Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / HAGKVÆMNI BÓLUSETNINGAR Kostnaðarhagkvæmnisgreining á bólusetningu gegn meningókokkum C á Islandi Guðmundur I. Bergþórsson' HAGFRÆÐINGUR Þórólfur Matthíasson2 HAGFRÆÐINGUR Dli. POLIT. Þórólfur Guðnason3 SÉRFRÆÐINGUR í BARNA- OG SMITSJÚKDÓMALÆKNINGUM Haraldur Briem1 SÉRFRÆÐINGUR í SMIT- SJÚKDÓMALÆKNINGUM Ágrip Meningókokkar C eru bakteríur sem valda heila- himnubólgu og alvarlegri blóðsýkingu. Á íslandi má búast við því að árlega sýkist 8-15 einstakiingar af völdum þeirra og um 10% þeirra deyi. Að fengnu samþykki stjórnvalda gekkst sóttvarnalæknir fyrir bólusetningarátaki fyrir aldurshópinn sex mánaða til 19 ára sem hófst á árinu 2002. Markmið rannsóknar- innar sem hér er kynnt er að meta kostnaðarhag- kvæmni átaksins. Kostnaðarhagkvæmnisgreiningin er gerð út frá sjónarhóli íslenska ríkisins. Kostnaður á hvert unnið lífár er notaður sem mælikvarði á ár- angur. Greiningin leiðir í ljós að kostnaður á hvert hindrað tilfelli er 618.000 krónur og kostnaður á hvert unnið lífár er 101.000 krónur. Til samanburðar er kostnaður á hvert hindrað tilfelli 2.481.000 krónur og kostnaður á hvert unnið lífár er 857.000 krónur í Englandi og Wales. Niðurstöður okkar benda til að bólusetning gegn meningókokkum C sé mjög kostn- aðarhagkvæm en lægri kostnaður á Islandi skýrist fyrst og fremst af því að ódýrara er að ná til þeirra sem á að bólusetja hér á landi en í Englandi og Wales. 'Landspítala Eiríksgötu 5, 2Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, 3Landlæknisembættinu. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðmundur I. Bergþórsson, Landspítala Eiríksgötu 5,101 Reykjavík. Sími 543 1200. gudmunbe@lsh.is Lykilorð: bólusetning gegn meningókokkum C, sýking af völdum meningókokka, kostnaðarhagkvœmnisgreining. Inngangur Á íslandi hafa á síðustu 10-15 árum greinst um 15-20 einstaklingar árlega með alvarlegar sýkingar af völd- um meningókokka og er tíðnin hér á landi af men- ingókokkasjúkdómi, og einkum af völdum hjúpgerð- ar C, ein sú hæsta sem þekkist í Evrópu (mynd 1 og 2). Hér á landi hafa hjúpgerðir B og C verið þær sem oftast valda ofangreindum sýkingum og á síðustu ár- um hafa sýkingar af völdum hjúpgerðar C færst í vöxt (mynd 3). Á árunum 2001 og 2002 greindust 13 ein- staklingar hvort ár með sýkingu af völdum meningó- kokka C. Dánartíðni af völdum meningókokkasýk- inga er um 10% og ætla má að önnur 10-20% fái alvar- leg mein eftir sýkinguna (1,2). Fram að þessu hefur ekki verið til nægilega gott bóluefni gegn meningókokkum til nota hjá börnum en nýlega komu á markað próteintengd bóluefni gegn meningókokkum C sem notuð hafa verið á Englandi og írlandi frá 1999 með góðum árangri (3). Á árinu 2002 ákváðu íslensk stjórnvöld að hrinda af stað bólusetningarátaki gegn meningókokkum C hjá einstaklingum á aldrinum sex mánaða til og nteð 19 ára, eða alls um 82.500 einstaklingum (4). Verk- efnisáætlunin miðaði að því að bólusetja hópinn inn- ENGLISH SIIMMARY Bergþórsson Gl, Matthíasson Þ, Guðnason Þ, Briem H Cost-effectiveness analysis on meningococca serogroup C vaccination Læknablaðið 2004; 90: 379-83 Meningococci C are bacteria that can cause meningitis and severe bacteremia. In lceland 8-15 cases of meningo- coccal disease can be expected annually. The case fatality ratio is approximately 10%. After the approval of the lcelandic government The State Epidemiologist started a vaccination campaign for all individuals from 6 months to 19 years of age in the country. The purpose of this investigation is to evaluate the cost effectiveness of the vaccination programme. The cost effectiveness is made from the viewpoint of the lcelandic state. The cost per year saved is used as a marker for success. The cost effective- ness analysis reveals that the cost per case avoided is 618.000 lcelandic kronas and the cost per life year saved is 101.000 lcelandic kronas. In comparison the cost per case avoided is 2.481.334 lcelandic kronas and the cost per life saved is 857.483 lcelandic kronas in England and Wales. We conclude that vaccination against meningococci C is very cost effective but lower cost in lceland can mainly be explained by lower cost of distributing and administering the vaccine to the vaccinees in lceland compared to England and Wales. Key words: meningococcat C vaccination, meningococcal disease, cost-effectiveness analysis. Correspondance: Guðmundur I. Bergþórsson, gudmunbe@ish.is an eins árs eftir 15. október 2002 og jafnframt var bólusetning gegn meningókokkum C felld inn í hefð- bundna ungbarnabólusetningu við sex og átta mán- aða aldur. í þessari grein er lýst kostnaðarhagkvæmni bólu- setningarátaks gegn meningókokkum C á íslandi. Aðferðir Með kostnaðarhagkvæmisgreiningu eins og hér verð- ur rætt um er kostnaður bólusetningarátaks reiknað- ur á hverl hindrað tilfelli og hvert unnið lífár. Slík greining krefst umfangsmikilla upplýsinga um aldursbundnar sýkingar og dánarlíkur bólusettra og Læknablaðið 2004/90 379
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.