Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 48

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 48
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA grade cerebral perfusion). Blóðrás var stöðvuð um kældan líkam- ann að öðru leyti í 19 mínútur. Aður hafði hægra nýrað verið ein- angrað og losað að öllu leyti nema nýrnabláæðin óhreyfð. Hægri gátt var opnuð, nýrnabláæðin tekin í sundur og seginn dreginn upp og út úr hjartanu. Æxlið reyndist fastvaxið við vegg holbláæðar hliðlægt og var sá hluti æðarinnar fjarlægður. Gert var við æðina án þess að valda marktækum þrengslum. Meinafræðirannsókn sýndi nýrnakrabbamein af tærfrumugerð og æxlissega með útbreiddu drepi. Sjúklingur þoldi aðgerð og líður vel. Alyktun: Lýst er sjúkratilfelli og helstu atriðum við undirbúning og gang umfangsmikillar aðgerðar þar sem fjarlægt var nýra með nýrnaæxlissega í hjarta. Tilfellið lýsir farsælli samvinnu ólíkra sér- greina við erfitt tilfelli. E - 30 Lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000, með sérstöku tilliti til vefjagerðar og tilviljanagreiningar Tóinas Guðbjartsson', Sverrir Harðarson4, Vigdís Pétursdóttir4, Asgeir Thoroddsen', Kjartan Magnússon’, Þorsteinn Gíslason', Jónas Magnússon2-5, Guðmundur V. Einarsson1'5 ‘Þvagfæraskurðdeild, "handlækninga- og ‘krabbameinslækninga- deild Landspítala, 4Rannsóknarstofa HÍ í meinafræði, 'læknadeild Háskóla Islands Inngangur: Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna lífshorfur sjúklinga, með sérstöku tilliti til vefjagerðar og klínískrar greiningar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971-2000, alls 701 einstak- lingur (61% karlar, nieðalaldur 65 ár). Skráð voru einkenni sem leiddu til greiningar og niðurstöður blóðrannsókna. Einnig var farið yfir allar vefjagreiningar að nýju. Áhættuþættir voru metnir með ein- og fjölþáttagreiningu. Niðurstöður: Alls greindust 529 sjúklingar með einkenni og 172 fyrir tilviljun (25%). Marktæk aukning varð í tilviljanagreiningu síð- asta áratuginn (p<0,05). Algengustu vefjagerðir voru tærfrumuæxli (71%) totumyndandi æxli (8%), kornfrumuæxli (6%) og spólu- frumukrabbamein (3%). Flestir greindust á Robson-stigi I (40%) og IV (35%). Æxlum á stigi I fjölgaði marktækt síðustu fimm ár rannsóknartímabilsins (55%) og æxlum á stigi IV fækkaði (24%) (p<0,05). Fimm ára lífshorfur voru 74% fyrir stig I og 9% á stigi IV (meinvörp). Sjúklingar með spólufrumuæxli höfðu mun verri horf- ur en sjúklingar með tærfrumukrabbamein (HR 2,5, p=0,001)). Hækkandi aldur (HR 1,023) og hærra Robson-stig (HR 4,3) reynd- ust mjög sterkir forspárþættir verri lífshorfa, einnig einkenni lifrar- meinvarpa (HR 1,6), há Fuhrman-gráða (HR 2,23) og kvenkyn (HR 1,18, p=0,02). Blóðmiga (HR 0,715, p=0,001), og greiningarár reyndust hins vegar verndandi. Tilviljanagreining og greiningarár reyndust ekki marktækur forspárþáttur þegar leiðrétt var fyrir stigun. Ályktun: Lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa batnað á síðustu árum, aðallega vegna aukningar í tilviljanagrein- ingu (æxli á lægri stigum). Spólufrumuæxli hafa verri horfur, sér- staklega ef æxlisfrumurnar eru illa þroskaðar. E - 31 Hvort segir betur til um lífshorfur sjúklinga meö nýrnafrumukrabbamein; Robson- eöa TNM- stigunarkerfiö? Tómas Guðbjartsson1, Ásgeir Thoroddsen', Sverrir Harðarson4-5, Vigdís Pétursdóttir4, Kjartan Magnússon3, Þorsteinn Gíslason', Jónas Magnússon2-5, Guðmundur V. Einarsson1-5 'Þvagfæraskurðdeild, 'handlækninga- og ’krabbameinslækninga- deild Landspítala, 4Rannsóknarstofa HÍ í meinafræði, 5Læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Aldur og stigun eru á meðal sterkustu forspárþátta lífs- horfa sjúklinga sem greinast með nýrnafrumukrabbamein. Tvö stig- unarkerfi hafa mest verið notuð, Robson- og TNM-stigunarkerfið. Umdeilt er hvort kerfið er betra. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort stigunarkerfið segir betur til um lífshorfur í vel skil- greindu þýði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á tíma- bilinu 1971-2000. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og sjúklingar stig- aðir samkvæmt bæði Robson- og TNM-stigunarkerfinu. Einnig voru skráðir klínískir áhættuþættir. Stigunarkerfin voru borin sam- an með einþátta- og fjölbreytugreiningu. Sérstaklega var litið á stærð æxlanna á stigi 1/1 og II/2. Niðurstöður: Alls greindist 701 sjúklingur, 428 karlar og 273 konur. Robson- og TNM-stigun eru sýndar í töflu I ásamt 5-ára lífshorfum. Tafla I Robson (n,%) 5 ára lífsh. (%) TNM (n,%) 5 ára lífsh. Stig 1 / 1 282 (40) 74 193 (28) 78 Stig II / 2 62 (9) 53 90 (13) 66 Stig III / 3 108 (15) 39 161 (23) 46 Stig IV / 4 247 (35) 9 255 (36) 10 Með fjölbreytugreiningu var hægt að leiðrétta fyrir aldur sjúklinga og áhrif greiningarárs, einnig klíníska þætti og vefjagerð æxlanna. Bæði stigunarkerfin reyndust segja álíka vel til um lífshorfur (p>0,05). Ef gráðun var tekin með sem forspárþáttur kom Robson-kerfið betur út. Ekki fékkst bætt stigun með því að breyta skilmerkjum TNM stigs 1 og 2 (stærð æxlis <7 cm). Ályktun: Robson- og TNM-stigunarkerfið eru sambærileg hvað varðar forspárgildi lífshorfa. Þegar gráða er tekin með er Robson- kerfið heldur áreiðanlegra, en munurinn er lítill. E - 32 Kímfrumuæxli í eistum á íslandi 1955-2002. Meinafræðileg rannsókn Bjarni A. Agnarsson', Tómas Guöbjartsson2, Guðmundur Vikar Einarsson2, Kjartan Magnússon3, Ásgeir Thoroddsen2, Jón Þór Bergþórsson', Rósa Björk Barkardóttir', Laufey Ámundadóttir4, Jóhannes Björnsson' 'Rannsóknastofu í meinafræði, 2Þvagfæraskurðdeild, ’Krabbameins- lækningadeild Landspítala Hringbraut, 4íslenskri erfðagreiningu. Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að athuga meinafræðilega þætti kímfrumuæxla sem greinst hafa á íslandi 1955-2002. Öll sýni 412 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.