Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 151
FEMTNISK GAGNRYNII AUÐNINNI
við bókmenntahefðina einnig ólík og verðskulda sérstaka kenningu um
áhrif, sem tekur mið af sálarlífi kvenna og tvíbentri stöðu þeirra innan
bókmenntasögunnar“.38
Líkt og Gilbert, Gubar og Miller, kýs Abel að leggja áherslu á „að
vissir tilfinningalegir hvatar haldist þeir sömu þó að menningarlegar að-
stæður séu ólíkar“ með því að safna saman textum eftir konur úr bók-
menntum ýmissa þjóða. Sé kynferði alltaf sett í öndvegi er þó hætta á að
því verði eignaðir stöðugir og jafnvel óumbreytanlegir eiginleikar. Þó að
femínismi grundvallaður í sálgreiningu bjóði upp á athyglisverðan og
sannfærandi lestur á einstökum textmn og undirstriki ótrúlega samsvör-
un í ritverkum kvenna við ólíkar menningaraðstæður, getur hann ekki
útskýrt sögulegar breytingar, mismun þjóða eða mótandi áhrif heild-
rænna og efnahagslegra þátta. Til þess þurfum við að leita út fýrir sál-
greininguna, og líta til sveigjanlegri og heilsteyptari kenningar um rit-
störf kvenna sem setur þau í vítt menningarlegt samhengi.
Skrif kvenna og kvennamenning
Ég tel kvennabókmenntir eiga heima í sérstökum flokki, ekki
frá sjónarhóli líffræði, heldur af því að þær eru í vissum skiln-
ingi nýlendubókmenntir.
Christiane Rochefort, „Forréttindi með\átundarinnar“
(„The Privilege of Consciousness“)
Kenning sem byggir á líkani um kvennamenningu getur, að ég tel, ver-
ið gagnlegra tæki til að ræða sérkenni og mismun á ritverkum kvenna en
kenningar sem hvíla á líffræðilegum, málvísindalegum eða sálgreining-
arlegum forsendum. Hugmyndir um kvenlíkamann, tungumál og sálar-
líf kvænna eru \issulega hafðar til hliðsjónar í menningarlegri gagnrýni,
en þær eru túlkaðar í samhengi \áð þjóðfélagslegar aðstæður. Viðhorf
kvenna til kvenlíkamans og hlutverk hans í kynlífi og bameignum standa
í flóknu sambandi \áð menningarlegt umhverfi þeirra. Hið kxænlega sjálf
má skoða sem afurð eða samsetningu menningarlegra þátta. Tungumál-
ið kemur aftur \ið sögu, þegar við skoðum félagslegt samhengi og þá
áhrifaþætti sem málnotkun ræðst af, mótun málhegðunar og menning-
' Elizabeth Abel, „(E)Merging Identities: The Dynamics of Female Friendship in
Contemporary Fiction by Women“, Signs 6 (vor 1981), bls. 434.
149