Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 160
ELAIXE SHOWALTER
móta konur sína eigin re\Tislu og tákn sem eru ekki einfaldlega and-
hverfa karlhefðarinnar.
Hvemig getur menningarlegt sjónarhom á skrif kvenna komið okkur
að gagni við að lesa texta kvenna? Slíkt sjónarhom gerir t.a.m. ráð fyrir
að skáldskap kvenna megi lesa sem m'raddaða orðræðu sem innihaldi
„ráðandi“ o£ „þaggaða“ sögu, eða það sem Gilbert og Gubar kalla „upp-
skafning“. Eg hef annars staðar rætt um vandann að greina á milli \ið-
fangs og bakgrunns þar sem við þurfum samtímis að hafa augun á tveim
ólíkum textum sem hvarfla til og frá: „I hreinni og klárri femínískri bók-
menntarýni ... þurfum við að gerbreyta sjón okkar og læra að sjá merk-
ingu þar sem enga var áður að finna. Hin hefðbundna söguflétta víkur til
hliðar og önnur flétta, sem fram að þessu hefur h\ilt í skjóh nafnleysis í
bakgrunninum, kemur í ljós, upphleypt og feitletruð eins og þumalfar“.
Miller sér einnig annan texta í bókmenntum kvenna, „meira eða minna
þaggaðan í hverri skáldsögunni á fætur annarri“ en „alltaf til staðar“.51
Onnur túlkunarleið fi’rir femímska gagnrýni er samhengisgreiningin
sem menningarmannfræðingurinn Clifford Geertz kallar „þétta
lýsingu“. Geertz leggur til lýsingu sem leitast við að sldlja merkingu
menningarfyrirbæra og menningarafurða með því að „gera grein finir
merkingarkerfum og átta sig á félagslegum grundvelli þeirra og áhrifa-
mætti41.52 Verulega „þétt“ lýsing á skrifum kvenna myndi m.a. gera ráð
51 Showalter, „Literary Criticism,“ bls. 435; Aliller, „Emphasis Added“. Svo dæmi sé
tekið, hefur Jane Eyre alltaf verið lesin með því að bera hana saman við svokölluð
„ráðandi“ skáldskapar- og samfélagsleg form og af þeim sökum verið talin gallað
verk, en femínískur lestur setur þaggaðar táknlegar aðferðir hennar í forgrunn og
kannar trúverðugleika og innbyrðis samræmi bókarinnar á eigin forsendum. Fem-
ínískir gagnrýnendur taka til endurskoðunar skoðanir manna eins og Richards
Chase, sem lýsir Rochester sem geldum og gefur með því í skyn að taugaveiklun
Jane sé í raim reðuröfund og skoðanir G. Armour Craig, sem telur skáldverldð lýsa
baráttu Jane við að ná yfirhöndinni. Femínistar sjá Jane þess í stað sem heilbrigða
manneskju innan þess kerfis sem hún býr við, þ.e. innan samfélags kvemw. Sjá
Chase, „The Brontés; or, Myth Domesticated" íjane Eyre (New York: W.W. Nort-
on, 1971), bls. 462-71; Craig, „The Unpoetic Compromise: On the Relation bet-
ween Private Vision and Social Order in Nineteenth Century7 English Fiction" í Self
and Society, ritstj. Mark Shorer (New York, 1956), bls. 30-41; Nancy Pell, „Resis-
tance, Rebellion and Marriage: The Economics of Jane Eyre“, Nineteenth-Centuiy
Fiction, 31 (mars 1977), bls. 397-420; Helene Moglen, Charlotte Bronte: The Self
Conceived (New York: W.W. Norton, 1977); Adrienne Rich, ,Jane Eyre: The Temp-
tations of a Motherless Woman“, MS, október 1973; og Alaurianne Adams, ,Jane
Eyre: Woman’s Estate“, í Diamond og Edwards, Authonty of Elxperience, bls. 137-59.
52 Geertz, Interpretation of Cultures, bls. 9.
158