Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 23

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 23
FRÆÐIGREINAR / LÍ F FÆ R AG J A FI R Niðurstöður Tilhögun við líffœragjafir á gjörgœsludeild í Foss- vogi 1992-2002 Á tímabilinu 1992-2002 létust alls 527 sjúklingar á deildinni eða 48 (45,52) árlega. Karlar voru í meiri- hluta eða 325 (62%, aldur 70 (58,77) ár, aldursbil 1-92 ár), konur voru 202 (38%, aldur 71 (55,78) ár, aldursbil 1-96 ár). Flestir létust af völdum hjarta- sjúkdóma, eða 224 (43%). Af heildarfjöldanum voru 68 (13%) úrskurðað- ir látnir samkvæmt skilmerkjum um heiladauða. Dánarorsök hjá þeim var í um helmingi tilfella sjúkdómur í heilaæðum, 43% heilablæðing og 9% heilablóðfall en í 37% var um höfuðáverka að ræða. Flestir höfðu lent í umferðarslysi eða 42% (sjá yfir- lit í mynd 1). Sótt var um leyfi til líffæratöku hjá aðstandend- um í 50 (74%) þessara tilvika (aldur 43 (28, 53) ár, aldursbil 8-72 ár) og fékkst leyfi í 30 (60%) skipti. Fjórir reyndust ekki hæfir líffæragjafar vegna gruns um illkynja sjúkdóm, sýkingar með lifrarbólguveiru C, dreifðrar blóðstorknunar og sögu um neyslu fíkniefna. Tekin voru líffæri hjá 26 einstaklingum, eða í 52% tilvika, sem leyfis var leitað hjá. Beiðni um líffæragjöf var hafnað í 40% lilvika þegar leyfis var leitað og virtist sú afstaða aðstand- enda verða algengari er leið á tímabilið (mynd 2). 1 þau 18 skipti sem ekki var leitað leyfis fyrir líf- færatöku voru 10 (56%) hinna látnu með þekktan illkynja sjúkdóm, sýkingu, víðtækar líffærabilanir eða of gamlir sem gerði þá óhæfa sem líffæragjafa. Prír (17%) voru erlendir ríkisborgarar og því erf- iðleikum bundið að fá samþykki aðstandenda. Hjá fimm (17%) kom ekki fram skýr ástæða fyrir því af hverju ekki hafði verið spurt en kringumstæður voru oft erfiðar. I gögnum fundust 18 einstaklingar (3% látinna) sem hugsanlega hefðu getað gefið líffæri en voru ekki greindir. Helmingur þeirra lést fyrstu tvö ár tímabilsins. Líffœragjafir á íslandi 1992-2002 Á tímabilinu 1992-2002 fóru fram í 32 líffæratökur á Islandi, 26 á gjörgæsludeild í Fossvogi, fjórar á gjör- gæsludeild Landspítala Hringbraut og tvær á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Tekin voru 62 nýru, 25 lifrar, 8 hjörtu og 14 lungu, samtals 109 líffæri, eða 11 (4,15) árlega. Aldur líffæragjaf- anna var 43 (26,51) ár, aldursbil 2-69 ár. Orsök andláts var í 56% tilfella heilablæðing, 22% höfuð- áverki, 9% heilablóðfall og hjá 13% önnur orsök (hjartastopp, nærdrukknun, efnaskiptasjúkdómar). Fjöldi íslendinga á biðlista eftir nálíffœrum Leitað var til líffæraflutninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um upplýsingar urn fjölda Mynd 2. Árlegt hlutfallþeirra sem höfnuðu þátttöku í líffœragjöf á tímabilinu 1992-2002 á gjörgœsludeild í Fossvogi. Rauða línan er besta línulega nálgun við þróunina á tímab- ilinu. Árin 1992 og 1999 var ekki óskað eftir leyft til brottnáms líffœra og árið 1994 veittu allir aðstandendur samþykki sitt, því er gildið núll á þessum árum. einstaklinga á biðlista eftir líffæraígræðslu á tímabil- inu. Reiknaður var út árlegur fjöldi á biðlista, sem reyndist 7 (5,9), og fjöldi sem fékk líffæraígræðslu, 3 (2,5) alls. I töflu I er yfirlit yfir árlegan fjölda líffæragjafa, fjölda á biðlista eftir líffærum og yfir líffæraígræðsl- ur 1992-2002. Tafla I. Árlegar tölur (miðgildi (25., 75. hundraðsmark)) um líffæragjafir, fjölda á biðlista eftir líffærum og líffæra- ígræðslur á árunum 1992-2002 á íslandi. Einstaklingar sem létust á gjörgæsludeild í Fossvogi 48 (45,52) - Greindir látnír samkvæmt skilmerkjum um heiladauða 7 (3,8) - Hugsanlegir Itffæragjafar sem ekki voru greindir 1 (1,2) Líffæragjafar alls á íslandi 3(1,5) Fjöldi gefinna líffæra 11 (4,15) Islendingar á biðlista eftir nálíffærum 7(5,9) fslendingar sem fengu líffæraígræðslu 3(2,5) Umræða Hér á landi hafa flestar líffæragjafir átt sér stað á svæfinga- og gjörgæsludeild í Fossvogi sem skýrist af því að þar er skurðdeild heila- og taugasjúkdóma og stærsta slysamóttaka landsins. Hugsanlega gæti þetta breyst með annarri dreifingu sérgreina innan Landspítala og því mikilvægt að varðveita reynslu sem hefur skapast á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Læknablaðið 2005/91 419

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.