Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 16
ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR
stéttabaráttu, en á þessum tíma var hann nothæft greiningartæki með
svör við brýnum spumingum.
Sjálfsagt eru flestir sammála um að báðar þessar barátuihre\Tfmgar
hafi verið femínískar, hvor á sinn hátt. En hvað er það sem gerir þær
femínískar? Hver er samnefnari þeirra sem femínískra hreyfinga og hver
er afmörkun þeirra út á við? Þessum spurningum veltir Rosalind Delm-
ar upp í grein sinni „What is feminism?“ frá árinu 1987. Sjötti og sjö-
undi áratugurinn var tími fjöldaaðgerða og uppákoma, það var tími að-
gerðahreyfingar (e. activism, movement) kvenna. Margir angar hinnar nýju
kvennahreyfingar voru femínískir, svo sem Rauðsokkahreyfingin. A hinn
bóginn er ekki raunhæft að kenna allar aðgerðir kvenna á þessum tíina
við femínisma.
Greenham Common og Kvennafrt
Sem dæmi um þetta nefnir Delmar friðarhreyfingu kvenna við herstöð-
ina Greenham Common í Bretlandi sem hófst 1981 og barðist þar gegn
kjarnorkuvopnum. Sú aðgerð var margradda hreyfing og langt því frá að
allar konur sem tóku þátt í henni byggðu á sömu hugmyndaffæði. Hjá
mörgum lá til grundvallar hugmyndin um eðlislæga eiginleika kvenna
eins og umhyggju, móður- og friðarást. Þær voru engu síður djarfar í
mótmælum sínum gegn kjarnorkuvopnum og stríðsrekstri. \ ar þessi að-
gerð femínísk?
Svar Delmar við þessu er að Greenham Common hafi verið kvenna-
hreyfing en að hæpið sé að kalla hana femíníska (Delmar 1987:11-12).
Hvað er það sem gerir hrevdingu femíníska? Er það vitundin (e. consci-
ousness) um misrétti, samsömun við sérstakar hugmyndir, og ígnmdað,
meðvitað fylgi við málstað kvenfrelsis, eða eru kvennaaðgerðir og bar-
átta (e. activity, movement) femínískar fyrir það eitt að snúast um konur?
Delmar hallast að hinu fyrrnefnda. Eitt aðalsmerki nýju kvennahreyf-
ingarinnar var hugtakið vitundarvakning (e. consciousness-raising), og með
því var persónuleg reynsla kvenna af misrétti sameinuð í pólitískt hug-
tak (Delmar 1987:12). Greenham Common var róttæk mannúðarhreyf-
ing, en það gerir hana ekki endilega femíníska.
Hliðstætt dæmi frá Islandi er kvennafrídagurinn 24. október 1975. Þá
lögðu íslenskar konur um allt land niður vinnu og konur í Reykjavík fjöl-
menntu á baráttufund á Lækjartorgi. Upphaflega hugmyndin kom frá
14