Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 16

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 16
FRÆÐIGREINAR / HAGKVÆMNI BÓLUSETNINGAR FJöldi tilfella á 100.000 íbúa 16-, Irland 1997 D 1999 H 2001 1998 □ 2000 Jta_ Island England og Wales Danmörk Noregur Mynd 1. Tíðni meningókokkasjúkdóms í nokkrum lönditm Evrópu 1997-1999. Mynd 2. Tiðni meningókokkasjúkdóms í Evrópu eftir hjúpgerðum 1999. Tafla I Einingarkostnaður (á hvern sjúkling), meöferð og bólusetning. Kostnaöarþættir Bólusetning: Bóluefni Vinna viö bólusetningu Stjórnsýslukostnaður o.fl. vegna upphafsbólusetningar Árlegur stjórnsýslukostnaður Kostnaöur á einingu Meðferð sýktra: Hlutfall sýktra sem eru lagðir inn á spttala Meðallegukostnaður á dag á giörgæsludeild Meöallegukostnaöur á dag á almennri deild/barnadeild Meöallegutími á gjörgæsludeild Meöallegutími á almennri deild Fjöldi eftirfylgniheimsókna á göngudeild, meðaltal Meðalkostnaður á göngudeildarkomu Kostnaður heilbrigðiskerfisins verði faraldur Langttmakostnaður vegna vægra varanlegra afleiðinga sýkingar Langtímakostnaður vegna alvarlegra afleiðinga sýkingar 100% 237.000 kr. 71.000 kr. 2,5 dagar 7 dagar 2,5 skipti 15.000 kr. 3.000.000 kr. 2.000.000 kr. 92.000.000 kr. 1200 kr á skammt 1200 kr á skammt 3.250.000 kr. 1.000.000 kr. óbólusettra auk upplýsinga um fjárhagslegan kostn- að við bólusetningu og meðferð þeirra sem sýkjast. Langtímakostnaður vegna alvarlegra afleiðinga sýk- inga er vandreiknaður. Því er gripið til þess ráðs að styðjast við niðurstöður úr tilsvarandi breskri at- hugun (5). Verður vísað til þeirrar rannsóknar sem viðmiðunarrannsóknar í þessari grein. Sjúkdómstíðni og dánartíðni afvöldum meningó- kokka C Myndir 4 og 5 sýna aldursbundið nýgengi sjúkdóms- ins og dánartölur af völdum meningókokka C hér á landi og í Englandi og Wales. Tölurnar fyrir ísland byggja á farsóttaskrá tímabilsins 1983 til 2002 (mynd 3) en tölur fyrir England og Wales er fengnar úr við- miðunarrannsókn (5). Á grundvelli þessara upplýs- inga er það mat sóttvarnalæknis að á næstu 10 árum muni bólusetning gegn meningókokkum C koma í veg fyrir um 80-120 sýkingar, 8-12 dauðsföll og 10-30 aðrar alvarlegar afleiðingar sýkingarinnar (7). Myndir 4 og 5 sýna að sýkingar af völdum men- ingókokka C birtast með ólíkum hætti á íslandi og í Englandi/Wales. Hér á landi eru sýkingar í flestum aldurshópum algengari og dánartíðni lægri nema hjá þeim allra yngstu. Kostnaðarþœttir og kostnaðarmat í rannsókninni er aðeins tekinn til skoðunar sá kostnaður sem heilbrigðiskerfið verður fyrir en ekki tekjutap sjúklinga eða aðstandenda þeirra. Því er fyrst og fremst um að ræða mat á kostnaðarhag- kvæmni þess að bólusetja gegn meningókokkum C út frá sjónarhóli „heilbrigðiskerfisins“. Allar íslenskar kostnaðartölur eru á meðalverðlagi ársins 2002 og allur erlendur viðmiðunarkostnaður (bresk pund) er umreiknaður í íslenskar krónur á genginu 137 sem var meðalgengið 2002. Allur framtíðarkostnaður í við- miðunarrannsókninni var afvaxtaður með 3% afvöxt- unarstuðli. Þess vegna er sami afvöxtunarstuðull not- aður í reikningum sem koma fram í megintexta. Af- vöxtun (sem stærðfræðilega er andstæð aðgerð við ávöxtun) er aðferð sem hagfræðingar nota til að gera sambærilegar (8) fjárhagsstærðir sem falla til á ólík- um tímapunktum. Gert er ráð fyrir að allir einstaklingar sem raun- verulega fá meningókokkasýkingu fari á gjörgæslu- deild og dvelji þar að meðaltali í 2,5 daga. Gert er ráð fyrir að sjúklingur liggi sjö daga á almennri deild að meðaltali og komi að meðaltali 2,5 sinnum á göngu- deild til eftirlits. Þessar tölur eru byggðar á reynslu lækna en ekki á tölulegri úttekt. Eftir útskrift af sjúkra- húsi eru leiðir þeirra sem veikjast að minnsta kosti tvær; þeir sem ná sér að mestu fara í eftirmeðferð til skamms tíma en þeir sem hljóta alvarlegan skaða eru lagðir inn á stofnanir til langtímavistunar. Hér á landi hefur það verið metið að 10%-20% af þeim sem veikj- ast hljóti alvarlegan skaða (2) og er það í samræmi 380 Læknabi.aðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.