Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 84
SIGRIÐUR ÞORGEIRSDOTTIR
Gagnrýnendur jaíhréttisaðgerða, eins og þeirra sem hér hefur verið
drepið á, minnast einnig iðulega á laka stöðu stráka í kerfi grunnskólans
sem er sagt vera sniðið betur að þörfum stelpna. Ahyggjur af stöðu
stráka eru hins vegar einmitt vísbending um nauðsyn þess að greina nám
með hliðsjón af mismunandi stöðu kynjanna í skólastarfinu. Þær sýna að
það er full þörf á kynjafræðilegri greiningu, sem hefur þann tilgang að
rétta hlut beggja kynja og auka þannig jafiirétti kynjanna. Sama gildir
um þá staðreynd að konum er að fjölga innan háskólanna. Hún sýnir að
það verður að kymjagreina menntalandslagið. Kanna þarf hvað piltar
leggja fyrir sig að loknu stúdentsprófi og í hvaða nám stúlkur fara og
hvaða áhrif það hefur á kynbundna verkaskiptingu á vinnumarkaði? Það
hefur til að mynda verið leitt að því getum að piltar séu í auknum mæli
að sækja inn á styttri námsbrautir í upplýsingatækni og á sviði fjármála.
Stúlkur fari hins vegar frekar í lengra nám innan háskóla, sem virðist
ekki endilega gefa meira af sér í aðra hönd eða skila þeim í vaxandi mæli
í stjórnunarstöður. Rannsókna er þörf til að unnt sé að kortleggja kymja-
línur í menntalandslaginu og haga jafnréttissteínu í menntamálum til
samræmist við niðurstöður.
Femínismi er kenning tun samfélagslegt réttlæti og getur af þeim sök-
um aldrei réttlætt að annað kymið standi hallari fæti í skólakerfinu. Það
er því misskilningur að líta svo á að femínismi sé orðinn afl í samfélag-
inu sem þurfi að stemma stigu við. Þetta viðhorf til femínisma einkenn-
ist því af andstöðu við hann þar sem hann er talinn fara út í öfgar og jafn-
vel ganga á rétt annarra hópa. Egill Helgason, þáttastjórnandi og
pistlahöfundur, váll jafnvel ganga svo langt að telja femínisma, a.m.k. þau
afbrigði hans sem mæla fyrir jákvæðri mismunun, vera mannfjandsam-
lega hugmyndafræði.9 Samkvæmt þessu viðhorfi væri femínisminn best
geymdur dauður.
And-femínismi af þessu tagi er fjölþætt fyrirbæri, en hann er einnig
oft og tíðum liður í almennri andstöðu váð svokallaða pólitíska rétthugs-
un (e. political coirectness).10 Gagnrýnendur taka iðulega femínisma sem
dæmi um pólitíska rétthugsun t.d. vegna hinnar pólitísku kröfu um að
nefndar Háskóla Islands, http://www.hi.is/stjom/jafhrettisn/Ataksverkefhi/erlendar
%20fyrirmyndir.html
9 Egill Helgason, „Smá innlegg í jafhréttisbarámma".
10 Greinargóða umfjöllun um rök með og á móti pólitískri rétthugsun er að finna í bók
Marilyn Friedman ogjan Narveson, Political Coirectness: For and Against. Rowman
& Littlefield 1995.
82