Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 23

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / LÍ F FÆ R AG J A FI R Niðurstöður Tilhögun við líffœragjafir á gjörgœsludeild í Foss- vogi 1992-2002 Á tímabilinu 1992-2002 létust alls 527 sjúklingar á deildinni eða 48 (45,52) árlega. Karlar voru í meiri- hluta eða 325 (62%, aldur 70 (58,77) ár, aldursbil 1-92 ár), konur voru 202 (38%, aldur 71 (55,78) ár, aldursbil 1-96 ár). Flestir létust af völdum hjarta- sjúkdóma, eða 224 (43%). Af heildarfjöldanum voru 68 (13%) úrskurðað- ir látnir samkvæmt skilmerkjum um heiladauða. Dánarorsök hjá þeim var í um helmingi tilfella sjúkdómur í heilaæðum, 43% heilablæðing og 9% heilablóðfall en í 37% var um höfuðáverka að ræða. Flestir höfðu lent í umferðarslysi eða 42% (sjá yfir- lit í mynd 1). Sótt var um leyfi til líffæratöku hjá aðstandend- um í 50 (74%) þessara tilvika (aldur 43 (28, 53) ár, aldursbil 8-72 ár) og fékkst leyfi í 30 (60%) skipti. Fjórir reyndust ekki hæfir líffæragjafar vegna gruns um illkynja sjúkdóm, sýkingar með lifrarbólguveiru C, dreifðrar blóðstorknunar og sögu um neyslu fíkniefna. Tekin voru líffæri hjá 26 einstaklingum, eða í 52% tilvika, sem leyfis var leitað hjá. Beiðni um líffæragjöf var hafnað í 40% lilvika þegar leyfis var leitað og virtist sú afstaða aðstand- enda verða algengari er leið á tímabilið (mynd 2). 1 þau 18 skipti sem ekki var leitað leyfis fyrir líf- færatöku voru 10 (56%) hinna látnu með þekktan illkynja sjúkdóm, sýkingu, víðtækar líffærabilanir eða of gamlir sem gerði þá óhæfa sem líffæragjafa. Prír (17%) voru erlendir ríkisborgarar og því erf- iðleikum bundið að fá samþykki aðstandenda. Hjá fimm (17%) kom ekki fram skýr ástæða fyrir því af hverju ekki hafði verið spurt en kringumstæður voru oft erfiðar. I gögnum fundust 18 einstaklingar (3% látinna) sem hugsanlega hefðu getað gefið líffæri en voru ekki greindir. Helmingur þeirra lést fyrstu tvö ár tímabilsins. Líffœragjafir á íslandi 1992-2002 Á tímabilinu 1992-2002 fóru fram í 32 líffæratökur á Islandi, 26 á gjörgæsludeild í Fossvogi, fjórar á gjör- gæsludeild Landspítala Hringbraut og tvær á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Tekin voru 62 nýru, 25 lifrar, 8 hjörtu og 14 lungu, samtals 109 líffæri, eða 11 (4,15) árlega. Aldur líffæragjaf- anna var 43 (26,51) ár, aldursbil 2-69 ár. Orsök andláts var í 56% tilfella heilablæðing, 22% höfuð- áverki, 9% heilablóðfall og hjá 13% önnur orsök (hjartastopp, nærdrukknun, efnaskiptasjúkdómar). Fjöldi íslendinga á biðlista eftir nálíffœrum Leitað var til líffæraflutninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um upplýsingar urn fjölda Mynd 2. Árlegt hlutfallþeirra sem höfnuðu þátttöku í líffœragjöf á tímabilinu 1992-2002 á gjörgœsludeild í Fossvogi. Rauða línan er besta línulega nálgun við þróunina á tímab- ilinu. Árin 1992 og 1999 var ekki óskað eftir leyft til brottnáms líffœra og árið 1994 veittu allir aðstandendur samþykki sitt, því er gildið núll á þessum árum. einstaklinga á biðlista eftir líffæraígræðslu á tímabil- inu. Reiknaður var út árlegur fjöldi á biðlista, sem reyndist 7 (5,9), og fjöldi sem fékk líffæraígræðslu, 3 (2,5) alls. I töflu I er yfirlit yfir árlegan fjölda líffæragjafa, fjölda á biðlista eftir líffærum og yfir líffæraígræðsl- ur 1992-2002. Tafla I. Árlegar tölur (miðgildi (25., 75. hundraðsmark)) um líffæragjafir, fjölda á biðlista eftir líffærum og líffæra- ígræðslur á árunum 1992-2002 á íslandi. Einstaklingar sem létust á gjörgæsludeild í Fossvogi 48 (45,52) - Greindir látnír samkvæmt skilmerkjum um heiladauða 7 (3,8) - Hugsanlegir Itffæragjafar sem ekki voru greindir 1 (1,2) Líffæragjafar alls á íslandi 3(1,5) Fjöldi gefinna líffæra 11 (4,15) Islendingar á biðlista eftir nálíffærum 7(5,9) fslendingar sem fengu líffæraígræðslu 3(2,5) Umræða Hér á landi hafa flestar líffæragjafir átt sér stað á svæfinga- og gjörgæsludeild í Fossvogi sem skýrist af því að þar er skurðdeild heila- og taugasjúkdóma og stærsta slysamóttaka landsins. Hugsanlega gæti þetta breyst með annarri dreifingu sérgreina innan Landspítala og því mikilvægt að varðveita reynslu sem hefur skapast á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Læknablaðið 2005/91 419
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.