Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 79

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRA HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARAÐUNEYTINU efnið í einni töflu C (25 mg) aðeins 8,3 mg af virku efni í einni töflu A eða 17% minna magns, sem er innan 33% vikmarka, sbr. hér að framan. Skilgreindu dagskammtamir eru ákvarðaðir af Alþjóða heil- brigðisstofnuninni (WHO). Tilgangur með analog-viðmiðunarverði er sá sami og með viðmiðunarverði samheitalyfja, það er að hemja hækkun lyfjakostnaðar með því að beina notk- uninni að ódýrari kostum þegar völ er á sambærileg- um lyfjum á mismunandi verðum. Með því að víkka út viðmiðunarverðskerfið er verið að auka sam- keppnina þannig að hún nái ekki einungis til sömu lyfja heldur einnig til sams konar og sambærilegra lyfja. Flestir sjúklingar geta auðveldlega notað hvaða lyf sem er af þeim lyfjum sem flokkuð eru saman með sömu meðferðaráhrif. í undantekningartilfellum kann að vera að einstaka sjúklingur eigi af læknisfræðileg- um ástæðum erfitt með að nota einstök lyf, til dæmis sökum ofnæmis. í slíkum tilfellum getur læknir við- komandi sjúklings sótt um undanþágu frá viðmiðun- arverði með læknisfræðilegum rökstuðningi. Viðmiðunarverðskrá sambærilegra lyfja er birt á heimasíðu TR (www.tr.is). Hvort og hve mikið kostnaður sjúklinga eykst vegna þessara breytinga ræðst m.a. af því hvort og í hve miklum mæli læknar sem ávísað hafa dýrari lyfj- um breyta til og ávísa ódýrari lyfjum. Einnig er líklegt að aukin samkeppni milli lyfja innan hvers viðmiðun- arverðflokks leiði til verðlækkunar dýrari lyfjanna. Ráðherra hefur einnig gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðsluþátttöku almanna- trygginga í lyfjakostnaði með gildistöku 1. maí 2004. Breytingin hefur það í för með sér að hætt verður al- mennri greiðsluþátttöku í Coxíb lyfjum. Jafnframt munu örvandi lyf eins og rítalín og amfetamín verða tekin úr almennri greiðsluþátttöku. Eftir sem áður verður hægt að sækja um greiðslu- þátttöku almannatrygginga í þessum tveimur lyfja- flokkum út á lyfjaskírteini að gefnum ákveðnum for- sendum sem meðal annars eru birtar á heimasíðu TR. Vegna sérstöðu þessara lyfja þykir eðlilegt að fylgst sé náið með notkun þeirra sem verður nú auðveldara vegna útgáfu skírteina. Með reglugerðinni verður einnig felld niður 30 daga takmörkun á ávísunum lyfja við sárasjúkdómi og þunglyndislyfja. Þannig er komið til móts við þá sem nota þessa tvo lyfjaflokka og má segja að þetta sé verulega ívilnandi aðgerð til mótvægis við upptöku viðmiðunarverðs í þessum lyfjaflokkum. Loks má nefna að með reglugerðinni er TR heim- iluð greiðsluþátttaka í vítamínum vegna barna yngri en 18 ára sem eru með efnaskiptasjúkdóma þegar vítamínin eru hluti af lífsnauðsynlegri meðferð. Sama gildir um börn yngri en 18 ára og eru með alvarlegan frásogsvanda sem leiðir til þess að þau þurfi mjög aukið magn vítamína. Hingað til hafa foreldrar þess- ara barna þurft að greiða þessi vítamín að fullu en með reglugerðinni er TR heimiluð greiðsluþátttaka gegn framvísun lyfjaskírteinis. Fréttatilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins Nýtt eyðublað vegna örorkumats Undanfarin misseri hefur farið fram endurskipulagning á matsferli vegna ör- orkubóta lífeyristrygginga („almennrar örorku“). í sambandi við þetta hafa verið endurskoðaðar aðferðir við upplýsinga- öflun til að framkvæma örorkumat, bæði hvað snertir hvaða upplýsingar þarf og hvaðan þeirra skal aflað. Reynt hefur ver- ið að afla nauðsynlegra upplýsinga frá þeim sem best veit, sumra frá umsækjanda (sjúklingi) og annarra frá læknum, sem þekkja til heilsufars og færni umsækjanda. Umsækjandi er yfirleitt beðinn að svara spurningalista um eigin heilsufar, færni og fleira. Spurningalisti sá sem verið hefur í notkun frá 1999, hefur verið styttur um helming. Nýtt vottorðseyðublað vegna örorku- mats lífeyristrygginga hefur nú verið útbú- ið í samvinnu læknasviðs Tryggingastofn- unar ríkisins og Læknafélags Islands. Vottorðið nefnist: Læknisvottorð vcgna umsóknar uni ör- orkubætur lífeyristrygginga cða endur- niats örorku Vottorðseyðublaðið er á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins www.tr.is. Það er á Word-formi, til að útfylla og vista hjá notanda. Ekki er enn hægt að senda voll- orðið rafrænt. Nú hverfa úr notkun vottorðin: Lœkn- isvottorð A vegna umsóknar um örorkti- bœtur lífeyristrygginga og Lœknisvottorð B vegna endurnýjunar umsóknar um ör- orkubœtur. í nýja vottorðinu er ekki gert ráð fyrir að votlorðsgefandi læknir taki afstöðu til einstakra þátta örorkumatsstaðals, en læknirinn vottar um fyrra heilsufar um- sækjanda, núverandi heilsuvanda/færni- skerðingu og horfur. Sama vottorðsform verður notað vegna frummats og endur- mats. Við endurmat örorku þarf að jafn- aði ekki greina frá heilsufarssögu í reit- num „Fyrra heilsufar" en nauðsynlegt er þó að segja frá meiriháttar heilsufars- breytingum frá síðasta örorkumati. Vonast er til að læknum þyki nýja vott- orðið ekki erfiðara í notkun en þau vott- orð sem það leysir af hólmi. Tekið er við fyrirspurnum og athugasemdum vegna þessa vottorðs á netföngunum halldorb@ tr.is og haraldj@tr.is Halldór Baldursson aðstoðartryggingayfirlæknir Læknablaðið 2004/90 443

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.