Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VfSINDARANNSÓKNIR / SAMSTARF LÆKNA OG LYFJAFYRIRTÆKJA persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd við- komandi rannsóknar fer hins vegar eftir öðrum regl- um sem erfitt er að skýra í stuttu viðtali. Þegar útilokað er að rekja rannsóknargögn til þátttakenda þarf hvorki að fá leyfi frá Persónuvernd né að senda henni tilkynningu. Hafi hins vegar verið notuð viðkvæm gögn við leit að þátttakendum, svo sem listar yfír fólk með tiltekna sjúkdóma, getur þurft að senda Persónuvernd tilkynningu um það. - Eru þessar reglur byggðar á erlendri fyrirmynd? „Já. Með nýju lögunum var komið á samræmi milli okkar reglna og evrópskra reglna um meðferð persónuupplýsinga. Með lögunum var innleidd til- skipun Evrópusambandsins 95/46/ESB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýs- inga og um frjálst flæði slíkra upplýsinga um með- ferð. Öll ríki sambandsins fylgja ákvæðum þessarar tilskipunar og þar sem ákveðið var að fella tilskipun- ina undir EES-samninginn fylgja Island og Noregur henni líka. Með öðrum orðum þá gilda að mestu sömu reglur í allri Evrópu þótt nokkurt svigrúm sé um einstök atriði, meðal annars um það að hvaða marki vísindarannsóknir eru háðar leyfisveitingum, það er að hvaða marki þær lúta því sem tilskipunin kallar „prior checking“. Að lokum bendi ég á að nánari upplýsingar, þar á meðal lög og reglur, er að finna á heimasíðu Per- sónuverndar www.personuvernd.is.“ Á að setja ramma um samstarf lækna og lyfjatyrirtækja? Yfirlit um vinnureglur Persónuverndar Afla þarf leyfís fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað vegna vís- indarannsóknar þegar: 1. safnað er upplýsingum úr sjúkraskrám 2. aflað lífsýna úr lífsýnasöfnum 3. skrár eru samkeyrðar, það er ef ein (önnur) skráin er með við- kvæmum persónuupplýsingum 4. um er að ræða erfðarannsókn, það er rannsókn þar sem unnið er með DNA fólks 5. notaðar eru upplýsingar um refsiverða háttsemi og sakaferil, um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun eða um kynlíf og kynhegðan nema öll notkunin hafi verið samþykkt af hlutaðeigandi einstaklingum 6. notaðar eru upplýsingar urn félagsleg vandamál eða önnur sambæri- leg einkalífsatriði nema öll notkunin hafi verið samþykkt af hlutað- eigandi einstaklingum 7. flytja þarf lífsýni úr landi 8. flytja þarf viðkvæmar persónuupplýsinga til lands sem ekki er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu nema flutningurinn hafi verið sam- þykktur af hlutaðeigandi einstaklingum Tilkynna þarf vinnslu persónuupplýsinga vegna vísindarannsóknar þegar ekki þarf leyfi samkvæmt því sem að frarnan segir. Á fundi CPME í lok marzmánaðar 2004 var samstarf lækna og lyfjafyrirtækja til umræðu, reyndar ekki í fyrsta sinn en unnið hefur verið að því að undanförnu að koma á samstarfi til að ræða atriði sem báðir aðilar telja vera á gráu svæði. Samþykkt var á fundinum að koma á fót vinnuhópi sem ynni að þessu verkefni. Nokkrar umræður spunnust þó, einkum vegna þess að þýzka sendinefndin taldi að ekki kæmi nægilega skýrt fram að siðareglur lækna, hvort sem þær lytu að samstarfi við lyfjafyrirtæki eða aðra aðila, væru alfar- ið málefni læknastéttarinnar og ekki samningsatriði við einn eða neinn og má það til sanns vegar færa. Meirihluti fundarmanna var þó á þeirri skoðun að betra væri að læknastéttin ætti frumkvæði að viðræð- um við lyfjaiðnaðinn, ekki til að láta hann stjórna siðareglum lækna heldur til að ná samkomulagi um vissa þætti í samskiptunum sem tortryggni hafa vakið í sumum löndum. í skjalinu CPME 2004/030 sem er einvörðungu vinnuplagg er greint frá þeim útlínum sem þegar hafa verið lagðar en eru þó sá grunnur sem framhaldsvinna mun byggjast á í stórum dráttum. Til fróðleiks fylgir skjalið hér með í heild sinni í lauslegri þýðingu: Inngangur Fastanefnd evrópskra lækna, CPME (Comité Per- manent des Médecins Européens) og Samband lyfja- framleiðenda og lyfjafyrirtækja, EFPIA (European Federation of Pharmaceutical Industries and Asso- ciations) hafa ákveðið að reyna að ná saman um reglur fyrir samskipti lækna við þá sem framleiða og selja lyf. Markmiðið er að komast að samkomulagi um leiðbeiningar sem lyfjaframleiðendur og lækna- stéttin gætu unnið eftir. Að þessu hefur verið unnið síðan sumarið 2003 og í bígerð að mynda vinnuhóp sem undirbýr málið frekar. Pessurn aðilum er ljóst að þeir hafa skyldur hvor við annan en einnig við sjúklinga og þjóðfélagið í heild. Katrín Fjeldsted Höfundur er fulltrúi LÍ í fasta- nefnd evrópskra lækna, CPME. Læknabladið 2004/90 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.