Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 81
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS
ismi á, samkvæmt þessari skoðun, ekki lengur erindi til samtímans sem
pólitísk hugmvndafræði sem krefst gagngerra breytinga á viðhorfum um
kynhlutverk og stöðu kynjanna í samfélaginu. Þ\t er full\Tt að forsend-
ur fyrir kynjamisrétti séu ekki lengur fyrir hendi og að við þurfum ekki
lengur á femínisma að halda. Hann hafi liðið undir lok saddur lífdaga því
nánast „algjör sigur“ hafi unnist.3
Að vísu viðurkenna talsmenn þessa viðhorfs að við búum ekki í
draumalandi fullkomins kynjajafnréttis, en þeir rekja misræmið ugglaust
til þess innbyggða misréttis sem þeir telja einkenna öll samfélög og hópa
að því leyti sem þau samanstanda af mönnum sem hafa mismunandi
hæfileika og getu til að koma sér áfram í lífinu. Samkvæmt þessum boð-
endum geta sjálfsagt félagsfræðileg hugtök eins og menningarleg mis-
hröðun skýrt að einhverju leyti hvers vegna lífseig gildi menningar um
kynjahlutverk víkja treglega fyrir nýjum hugmyndum um kynjajafnrétti.
Það sé því bara spurning um tírna og þegar ffam í sækir muni ný gildi
leysa hið hefðbundna gildismat um kynjahlutverk af hólmi.
Lára Magnúsardóttir, einn af boðberum þess að femínismi sé búinn
að vera í þessum skilningi, leggur til að femínísk fræði og jafnréttisbar-
átta verði aðskilin.4 Hún fullyrðir að femínísk ffæði geti í besta falli
gagnast sem tæki til að greina mismunandi stöðu kynjanna og velt fyr-
ir sér ástæðum fyrir þeim, en hlutverki hans sem baráttuafl fyrir sam-
félagslegu réttlæti sé lokið. Þessi fullyrðing Láru minnir mig á orð
ffæðikvenna frá Indónesíu sem ég hitti fyrir 15 árum. Þær sögðust vilja
jafnrétti kynjanna, en vildu ekkert hafa með femínisma að gera. Þá
jafnt sem nú, er mér hulið hvernig unnt er að skilja þetta tvennt að.
Hvernig er hægt að stefna að jafnrétti kynjanna ef ekki býr að baki
hugmynd um aðferð til að greina misrétti? Og til hvers þarf að greina
misrétti ef það er ekki í þeim tilgangi að draga úr því? Hin femíníska
Sem dæmi um boðbera þessa viðhorfs hér á landi má nefha Egil Helgason, sbr. grein
hans „Smá innlegg í jafhréttisbaráttuna“, 24. janúar, 2002. Silfiir Egils (http://www.
strik.is/frettir/pistlar_egils.ehtm?id=1249). Þeir sem halda þessari skoðun á lofti
viðurkenna að hún eigi einkum við ástand mála í hinum vestræna heimi því aðrir
heimshlutar standa okkur langt að baki hvað jafna stöðu kynjanna varðar. Þar er
jafnréttisbarátta háð við önnur söguleg, félagsleg og hugmyndafræðileg skilyrði en
við búum við. Hin aldagamla lýðræðishefð vestrænna samfélaga, sem rekja má beint
til hugsjóna frönsku byltingarinnar og nær í raun alla leið aftur til vöggu upplýsing-
arinnar í stjómspeki Fom-Grikkja, bjó í haginn fyrir mannréttindabaráttu kvenna á
Vesturlöndum á 19. og 20. öld.
4 Sjá grein Lám Magnúsardóttur, ,Jafnréttisumræða?“, DV, 1. mars 2002.
79