Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 75
AÐ KALLAST Á YFIR ATLANTSHAFIÐ
breytni þeirra né margbreytileika, né heldur kemur í veg fyrir leik með
ögrandi nýjungar í efnisvali. Skáldkonurnar mótmæla því óréttlæti sem
bitnar sérstaklega á konum og ásaka valdhafana um misrétti. En þær
brjótast Eka úr viðjurn hlekkjanna og ráðast á kerfið af sjálfsöryggi og
áræðni. Skáldsagnaritun þeirra tekur virkan og beinan þátt í ffæðilegri
og pólitískri samfélagsumræðu síðustu ára. Verk þeirra eru ígrunduð út
frá hugmyndum femínismans í þeim skilningi að taka þátt í umræðu um
stöðu kvenna í samfélaginu og leggja fram tillögur til breytinga og úr-
bóta. Persónur þeirra, rétt eins og þær sjálfar, eru sjálfstæðar, virkar og
jafnvel árásargjamar.
Hún hafði vonast tdl að tækniframfarir samtímans breyttu ein-
hverju. En fjölsktddan var áfram homsteinn samfélagsins eins
slæmt og það var; byggð á lögmálum feðraveldisins, fastmót-
uðum tengslum húsbónda og hjúa, ödipusarkenndum, valda-
leysi móðurinnar, forgangi elsta sonarins og þöggun sifja-
spella. [...] Hún var algerlega á móti þessari forræðishyggju
[...] og setti sig upp á móti vananum (bls. 63).
Uppskriftm sem hún notaði (í samskiptum sínum við karla) og
hafði tekið upp eftir femínistum um víða veröld var að láta
hjúskaparstöðu þeirra sig engu varða (Silvestre, 1995, bls. 73)
Þær hafa sagt skihð við hlutverk fórnarlambsins og þöglu fylgikonunn-
ar. Til er orðin ný fýrirmynd kvenna fýrir nýtt árþúsund. Sú kona kvart-
ar ekki úr homi, eða pexar í eldhúskróknum heldur fer út á torg með
pottana, orðin, hugmyndimar og tillögurnar að vopni.11 Hún veit hvað
hún vill og þekkir leiðir til að komast þangað sem hún vill og hún býr yf-
ir langri reynslu og mikilli og fjölþættri þekkingu sem hún safhaði sér
alla áratugina sem hún þögul og hlýðin (eða kúguð) og virti opinbert líf
fyrir sér úr fjarska einkahfsins. Nú er hún til í slaginn og bæði vill og get-
ur mótað nýja margþætta ásýnd sem ákveðin og örugg samtímakona sem
vinnur að þ\h að tryggja sjálfri sér og öðmm betri aðbúnað í tilverunni.12
11 Til frekari upplýsinga um Caserolazo Latinoamericano (Skaftpottaskelli), þ.e. allsherj-
armótmæli sem skipulögð voru af konum á torgum stórborga Rómönsku Ameríku
þann 4. júh' 2002, sjá m.a.: http://cuatrodejulio.tripod.com.ar
12 Rétt er að geta þess í lokin að kvennabókmenntir annars staðar í Rómönsku Amer-
íku eiga mjög margt sameiginlegt með því sem hér hefur verið sett fram, þó svo það
eigi auðvitað sérstaklega við um argentínskar bókmenntir á tuttugusm öld. Þess má
73