Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 47
FRÆÐIGREINAR / BLÆÐING EFTIR FÆÐINGU tapi, en ekki betur og það lyf hafði meiri aukaverk- anir (5, 6). Mísóprostól er ekki enn framleitt fyrir þessa ábendingu. Þá skortir enn rannsóknir á þeiri lyfjagjöf. Prostaglandín E1 lyf (Prostinfenem®) í legvöðva eru einnig virk sem viðbótarmeðferð þegar asablæðing er að hefjast. I tilvikum, þar sem fæðing gengur mjög vel fyrir sig, má hugleiða að sleppa gjöf lyfjanna, en þá verður skráning slíkrar ákvörðunar, ábyrgð og eftirlit að vera með skýru móti. Sú aðferð hefur verið notuð talsvert hér á landi síðastliðinn áratug (svonefnd lífeðlis- fræðileg umönnun, e. expectant management), en ætti nú að vera undantekning fremur en regla. Alþjóðasamtökin taka fram að verklagsreglurnar geti breyst og að stofnanir séu ekki skuldbundnar til að fylgja þeim í öllu. Þær geti haft einstaka þætti með öðru móti en þar segir, en þá þurfi að skilgre- ina frávikin vel. A fæðingadeild kvennasviðs Landspítala eru til lyfin Methergin® = ergómetrín 200 mikrógrömm (0,2 mg) og Syntocinon® = 10 a.e. oxytósín. Pro- stinfenem® hefur einnig verið til sem varalyf og mísópróstól (Cytotec®) er einnig tiltækt. Á tímabili var til Syntometrine® = ergómetrín 500 míkróg (0,5 mg) + 5 a.e. oxytósín. Síðasttalda sérlyfið er allnokkru dýrara en hin tvö sem bæði eru meðal ódýrustu lyfja. Ergómetrín eða annað hvort hinna lyfjanna á að vera tilbúið og uppdregið til inngjafar við fæðinguna. Vert er að minna sérstaklega á að gæta varúðar þegar um er að ræða konur í áhættu- hóp varðandi blæðingu, þær sem hafa sögu um fyrri asablæðingu, blæðingu fyrir fæðingu, fyrri keisara- skurð, blóðleysi, andvana fóstur, ungar mæður (<20 ára), eldri mæður, þær sem taldar ganga með stórt barn, hafa átt fleiri en fimm börn áður, ganga með fleirbura og hafa þekkta blæðingatilhneigingu (til dæmis von Willebrandssjúkdóm). Muna þarf að ekkert kemur í stað forvarna og undirbúnings undir möguleg vandamál, eða skjót viðbrögð þegar blæð- ing byrjar. Mæla og meta á blæðinguna. Muna þarf að margar smáskvettur skipta máli og eru hættuleg- ar. Þvagblaðran þarf að vera tóm/tæmd. Læknar og ljósmæður eru í þessum tilvikum oft á eftir orðnum hlut í meðferðinni og meðvitund um það skiptir miklu. Blóð konunnar sjálfrar, sem hún hefur ekki misst, verður ávallt miklu betra en blóðgjöf. Heimildir 1. Moir JC. The action of ergot preparation on the puerperal uterus. BMJ 1932; 1:119-22. 2. Donald I. Practical Obstetric Poblems. Lloyd-Luke (Medical Books) Ltd, London 1969. 3. Baird D. Combined Textbook of Obstetrics and Gynaecology. E.S. Livingstone LTD. Edinburgh, 1969 4. Myles ME Textbook for midwives. Churchill Livingstone, Edinburgh, 1985. 5. Prendiville WJ, Elbourne D, McDonald S. Active vs. expectant management in the third stage of labour. In: Cochrane Library, Issue 3, 2003. Oxford. Update Software http://gateway2.ovid. com/ovidweb.cgi 6. Villar J, Giilmezoglu AM, Hofmeyr GJ, Forna F. Systematic review of randomized trials of misoprostol to prevent postpartum hemorrhage. Obstet Gynecol 2002; 100:1301-12. Virk meðferð á þriðja stigi fæðingar samanstendur af inngripum sem ætluð eru til að auðvelda fylgjufæðingu með því að auka samdrætti í leginu og koma í veg fyrir afbrigðilega blæðingu eftir burð með því að varna samdráttarleysi í legi. Hefðbundnu þættirnir eru meðal annars að: • gefa samdráttarörvandi lyf • beita stjórnuðu naflastrengstogi • nudda legið eftir fylgjufæðingu eins og þörf er á Hver sá sem er viöstaddur fæðingu þarf að hafa þá þekkingu, hæfni og dóni- greind sem nauðsynleg er til að beita virkri meöferö á þriðja stigi fæöingar, ásamt aðgangi að nauðsynlegum úrræð- uni og búnaði. f þessu samhengi hafa fagsamtök í hverju landi mikilvægu og sameiginlegu hlutverki að gegna í: • málsvörn fyrir að konur fái umönnun fagfólks við fæðingu; • útbreiðslu þessarar yfirlýsingar til allra meðlima fagfélaga heilbrigðis- starfsfólks, til að greiða fyrir fram- kvæmd yfirlýsingarinnar; • fræðslu til almennings um nauðsyn þess að koma í veg fyrir og með- höndla blæðingu eftir barnsburð; • birtingu yfirlýsingarinnar í fagtíma- ritum, fréttabréfum og á vefsíðum á starfsvettvangi lækna, ljósmæðra og fæðinga- og kvensjúkdómalækna; • skoða hvort lagaleg mörk eða aðrar hindranir torveldi fyrirbyggjandi með- ferð og rétta meðhöndlun á blæðingu eftir barnsburð; • taka virka meðferð á þriðja stigi fæð- ingar inn í klínískar leiðbeiningar og verklagsreglur, eins og við á; • bæta virkri meðferð á þriðja stigi fæð- ingar inn í námsefni fyrir allt fagfólk sem kemur að fæðingum; • samstarfi við lyfjaeftirlit, löggjafa og aðra stefnumótandi aðila til að tryggja að fullnægjandi birgðir af samdráttar- örvandi lyfjuin og sprautubúnaði séu til staðar. Meðferd þriðja stigs fæðingar til að varna blæðingu eftir burð Hvernig nota skal samdráttarörvandi lyf • Innan nn'nútu eftir fæðingu barns, ætti að þreifa kviðinn til að útiloka fleiri börn og gefa síðan oxýtósín, 10 ein- ingar, í vöðva. Oxýtósín er æskilegra en önnur samdráttarörvandi lyf af því það er virkt 2-3 mínútum eftir gjöf, hefur lágmarks aukaverkanir og má gefa öllum konum. • Ef oxýtósín er ekki til staðar, er hægt að nota önnur samdráttarörvandi lyf eins og: ergómetrín 0,2 mg í vöðva, blöndu oxýtósíns og ergómetríns (Syntometrine®) (1 lykja/ampúlla) í vöðva eða mísóprostól (Cytotec®) Læknablaðið 2005/91 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.