Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 142
ELAIXE SHOWALTER
konur færa stöðu sína innan samfélagsins í orð; en engin líkamleg tján-
ing er möguleg án þess að henni sé miðlað um kerfi málvísinda, samfé-
lags og bókmennta. Aíismunarins í bókmenntasköpun k\7eima þarf því
að leita (eins og Aliller orðar það) í „efnislegri afurð skrifa hennar en
ekki í skrifum hennar (efhislega) líkama“.24
Skrif kvenna og kvennatungumál
Konumar segja, tunguma'lið sem þú talar eitrar raddglufu, tungu,
góm, varir þínar. Þær segja, málið sem þú talar er samsett úr orð-
um sem
eru að ganga afþér dauðri. Þærsegja. tungumá/ið sem þú talar er gert
úr táknum sem að sönnu sýna það sem karhnenn hafa eignað sér.
Aíonique Wittig, Kvenskæruliðarnir (Les Guérilléres)
I málvísindalegum og textabundnum kenningum um skrif kvenna er
spurt hvort karlar og konur noti tungumálið á ólíkan hátt; hvort kynja-
mun í tungumáli megi ræða á fræðilegum forsendum í samhengi líffræði,
félagsmótunar eða menningar; hvort konur geti m\udað sín eigin
tungumál; og hvort tal, lestur og skrif sé allt markað af kynferði. Banda-
rískir, ffanskir og breskir gagnrýnendur á sviði femínisma hafa beint at-
hygli sinni að heimspekilegum, málvísindalegum og praktískum spurn-
ingum um hvernig konur nota tungumálið, og umræðan um tungumálið
er eitt mest spennandi svið laængagnrýni. Ljóðskáld og rithöfundar hafa
verið fremstar í flokki í gagnrýni sinni á það sem Rich kallar „tungumál
kúgarans", tungumál sem stundum hefur verið gagnn*nt f\TÍr að vera
kvenfjandsamlegt og stundum f\TÍr að vera reynslufirrt. Vandamálið er
þó svo víðfeðmt að \áðleitni endurskoðunarsinna til að hreinsa tungu-
málið af karlrembulegum þáttum er ekki nægjanleg. Eins og Nellv Fur-
nam orðar það, er „skilgreiningu okkar og flokkun á mismuni og sam-
semd alltaf miðlað í tungumáli, og það gerir okkur kleift að henda reiður
á veröldinni í kringum okkur. I bandarískri ensku ráða karl-hverfar skil-
greiningar ríkjum og móta á lúmskan hátt skilning okkar og skynjun á
24 Nancy K. Miller, „Women’s Autobiography in France: For a Dialecrics of Identific-
ation,“ í Women and Language in Literature and Society, ritstj. Sally McConnell-
Ginet, Ruth Borker, og Nelly Fumam (New York: Praeger, 1980), bís. 271.
140