Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKARFRÉTT Vandað og áhugavert ritverk um skurðlækningar Læknablaðinu hefur borist ritverkið Kirurgisk Kompendium, en það er gefið út af Nyt Nordisk Forlag Arnold Busck og er ritstýrt af þeim Flemming Stadil prófessor í almennum skurðlækningum, Bjarne Lund prófessor í bæklunarskurðlækningum, báðir við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, og Jörgen Nordling prófessor í þvagfæraskurðlækningum við Herleve sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Um er að ræða þriðju útgáfu af ritverkinu sem fyrst kom út 1987. Eins og fram kemur í formála að fyrstu útgáfu spratt útgáfa verksins upp úr þörf, en yfirgripsmikið ritverk í almennum skurðlækningum á Norðurlanda- máli hefur vantað um alllangt árabil. Með aukinni sérhæfingu hafa undirgreinar skurðlæknisfræðinnar vaxið sem sérstakar greinar og hafa ritverk þeim tengdar orðið meira áberandi á kostnað ritverka er fjalla um almennar skurðlækningar í heild sinni. Rit- verk þetta er talið höfða til allra lækna, læknanema og þeirra er áhuga hafa á handlæknisfræði. Ritverkið er í tveimur bindum og er hvort bindi um 1000 blaðsíður. Allur texti annarrar útgáfu hefur verið endurskoðaður og endurritaður. Bætt hefur verið við töluverðu af ljósmyndum og teikningum sem eru flestar í lit og má segja að teikningarnar séu óvenju skýrar og lærdómsríkar. Verkið er þannig upp byggt að í fyrra bindi eru almenn atriði er snúa að handlæknisfræði, en fyrir utan kafla er fjallar um sögu handlæknisfræðinnar, eru kaflar eins og mat fyrir aðgerð, svæfingar, vökvagjöf, aceptísk tækni, sár og sárameðhöndlun og svo framvegis. Þessu til við- bótar er í fyrra bindi lögð megináhersla á sjúkdóma og aðgerðir í miðlaugakerfi, brjóstholi, hjarta og æðakerfi, meltingarvegi en einnig eru lýtalækningum gerð skil. í síðara bindi er áhersla lögð á sjúkdóma og aðgerðir í briskirtli, lifur, nýrum og þvagfærum og stoðkerfi en einnig er vandamálum eins og „acut abdomen" gerð skil fyrir utan umfjöllun um barna- skurðlækningar. Að auki má finna kafla um sjúk- dóma og aðgerðir á höfði og hálsi svo og eru kven- sjúkdómafræði gerð skil, sérstaklega þeirn hluta er snertir aðgerðir. Efnisyfirlit er mjög vel upp byggt og gerir alla leit einfalda. Atriðisorðaskrá er einnig með ágætum og verulega yfirgripsmikil og gefur góðan og hraðan að- gang að textanum. Textinn er byggður á hefðbund- inni umfjöllun um sjúkdóma, orsakir þeirra og með- ferð en mikil áhersla er lögð á aðgerðartækni. Þar er textinn styrktur með fjölda teikninga og Ijósmynda sem eru afar fræðandi og gera lesandanum auðvelt fyrir að átta sig á framkvæmd. I verkinu er einnig til staðar vandamiðuð nálgun sem er afar áhugaverð. Eins og áður hefur komið fram er ritverkið á dönsku sem er sérlega aðgengileg til lestrar og ætti ekki að vera lil vandræða þeim er hafa grunnundir- stöðu í því tungumáli, en leitast hefur verið eftir því að nota „samnorræn orð“ þar sem því er við komið. Hér er um að ræða afar vandað ritverk sem verður að teljast góður valkostur við sambærileg verk rituð á ensku og er hér á ferðinni einhver áhugaverðasta bók sem undirritaður hefur séð um langt árabil. Hannes Petersen Höfundur er háls-, nef- og eyrnalæknir og á sæti í ritstjórn Læknablaðsins. Læknablaðið 2004/90 429
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.