Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 62

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR kynningakerfi í stað leyfisveitinga Sigrún Jóhannsdóttir forstjóri Persónuverndar útskýrir vinnureglur stofnunarinnar Sigrún Jóhannsdóttir forstjóri Persónuverndar. Þröstur Haraldsson Fyrir þremur árum breyttist umhverfi íslenskra vís- indarannsókna töluvert þegar ný lög um persónuupp- lýsingar og persónuvernd tóku gildi. Pann 1. janúar 2001 breyttist Tölvunefnd í Persónuvernd og um leið urðu talsverðar breytingar á vinnubrögðum stofnun- arinnar. Nú er komin nokkur reynsla á starfsemi stofnunarinnar og því þótti Læknablaðinu ekki úr vegi að leita til Sigrúnar Jóhannsdóttur forstjóra og athuga hvernig hin breyttu vinnubrögð hefðu reynst. A heimasíðu Persónuverndar segir: „í tíð Tölvu- nefndar byggðist eftirlit með meðferð persónuupp- lýsinga einkum á leyfisveitingum. Var fjölþætt skrán- ing persónuupplýsinga háð leyfum frá Tölvunefnd og voru leyfi sem hún gaf út bundin þeim skilmálum sem hún mat nauðsynlega hverju sinni. Starf Persónu- verndar byggist á öðrum áherslum en voru í starfi Tölvunefndar. I stað þess að veita leyfi eins og Tölvu- nefnd gerði veitir Persónuvernd fyrst og fremst leið- beiningar, setur almennar reglur og hefur eftirlit með því að þeim sé fylgt.“ Tilkynning eða leyfi En hvernig skyldi íslenska vísindasamfélaginu hafa gengið að laga sig að þeim breyttu reglum sem tóku gildi um leið og Tölvunefnd breyttist í Persónuvernd? „Það hefur að mestu gengið ágætlega. Þó er ljóst að oft eru menn í vafa um hvort þau verkefni sem þeir eru að vinna séu háð leyfi frá Persónuvernd eða hvort nægi að senda henni tilkynningu. Ein megin- breytingin sem átti sér stað við gildistöku nýju lag- anna var sú að stórlega var dregið úr leyfisveitingum, þar á meðal vegna vísindarannsókna. Þess í stað var tekið upp tilkynningakerfi. Það þýðir að sá sem vinn- ur slíka rannsókn þarf í mörgum tilvikum aðeins að tilkynna Persónuvernd um vinnslu á persónuupplýs- ingum í tengslum við gerð rannsóknarinnar. Tilkynninguna þarf að senda áður en vinnslan hefst. Henni má til dæmis koma á framfæri á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á heimasíðu Per- sónuverndar en þar er líka að finna eina skrá yfir allar tilkynningar sem borist hafa til Persónuverndar. Sá sem tilkynnir má byrja vinnslu um leið og hon- um berst staðfesting frá Persónuvernd á móttöku til- kynningarinnar. Honum er þó ávallt heimilt að byrja vinnslu þegar liðnir eru 10 dagar frá því að hann sendi tilkynninguna. Persónuvernd getur samt hvenær sem er stöðvað vinnslu sem hún telur vera ólögmæta eða sett skilmála fyrir því að henni megi halda áfram. Engu að síður þarf stundum að sækja um leyfi til Persónuverndar. Það getur verið vegna fyrirmæla í lögum, svo sem í lögum um réttindi sjúklinga eða vegna almennra reglna. Reynslan hefur hins vegar því miður sýnt að þessar reglur geta reynst ruglings- legar. Til að skýra þær sem best fyrir lesendum tók ég saman stutt yfirlit sem birtist hér í opnunni. Það kann að gefa of einfalda mynd, en vonandi kemur það ekki að sök þar sem markmið þess er jú aðeins að draga fram meginreglurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að þetta yfirlit á aðeins við um vísindarannsóknir en ekki venjulegar gæðarannsóknir sem fara fram á flestum heilbrigðisstofnunum. Vissulega getur oft vaf- ist fyrir mönnum hvort rannsókn sé gæðarannsókn eða vísindarannsókn, en mér er kunnugt um að nú er unnið að því, meðal annars á Landspítala, að reyna að draga skýrari línur hér á milli." Upplýst samþykki - Er eitthvað annað seni þér þykir ríkja óvissa um meðal lækna og annarra sem stunda vísindarann- sóknir? „Já, ég verð oft vör við að læknar eru í vafa um það hvenær afla þarf samþykkis hinna skráðu, það er þeirra sem taka þátt í rannsókn. í raun er svarið við þessu að finna í lögum um réltindi sjúklinga, en þau kveða á um að alltaf þarf að fá samþykki manna fyrir þátttöku í framsýnum vísindarannsóknum. Um það hvort menn þurfi hins vegar að samþykkja vinnslu 426 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.