Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 64

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMSTARF LÆKNA OG LYFJAFYRIRTÆKJA Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja eru gagnleg og nauðsynleg fyrir þróun lyfja en einnig til að tryggja að lyf séu notuð rétt, bæði af þeim sem skrifa lyfseðla og af sjúklingum sem taka lyfin. Samstarf milli lækna og iðnaðar er ein af forsendum þess að nýjungum í lyfja- meðferð sé komið á framfæri og slíkt samstarf þarf að eiga sér stað á öllum ferli lyfjaframleiðslu og við notkun lyfja fyrir sjúklinga. Þrátt fyrir þetta þarf samstarf læknastéttarinnar við iðnaðinn að vera byggt á almennum reglum sem tryggja sjálfstæði beggja aðila í starfi sínu. Hvað þetta varðar hafa viðeigandi yfirvöld víða um lönd sett laga- ramma um samstarf á sumum sviðum (klínískar lyfja- prófanir, lyfjaauglýsingar og eftirlit (pharmaco vigil- ance)). Til viðbótar við lagaákvæði þar sem þau eiga við telja læknastéttin og lyfjaiðnaðurinn nauðsynlegt að koma til móts við áhyggjur samfélagsins yfir því hvort samstarf lækna og lyfjafyrirtækja sé við hæfi. CPME og EFPIA líta svo á að tryggja megi traust almenn- ings ef báðir aðilar halda sig við almennar, leiðbein- andi reglur um öll sín samskipli. Almennar reglur Almennar reglur skulu gilda án þess að farið sé á svig við regluverk eða siðareglur sem settar eru af ESB eða heimalandinu. Lykilorð - traust sjúklinga - sjálfstæði í klínísku starfi - heiðarleiki - gagnkvæmt traust, vinnubrögð sem treysta má - yfirsýn, gagnsæ, sannreynd vinnubrögð - sjálfstæði og viðurkenning á færni og þekkingu - hlutdeild - launagreiðslur, risna - trúnaður - einkamál, þagnarskylda Sérstök sviö þar sem læknar og lyfjafyrirtæki starfa saman Sem fyrsta skref í því að setja á blað uppkast að sam- starfsreglum milli lækna og lyfjafyrirtækja er talið rétt að taka fyrir bein samskipti þeirra. Þau svið sem fyrír valimi hafa orðið eru - fyrirtæki sem sjá læknum fyrir upplýsingum - fyrirtæki sem styðja við endur- og símenntun lækna og vísindaráðstefnur - læknar sem veita fyrirtækjum ráðgjöf - klínískar rannsóknir A sérhverju af þessum sviðum þarf að koma skýrt fram hvernig staðið skuli að verki. Svœði þar sem gagnlegt gœti verið að koma tilmælum á framfœri - lyfjaeftirlit (pharmaco vigilance) - fyrirtæki sem gefa sjúklingum upplýsingar beint Eins og hér að ofan má sjá er skjalið varlega orð- að. Pað var ekki samþykkt í sjálfu sér sem stefna evr- ópskra lækna. Verði gert samkomulag í vinnuhópn- um verður að sjálfsögðu fjallað um efni þess hjá CPME og afstaða tekin til hvers atriðis fyrir sig. Málþing um reykingar kvenna og karla Morgunverðarfundur um heilbrigðismál verður haldinn á vegum félagsins Stjórnvísi 11. maí næstkomandi kl. 8:30- 10:00 í Víkingasal Hótels Loflleiða. Dagskrá: Faghópur um heilbrigöisniál - Símon Porleifsson, ráðgjafi IMG Fjármögnun og rekstur heilbrigðisþjónustu - Axel Hall hagfræðingur, Hag- fræðistofnun Háskóla íslands Rýni til gagns - fyrirspurnir frá lesanda skýrslunnar - Katrín Olafsdóttir, að- júnkl við Háskólann í Reykjavík Spurningar og umræður Fundarstjóri: Guörún Hiignadóttir stjórnunarráðgjafi hjá IMG Þarf kynbundna nálgun í forvörnum og reykleysis- meðferö? Rætt verður um reykingar karla og kvenna og reykleysismeðferð á málþingi 4. júní sem sér- staklega er ætlað fagfólki í heilbrigðisþjónustu sem kemur að tóbaks- vörnum. Að málþinginu standa verkefnis- stjórn um heilsufar kvenna og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Nánari upp- lýsingar og skráning: www.heilbrígdisradu- neyti.is Málþingið fer fram á Grand Hótel kl. 10:30- 17:00. 428 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.