Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 49

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 49
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA voru endurskoðuð með smásjárskoðun og flokkuð samkvæmt skil- merkjum WHO. Meinafræðilegir þættir voru athugaðir og stig út- breiðslu við greiningu metið og kannað hvort samband væri milli tegundar æxlis og stigunar. Niðurstöður: Alls greindust 214 sjúklingar á tímabilinu. Seminoma greindust hjá 55% (n=118, meðalaldur 38 ár) en af þeim voru 3 „spermatocytic“ seminoma. Non-seminoma greindust hjá 45% sjúk- linga (n=96, meðalaldur 29 ár) en þau skiptust í blönduð kím- frumuæxli (n=70,32,7%), embryonal carcinoma (n=18, 8.4%), tera- toma (n=6,2,8%) og yolk sac tumor (n=l). Af blönduðu kímfrumu- æxlunum var algengasta samsetningin teratoma + embryonal carcin- oma (teratocarcinoma, n=17) og teratoma+embryonal carcinoma +yolk sac tumor (n=13). 133 blönduðum æxlum voru tvær æxlisgerð- ir, í 25 æxlum þrjár æxlisgerðir, í 11 æxlum fjórar æxlisgerðir og í einu æxli fimm æxlisgerðir. Seminomaþáttur var í 27 æxlum og chorio- carcinoma þáttur í átta æxlum. Eitt æxli var ekki unnt að undirflokka. Hjá sjúklingum með seminoma eingöngu var æxlið takmarkað við eistað (stig I) hjá 81% sjúklinga. Hjá 17% sjúklinga með semi- noma hafði æxlið ýmist dreifst til eitla aftan skinu (stig II) eða eitla í miðmæti (stig III). Aðeins tæplega 2% höfðu meinvörp utan eitla (stig IV) við greiningu. Hvað non-seminoma varðar var aðeins um 56% sjúklinga með æxli bundið við eista við greiningu (stig I), um 24% með stig II eða III æxli en um 20% sjúklinga voru komnir með fjarmeinvörp (stig IV). Ekki sást munur hvað varðar útbreiðslu fyrir undirflokka non-seminoma. E - 33 Meðfætt þindarslit í Lundi og Reykjavík. Saman- burðarrannsókn á greiningu og árangri skurðaðgerða Zora Topan', Tómas Guðbjartsson2, Þóra Fischer4, Lars Torsten Larsson’, Atli Dagbjartsson5-6 ‘Læknadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð, 2hjarta- og lungnaskurð- deild og 'barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, ‘kvenna- og Vökudeild Landspítala, 'læknadeild Háskóla íslands Inngangun Meðfætt þindarslit er sjaldgæfur meðfæddur galli sem greinist hjá 0,l-0,3%o lifandi fæddra barna. Líffæri í kviðarholi þrengja sér upp í brjóstholið og trufla starfsemi lungna og hjarta. Þessi börn eru því yfirleitt mjög veik við fæðingu og mörg lifa ekki af skurðað- gerð (40-60% skurðdauði). Oft liggur greining fyrir á fyrsta hluta meðgöngu (ómskoðun) og þar sem horfur þessara barna hafa hingað til verið taldar lélegar er oft gripið til fóstureyðingar. Markmið þess- arar rannsóknar var að kanna greiningu og árangur skurðaðgerða við þindarsliti á LSH og háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra barna sem greindust 1993-2002 á báðum stofnunum. Einnig var far- ið yfir fóstureyðingarskrár á íslandi á sama tímabili. Stuðst var við sjúkra- og aðgerðarskrár. Haft var samband við aðstandendur barna sem greindust á Islandi eftir 1993. Niðurstöður: Sjö börn greindust á lífi á Islandi, öll fullburða (með- alþyngd 3278 g) og greind í kringum fæðingu. Öll þurftu öndunarvél að jafnaði í fjóra daga (bil 1-14 d.) og lifðu af skurðaðgerð nema eitt sem var með alvarlegan hjartagalla (skurðdauði 14%). I dag eru börnin við góða heilsu, 1-10 árum eftir aðgerð. Á sama tímabili greindist þindarslit í sjö fóstrum á íslandi (16.-21. vika). í þremur fóstrum greindust aðrir alvarlegir meðfæddir gallar en í fjórum voru lungun vanþroskuð. Tvö fóstur voru án annarra meðfæddra galla. í Lundi greindust 29 börn, fimm greind 8-10 mánaða eftir eðlilega fæðingu (öll lifðu aðgerð), og hins vegar 24 börn (meðalþyngd 3149 g, 50% drengir) greind <6 klst. eftir fæðingu eða þegar á meðgöngu (25%). Sjö voru fyrirburar og 13 (54%) með hægra þindarslit. Þrettán barnanna greindust nieð aðra meðfædda galla og 18 þurftu öndunarvél að jafnaði í sex daga (bil 0-174). Legutími eftir aðgerð var 19 dagar (bil 1-369). Algengustu fylgikvillar aðgerðar voru loft- brjóst (21%) og blæðingar (8%). Þrjú börn þurftu enduraðgerð. Fimm börn létust eftir aðgerð (skurðdauði 21%), þar af tvö af þremur börnum sem fengu ECHMO-meðferð. Þessi börn höfðu öll aðra alvarlega meðfædda galla, oftast hjartagalla. Ályktun: Meðfættþindarsliteralvarlegurmeðfæddurgalli þarsem aðrir gallar eru til staðar í allt að helnringi tilfella. Hjá börnum sem ekki greinast með aðra meðfædda galla er árangur skurðaðgerða mjög góður og flest þessara barna lifa eðlilegu lífi síðar meir. Grein- ing meðfædds þindarslits á meðgöngu verður því að teljast hæpin ábending fóstureyðingar, sé fóstrið að öðru leyti eðlilegt. E - 34 Fylgikvillar lungnabrottnáms hjá sjúklingum með lungnakrabbamein Tómas Guðbjartsson, Erik Gyllstedt, Ingimar Ingólfsson, Per Jöns- son Hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Blaðbrottnám (lobectomy) er algengasta skurðaðgerð við staðbundnu lungnakrabbameini. í völdum tilvikum getur þurft að fjarlægja allt lungað, sérstaklega þegar um er að ræða miðlæg æxli. Lungnabrottnám (pulmectomy) er umfangsmikil aðgerð og fylgikvillar eftir aðgerðina eru tíðari og alvarlegri en eftir blaðbrott- nám. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungna- brottnáms hjá sjúklingum með lungnakrabbamein (smáfrumu- krabbamein undanskilið), með sérstöku tilliti til lífshorfa og alvar- legra fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til 130 sjúklinga sem á árunum 1996-2003 gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins. Meðalaldur var 64 ár og mcirihlutinn voru karlar (74%). Farið var yfir einkenni sem leiddu til greiningar, vefjafræði æxlanna, TNM-stigun og fylgikvilla skurðaðgerðar. Með fjölbreytugreiningu voru kannaðir forspárþættir lífshorfa og með aðfallsgreiningu áhættuþættir alvarlegra fylgikvilla. Niðurstöðun Algengustu einkenni voru hósti (69%), blóðhósti (23%), bijóstverkir (22%) og mæði (21%). Tólf sjúklingar (9%) greindust án einkenna. Flestir greindust á stigi IB (25%), IIB (13%), IIIA (30%) og IIIB (28%). Algengustu fylgikvillarnir voru gáttatif (15%), hjartabilun (5%) og lungnabólga (4%). Alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 15 sjúklingum (12%), þar með taldir berkjufistlar hjá átta (6,2%). Berkjufistlar voru algengari eftir hægra lungnabrottnám (p<0,01). Þremur þessara fistla þurfti að loka með nýrri skurðaðgerð. Hinum var lokað með vefjalími sem komið var fyrir með berkju- speglun. Geislameðferð var gefin fyrir aðgerð hjá 27 sjúklingum og eftir aðgerð hjá 43 sjúklingum. Krabbameinslyfjameðferð var gefin hjá 35 sjúklingum fyrir aðgerð. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn Læknablaðið 2004/90 413
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.