Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / INNFLYTJENDUR í HEILBRIGÐISKERFINU Geir Gunnlaugsson barnalœknir og Ingibjörg Baldursdóttir hjúkrunar- frœðingur í Miðstöð heilsu- verndar barna. ekki komist til að sinna þessum börnum í þeim mæli sem þeir helst vildu.“ Geir segir að allur gangur hafi verið á því hvern- ig læknabréfin hafi skilað sér. „Það liggur í eðli þessa hóps að hann er mjög hreyfanlegur og þess vegna er fólk oft flutt þegar bréfið berst. Þá vill það brenna við að enginn líti á það sem skyldu sína að fylgja málunum eftir. Svo birtast börnin í skóla- kerfinu en engar upplýsingar finnast um heilsufars- sögu, bólusetningar og þess háttar þótt börnin hafi búið í landinu í heilt ár eða lengur. Þarna skortir einhvern hlekk í keðjuna sem veitir fólki fræðslu um heilbrigðisþjónustuna, hvernig eigi að bregðast við veikindum barna, hvaða þjónustu börn eigi rétt á og hvar hún sé í boði. Með því að fá börnin til okkar getum við fylgst með þeim þangað til fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og hægt er að tengja hana við ákveðna heilsugæslustöð. Með þessu móti getum við unnið með sérstök vandamál ef þau eru fyrir hendi og haldið utan um málefni fjölskyldunnar fyrsta kast- ið.“ Börn eiga sjálfstæðan rétt Geir og Ingibjörg treysta sér ekki til að giska á um hversu fjölmennan hóp barna er að ræða en Ingibjörg segir að ástand þeirra og upplýsingar um þau séu afar mismiklar. „I sumum tilvikum eru þau ágætlega bólusett og með góða pappíra sem sýna það en oft liggja engar upplýsingar fyrir um hvað gert hefur verið í heimalandinu. Við vonumst til að þessi nýja þjónusta á Miðstöð heilsuverndar barna geti bætt úr þessu.“ - Á þessi hópur við einhver þau heilsuf arsvanda- mál að stríða sem við þekkjum ekki eða höfum kannski útrýmt? Geir: „Berklar eru víða vandamál og lifrarbólga er landlæg í mörgum löndum en þessir sjúkdómar eru fátíðir hjá okkur.“ Ingibjörg bætir því við að oft sé næringarástand barnanna ekki sem skyldi. „Við verðum að passa okkur á því hvað við segjum við fólk þegar þannig háttar til. Ekki getum við sagt fólki frá Asíu sem er vant því að borða mikið af hrísgrjónum og græn- meti að nú verði það að snúa sér að kjötsúpunni. Við verðum að tileinka okkur umburðarlyndi í þeim efnum. Annað vandamál er tannheilsan en henni er oft ábótavant. Það getur stafað af matar- æðinu, svo sem því að börn séu með sætan ávaxta- safa á pelanum. Þá verðum við að setja fólk í sam- band við tannlækna og benda þeim á að þau eigi rétt á endurgreiðslu frá Tryggingastofnun." Geir nefnir líka dæmi um að hingað til lands flytjist fólk og setjist að án þess að hafa dvalar- eða atvinnuleyfi. í sumum tilvikum eru börn með í för og þess eru dæmi að þau gangi ekki í skóla. „I þessu sambandi er rétt að minna á að börn eiga sjálfstæðan rétt, óháð stöðu foreldra sinna. Þegar foreldrarnir eru hér með ólöglegum hætti eða standa í baráttu um að fá að setjast hér að þá vaknar spurningin um réttindi barnanna. Við höfum haft um það milligöngu að börn sem þannig er ástatt um hafa komist í skóla, jafnvel þótt þau séu ekki komin með kennitölu.“ Miðstöð heilsuverndar barna hefur aðgang að túlkum ef á þarf að halda og þar er einnig unnið að því að hafa viðeigandi fræðsluefni um Læknablaðið 2005/91 461
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.