Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 41

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 41
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA inn á ári. Hlutfallslega eru sementlausu gerviliðirnir að meðaltali 6% á ári og hefur þannig farið stöðugt vaxandi. Eftir fimm ára notkun á sementlausum mjaðmargervilið er unnt að staðfesta að sjúklingar sem fengið hafa siíkan lið hefur fram til þessa ekki farnast verr en viðmiðunarhópnum. Notkun liðarins hef- ur farið vaxandi ár frá ári. Efniskostnaður gerviliðarins er 80% meiri en fyrir sementeraðan lið. Við teljum að mismunurinn skili sér með minni tilkostnaði við enduraðgerð. Tölur í sænsku mjaðmar- skránni fyrir þennan gervilið hafa sýnt ótrúlegan árangur eftir 10 ár, eða 99% lifun (survival), og er það í samræmi við okkar tölur. Af framansögðu teljum fulla ástæðu til að hvetja til áframhaldandi notkunar á sementlausum gervilið í mjöðm hjá yngri einstaklingum með gott bein. E - 11 Nýgengi sarkmeina á íslandi Kristín Jónsdóttir. Bjarni A. Agnarsson1’, Kristrún R. Benedikts- dóttir12, Jóhannes Björnsson1-2, Halldór Jónsson jrw 'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknarstofa háskólans í meina- fræði, ’bæklunarskurðdeild Landspítala Inngangur: Samkvæmt tveimur íslenskum rannsóknum á nýgengi sarkmeina, mjúkvefjasarkmeina 1955-1988 og beinsarkmeina 1955- 1974, var tíðni þeirra svipuð því sem gerist í nágrannalöndum okk- ar. Sarkmein eru mun algengari í mjúkvefjum en í beini, eða 1,8 per 100.000 íbúa fyrir karla og 1,6 per 100.000 fyrir konur, á meðan ný- gengi beinsarkmeina er 0,85 per 100.000 íbúa. Tilgangur rannsókn- arinnar er að skoða hvernig breytingar hafi átt sér stað á tímabilinu 1989-2002. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sarkmeinatilfella á rannsóknartímabilinu fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameins- félags íslands. Þar koma fram greiningarár, greiningaraldur, stað- setning (skv. ICD-10) og meingerð æxlis. Sarkmein sem komu upp annars staðar en í mjúkvefjum, til dæmis húð, brjóstum og innri líf- færum voru ekki tekin með, né þau sem eru á mörkum þess að vera illkynja, t.d. dermatofibrosarcoma protuberans. Þá voru Kaposi sarkmein undanskilin þar sem þau voru ekki tekin inn í fyrri rann- sóknir. Stuðst var við vefjaflokkun WHO. Niðurstöður: Þegar búið er að taka frá þau tilvik sem ekki falla undir rannsóknina eru eftir 134 sarcoma tilfelli, þar af 101 í mjúkvef og 33 í beini. M/F hlutfallið fyrir bæði mjúk- og beinæxli er 2:1. Meðal- aldurinn reynist 48 ár, 50 ár (0-104 ár) í mjúkvefjahópnum og 42 ár (9-76) í beinahópnum. Nýgengi sarcoma er 3,6 á 100.000 íbúa, ný- gengi STS er 1,8 fyrir konur og 3,5 fyrir karla og nýgengi beinæxla er 0,6 fyrir konur og 4,7 fyrir karla. Algengustu mjúkvefjaæxlin eru liposarcoma (24%), MFH (22%) og leiomyosarcoma (14%). Tíu mjúkvefjaæxli (10%) eru ekki greind í vefjaflokka. I beinahópnum eru chondrosarcoma algengust (19,58%) en osteosarcoma næstal- gengust (10,30%). Ályktun: Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur ekki orðið veruleg breyting á nýgengi mjúkvefjaæxla né beinæxla meðal kvenna. Hins vegar hefur orðið veruleg aukning á mjúkvefjaæxlum hjá körlum (1,8 per 100.000,1955-1988 upp Í3,5 per 100.0001989-2002). Þá hef- ur kynjahlutfallið (M:F) aukist úr 1,15:1 upp í 2:1 fyrir mjúkvefja- æxli, ekki hafa orðið breytingar á kynjahlutfalli beinæxla. E - 12 Áverkar vegna hnefaleika Brynjólfur Mogensen', Garðar Guðmundsson2 'Slysa- og bráðasvið, 2heila- og taugaskurðlækningadeild Landspít- ala Inngangun Á undanförnum árum hafa hnefaleikar verið mikið í þjóðfélagsumræðunni. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir en í lögum frá Alþingi á árinu 2002 var gefin heimild að æfa og keppa að nýju í ólympískum hnefaleikum á Islandi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga fjölda þeirra sem komu með áverka eftir hnefaleika á slysa- og bráðadeild í Fossvogi á árunum 2001-2003. Hvaða líkams- svæði sködduðust, tegund og alvarleika áverka. Efniviður og aðferðir: Leitað var í Norrænu slysa- og óhappa- skránni (NOMESCO) vegna allra sem komu á slysa- og bráðadeild Landspítala Fossvogi frá 2. janúar 2001 til og með 31. desember 2003 vegna áverka eftir hnefaleika. Niðurstöður: Alls leituðu 33 einstaklingar á þriggja ára tímabili 35 sinnum vegna áverka eftir hnefaleika. Kynskipting var ójöfn, eða 31 karlmaður og tvær konur. Hinir slösuðu voru á aldrinum 12-40 ára, þar af níu undir 18 ára aldri. Flestir virtust hljóta áverka á æfingum. Algengustu áverkar voru á úlnlið og hendi 14, andlit og höfði níu, á brjóstkassa sjö, á ökkla og fæti þrír og öxl og upphandlegg tveir. Langflestir, eða 25, hlutu litla áverka, sjö hlutu meðaláverka og einn var lagður inn með lífshættulega blæðingu. Umræða: Á fjórða tug einstaklinga hafa komið á slysa- og bráðadeild á síðastliðnum þremur árum vegna áverka sem þeir hlutu við æfingar eða keppni í hnefaleikum. Karlar eru í miklum meirihluta. Áverkarn- ir eru flestir litlir en einn hlaut lífshættulega blæðingu. Með fjölgun iðkenda má búast við verulegri aukningu á fjölda áverka. E - 13 Hálstognun í Reykjavík - 30 ára yfirlit Brynjólfur Mogensen', Ragnar Jónsson2 'Landspítali, 2Orkuhúsið Inngangur: Hálstognun er ein algengasta greiningin á slysa- og bráðadeild. Oftast er hálstognun tengd umferðarslysum. Alvarleiki áverkans, samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum - áverkastig (ab- breviated injury scale)(AIS), er talinn lítill en í vestrænum löndum er hálstognun mjög kostnaðarsöm. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun hálstognunar- áverka í Reykjavík síðastliðin 30 ár. Efniviður og aðferðir: Leitað var í slysaskrá Landspítala að öllum með lögheimili í Reykjavík sem komu á slysa- og bráðadeild og fengu greininguna hálstognun á árunum 1974 til og með 2003. Niðurstöður: Frá 1974-1985 var ekki nein breyting á tíðni hálstogn- unaráverka hjá körlum í umferðarslysum (1,2/1000) en aukning hjá konum frá 1,54/1000 í 2,16/1000. Tíðnin náði síðan hámarki 1991 hjá körlum og var 6,43/1000 og lækkaði síðan í 5,09/1000 frá 1992-1996. Hjá konum náði tíðnin hámarki 1991 og var 8,64/1000. Lækkaði síðan aðeins en náði aftur hámarki 8,64/1000 árið 1996. Síðustu ár virðist tíðnin vera óbreytt. Kynskiptingin virðist óbreytt um 40% karlar og 60% konur. Mest aukning í tíðni varð á aldrinum 15-19 Læknablaðið 2004/90 405
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.