stofnfrumuígræðsla. Ár- angur meðferðar íslenskra sjúklinga 1981-1999. Rannsóknar- verkefni við læknadeild HÍ, 2000. 372 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.