Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 57

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 57
LJÚFT ER AÐ LÁTA SIG DREYMA sem mótleikara en þó oftast sem áhorfanda. Hver sér til þín í fantasíu þinni? Fulltrúi hinnar symbólsku reglu, Laganna, er nærverandi ef ekki beinlínis að horfa á athæfi þitt og því getur fylgt sektarkennd. Þetta má glöggt sjá í K/S skáklúbbnum sem Constance Penley rannsakaði en meðhmir hans skrifa allir undir dulnefnum og þó að þeir séu öðrum þræði stoltir af sínu góða handverki er þeim mjög í mtm að afhjúpa sig ekki fyrir ókunnugum. Það er eins og þessar konur, sem eru bankastarfs- menn, kennarar og verkakonur auk þess að vera mæður og húsmæður, gruni að það gerði þeim lítið gott ef fjölskyldur þeirra og vinir vissu að þær væru að semja og birta klámsögur um tvo homma í geimfari í fram- tíðinni. Nei, þetta er laumuspil sem aðeins er hægt að njóta með klúbb- félögum sem verða eins og önnur fjölskylda í „syndinni“. Hvar er þá uppreisnin og paródían sem á að felast í því að stíga út úr kyngervinu (og kyninu) og snúa upp á allt saman? Uppreisnina finnur þú ekki í fantasíunni sem slíkri, segir Zizek. Fant- asían felur ekki í sér frestun á gildistöku Laganna eða uppreisn gegn þeim. Fantasían fjallar einmitt oft um það hvernig Lögin urðu tdl, hvern- ig hugveran gekkst undir táknræna geldingu og gekk inn í hina táknrænu reglu föðurins. Helgisiðimir og endurtekningarnar sem einkenna hina afbrigðilegu fantasíu eru umgjörð um sömu söguna sem er alltaf verið að segja. Það er verið að sviðsetja geldinguna, hinn upprunalega missi og sektarkenndin sem augnaráð Laganna vekur undirstrikar hrollinn og er jafnvel aðalmál fantasíunnar. Hjá þeim „eðlilega“ eru Lögin sá/það sem boðar og bannar og kemur reglu á það hver má girnast hvern. Lögin eru viðurkennd. Þetta er til dæmis viðtekið í hinni „eðlilegu“ þvinguðu gagnkynhneigð sem Judith Butler talaði um en hún snýr þessu við og segir hana „óeðlilega“ af því að hún byggist á útilokun og afneitun, sé af- leidd og afrit þar sem frumritið sé týnt.47 Sá afbrigðilegi, segir Zizek, beygir sig ekki undir Lögin og sættir sig við að hann getur hvorki átt fallosinn né verið hann. Hann þráir Lögin. Lögin eru það upphafha, gallalausa fyrirbæri sem hann vill að viðurkenni sig, hann vill vera tekinn inn í þau, eiga þau og vera þau. Við sjáum þessa afbrigðilegu fantasíu til dæmis birtast í hinum fjölmörgu „synda- fallsmýtum“ menningarinnar þar sem tíundað er hvernig og hvenær ein- hver pólitísk hugmyndaffæði eða söguleg þróun sveigði af réttri leið. 47 Butler: 1992, 312-316. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.