Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 67

Læknablaðið - 15.05.2004, Síða 67
UMRÆÐA & FRETTIR / SAMSKIPTI LÆKNA OG LYFJAFYRIRTÆKJA Mun eflaust glæða umræðuna Ég fagna leiðara formanns LÍ í síðasta Læknablaði sem innleggi í umræðu um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og tel að umræðan sé læknum og lyfjafyrirtækjum holl og eigi helst stöðugt að vera í gangi. Ég tel að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja séu báðum aðil- um nauðsynleg en þurfí að vera gegnsæ og lúta ákveðnum siða- og samskiptareglum enda hagsmunaárekstrar mögulegir eins og reyndar víðar í þjóðfélaginu. Meðal annars vegna þessara mögulegu hagsmunaárekstra hafa læknar siðareglur og einnig hafa læknafélögin í gegnum tíðina lagt nrikla vinnu í að móta og semja reglur um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki. Þessar reglur eru í fullu gildi og læknum ber að sjálfsögðu að fylgja þeim enda trúverðugleiki og fagmennska lækna í húfi. Það er óhjákvæmilegt að sum samskipti lækna og lyfjafyrirtækja geti orkað tvímælis og meðal annars þess vegna er umræðan nauðsynleg. Hugsanlega þurfa læknar að endurskoða reglur sínar í samskiptum við lyfjafyrirtæki í ljósi nýrra hugmynda lækna sem endurspegla það þjóðfélag sem þeir lifa og starfa í. Læknafélögin hafa reyndar gert ráð fyrir endurskoð- un á samningum og reglurn um þessi mál. Innan heimilislæknahópsins hef- ur lengi verið umræða um samskipti við lyfjafyrirtæki, meðal annars um það hvernig og hversu mikið þau korni að endurmenntun og símenntun heim- ilislækna. Ég geri ráð fyrir að unrræðan glæðist með innleggi for- mannsins og hún sýni hversu nauðsynlegt það er að halda á lofti fagmennsku lækna, meðal annars í samskiptum lækna við lyfja- fyrirtæki. Elínborg Bárðardóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna Fjárstuðningur verði óskílyrtur og opinber Á að afnema með öllu stuðning lyfjafyrir- tækja við fræðslu- og vísindastarfsemi lækna? Svar mitl við þessari spumingu er NEI. Sú blómlega fræðslustarfsemi sem rekin hefur verið hérlendis undanfarin ár væri ekki svipur hjá sjón án góðs samstarfs og stuðnings lyfja- fyrirtækja. Ég tel jafnframt að þó finna megi of mörg dærni þess að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja hafi farið yfír ásætlanleg mörk þá standi Iæknar yfirleitt heiðarlega að og noti eigin dómgreind í ákvarðanatöku um lyfjaávísanir. Hafandi lýst yfir stuðningi mínum við áframhaldandi sam- vinnu lækna og lyfjafyrirtækja í símenntunarmálum lækna tel ég engu að síður að endurskoða þurfi leikreglur þessara samskipta. Samskiptin eiga að vera gegnsæ og það á að skína í gegn að til- gangurinn helgist fyrst og fremst af þeim ásetningi að gefa lækn- um kost á hlutlausri umfjöllun um viðfangsefni læknisfræðinnar. Ég er þeirrar skoðunar að afnema eigi fræðslufundi senr eru haldnir á vegurn lyfjafyrirtækja, afnema eigi boð urn ferðalög inn- anlands og utan á fræðslufundi og gjafir til lækna frá lyfjafyrir- tækjum ættu að heyra fortíðinni til. í stuttu máli tel ég að draga eigi úr eða jafnvel afnema ein- staklingsmiðaða þátttöku lyfjafyrirtækja í fræðslustarfi fyrir lækna en beina stuðningnum til þeirra hópa eða samtaka lækna sem sjá um framkvæmd og fjármögnun fræðslustarfseminnar. Slíkur fjárstuðningur á að vera óskilyrtur og ekki háður því að fjallað verði sérstaklega um þau lyf sem viðkomandi fyrirtæki hef- ur hagsmuni af. Stuðningurinn yrði formlegur og opinber og byggðist á ásetningi beggja aðila að rniðla sem réttastri og bestri fræðslu til lækna. Hag lækna og lyfjafyrirtækja til lengri tíma hlýt- ur að vera best borgið þegar kaupendur læknisþjónustunnar og lyfjanna, það er sjúklingarnir, eru ánægðir. Eftir sem áður eiga lyfjafyrirtækin rétt á og ber jafnvel skylda til að upplýsa lækna um framleiðslulyf sín. Ég sé ekkert at- hugavert við að slík upplýsingagjöf fari fram með samræðum, póstsendingum eða á lyfjabásum fræðsluþinga, þar sem auðvelt er að skilja á milli lyfjaauglýsinga og óhlutdrægrar fræðslustarf- semi. Arnór Víkingsson formaður Fræðslustofnunar lækna Læknablaðið 2004/90 431
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.